bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fjarlægja vél / byggja upp 327i vél
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4840
Page 1 of 3

Author:  jens [ Thu 04. Mar 2004 14:48 ]
Post subject:  Fjarlægja vél / byggja upp 327i vél

Er að fara taka vél og sjálfskiptingu úr 528e bíl, Hvað þarf ég að taka af raflögnum / innspýtingarheili hvar er hann / er eitthvað í kringum skiptingu sem ég þarf að taka með... :?
Hvað er svona vél þung, en sjálfskiptingin.

Author:  joiS [ Fri 05. Mar 2004 13:20 ]
Post subject: 

ert thu ad fara setja thetta i e21? eg setti svona vel i minn og thad var partur ur kokku, eg tok bara vélina med ollu og stytti skaftid um einhverja sentimetra og tengdi rafmagnid vid oryggisboxid noprop, best er ad taka allt hjolastellid undan og setja velina a thad a bordi, sidan lata bilinn siga nidur......

Author:  gstuning [ Fri 05. Mar 2004 13:45 ]
Post subject: 

Jois hann er mað M20B27 vél hún var notuð í 2 bíla
ETA E30 og 528e,,

Hún er með motronic þannig að taktu heilan, allt loomið sem fylgir vélinni
gírkassann og eitt og

Vélin er sjálf um 100kg eða eitthvað svoleiðis, bættu á það sjálfskiptingu og þú ert með í heild held ég 150-165kg með öllu dótinu

Þar sem að þetta er M20 vél þá verður ekkert mál að setja þetta í E21 eða E30,

Author:  jens [ Fri 05. Mar 2004 19:43 ]
Post subject: 

Tók heilan fyrir innspýtinguna í dag og fleira, það er smá möndl að taka rafmagnið en getur verið að ég taki það samt.
Er að spá í að byggja upp vél með blokk úr eta vélinni en hedd og innspýtingu úr 323i bíl og setja allt saman í E21. Hef verið að lesa um þetta á netinu og þar er talað um að þetta verði 170 hö+ og eigi að slá við E30 325i og ///M3 í krafti ???:) Veit einhver meira um þetta :twisted: 327i :twisted: dæmi Þá eru allar ábendingar þegnar.

Author:  Djofullinn [ Fri 05. Mar 2004 20:08 ]
Post subject: 

jens wrote:
Tók heilan fyrir innspýtinguna í dag og fleira, það er smá möndl að taka rafmagnið en getur verið að ég taki það samt.
Er að spá í að byggja upp vél með blokk úr eta vélinni en hedd og innspýtingu úr 323i bíl og setja allt saman í E21. Hef verið að lesa um þetta á netinu og þar er talað um að þetta verði 170 hö+ og eigi að slá við E30 325i og ///M3 í krafti ???:) Veit einhver meira um þetta :twisted: 327i :twisted: dæmi Þá eru allar ábendingar þegnar.
Dúde? vantar ekki bíl í þetta?? :)

Author:  jens [ Sat 06. Mar 2004 00:48 ]
Post subject: 

Jú mikið rétt Djöfull en það er nú ekki útilokað að það blessist. Er enn að spá í bíl en er nú ekki með nein læti.

Author:  Halli [ Sat 06. Mar 2004 03:11 ]
Post subject: 

ég er með einn góðan í þetta handa þér :lol:

Author:  jens [ Sat 06. Mar 2004 04:03 ]
Post subject: 

Halli skrifaði:
Quote:
ég er með einn góðan í þetta handa þér

Já lát heyra...

Author:  jens [ Sat 06. Mar 2004 05:25 ]
Post subject: 

Þetta er planið með vélina :twisted:
http://www.e21bmw.net/graymarket/library/327i.php

Author:  Tommi Camaro [ Sat 06. Mar 2004 11:53 ]
Post subject: 

jens wrote:

finnst þetta vera nú einum of þarna neðst í results.
eins og þetta verði einhver f1 kappakstursbíll

Author:  jens [ Sat 06. Mar 2004 19:40 ]
Post subject: 

Quote:
don't forget to wave to those M3's you will be passing

hehe við skulum sjá til með það... :twisted:
En Halli hvaða bíll er þetta sem þú sagðist eiga fyrir mig í þetta verkefni.

Author:  jens [ Sun 07. Mar 2004 07:06 ]
Post subject: 

Er einhver sem hefur vit á til í að kíkja á þetta fyrir mig.
http://www.bmwe30.net/cgi-bin/datacgi/database.cgi?file=articles&report=view&ID=00001&Section=03
Samkvæmt þessu ætti að verð nóg að nota blokkina og heddið úr 528e vélinni en færa á milli úr 323i heddi ventla, gorma, arma og knastás. og búmm fullt að hö og á lægri snúning en ég væri samt betur settur að nota innspýtinguna úr 323i og held reyndar að það myndi ekki ganga að nota innspýtinguna úr e bíllnum vegna þess að hún er ekki gerð fyrir hærri snúning sem ég myndi ná út úr vélinni með þessum breytingum.

Ágóðinn yrði :
2.7 l vél 170-185-200 hö ??? eftir hver skrifar greinarnar.
Meiri snúningshraði í ETA vélinna.
Meira tog á lægra sviði og fleiri hö en í 323i vélinnni.

Author:  gstuning [ Mon 08. Mar 2004 09:10 ]
Post subject: 

Sko, samkvæmt því sem ég hef lesið mér til um þetta efni
þá notarru ETA blokk og setur á hana 323i hedd og voila,,

málið með hversu lítið það er þekkt er því að 323i var aldrei í USA annars myndi þetta vera það vinsælast á eta vélina,,

eta - I swap er pínu vesen,,
ETA + 323i swap er víst straight færa á milli

ég myndi segja allt 323i dótið fyrir utan blokk, stangir, stimpla og sveifarás,, málið með það að 323i heddið passi er að það eru ekki svona olíugöng eins og á 325i vélinni og því passar restin bara samann

Þarft bókað að redda hærri bensínþrýstings skynjara á dótið til að fá nóg bensín,, ekki búast við kraftaverkum en vertu bara sáttur við jafn mikið ef ekki meira tog en í eta, svipað hö og í 325i,,

Author:  bebecar [ Mon 08. Mar 2004 10:15 ]
Post subject: 

Úr hvaða bíl er þessi 528e vél Jens?

Ég var með augastað á einum slíkum - en ég er auðvitað fastur í því að tíma varla að swappa vélum þar sem minn er ennþá original...

En allt í lagi að betrumbæta... :wink: með smá innvolsi þó dýrt sé.

Author:  gstuning [ Mon 08. Mar 2004 12:30 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Úr hvaða bíl er þessi 528e vél Jens?

Ég var með augastað á einum slíkum - en ég er auðvitað fastur í því að tíma varla að swappa vélum þar sem minn er ennþá original...

En allt í lagi að betrumbæta... :wink: með smá innvolsi þó dýrt sé.


Hvort myndirru vilja vera með 190hö úr kannski 2,7 323i vél, kostar kannski 100þús með alveg öllu

eða Alpina dót sem kostar 300þús+
og 200hö

Þótt að þinn sé original þá er alltí gúddí að swappa öðrum góðum mögulega uppteknum mótor, getur bara fengið þér 315 E21 og gert 323i sem væri mjög fínn bíll

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/