bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Dauðir pixlar í mælaborði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=48094
Page 1 of 6

Author:  geirisk8 [ Fri 12. Nov 2010 12:59 ]
Post subject:  Dauðir pixlar í mælaborði

Jæja þá er það spurningin sem hryllir allar bmw síðurnar: hver er besta lausnin til að laga dauða pixla í mælaborðinu í e39 540 bílnum mínum ? Ég er búinn að lesa mig til og það virðist nokkuð flókin aðgerð að rífa allt í öreindir. Hvaða möguleikar eru í boði hérna á Íslandi ?

Author:  Bandit79 [ Fri 12. Nov 2010 13:23 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

kaupa nýtt/notað mælaborð.

Author:  Zed III [ Fri 12. Nov 2010 13:48 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

Bandit79 wrote:
kaupa nýtt/notað mælaborð.


jamm, eða senda út í viðgerð.

Author:  Ívarbj [ Fri 12. Nov 2010 14:16 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

$$$$$$$$$$

Author:  sosupabbi [ Fri 12. Nov 2010 18:06 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

Man eftir að hafa lesið þráð á www.e38.org um það hvernig á að gera þetta sjálfur.

Author:  Mr. Jones [ Fri 12. Nov 2010 18:54 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

Er ekki annar hver bimmi með fuck up mælaborð væri ekki séns að taka sig nokkrir saman og senda út og fá e-h góðan díl :D

Author:  Alpina [ Sat 13. Nov 2010 09:34 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

Fara í eðalbíla,,, þar er með aðstöðu Tommi rafvirki ,,, sem er vægast sagt GENIUS í bilarafmagni
hann getur lagað svona ef einhver getur það

Author:  Ívarbj [ Sat 13. Nov 2010 11:04 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

Alpina wrote:
Fara í eðalbíla,,, þar er með aðstöðu Tommi rafvirki ,,, sem er vægast sagt GENIUS í bilarafmagni
hann getur lagað svona ef einhver getur það


Veistu hvað hann tekur fyrir þetta?

Author:  geirisk8 [ Sat 13. Nov 2010 18:37 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

Ég væri til í að vita hvað það kostar því það er heilmikið nákvæmnisverk að rífa þetta í sundur! Tekur örugglega 2-3 tíma held ég.

Author:  Lindemann [ Sat 13. Nov 2010 22:56 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

ég fann á ebay einhverja gaura sem segjast laga útvarpsunitin í þessum bílum(e39, e38 og x5) fyrir 190$ minnir mig. Þeir segja "lifetime guarantee" því þeir muni laga vandamálið sem orsakar það að pixlarnir detta út.

en það hljóta einhverjir rafeindavirkjar hérna heima að geta framkvæmt svona aðgerð........þetta er nú ekki framleitt af Nasa :lol:

Author:  Mr. Jones [ Sun 14. Nov 2010 00:54 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

Lindemann wrote:
ég fann á ebay einhverja gaura sem segjast laga útvarpsunitin í þessum bílum(e39, e38 og x5) fyrir 190$ minnir mig. Þeir segja "lifetime guarantee" því þeir muni laga vandamálið sem orsakar það að pixlarnir detta út.

en það hljóta einhverjir rafeindavirkjar hérna heima að geta framkvæmt svona aðgerð........þetta er nú ekki framleitt af Nasa :lol:


Nei enda býður NASA alla hluti út og tekur ódýrastu tilboðunum :D Er það ekki borðinn sem liggur útí skjáinn sem er að klikka held að það sé tæknilega ekkert að LCD skjánum sem slíkum.

Author:  crashed [ Sun 14. Nov 2010 13:48 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

ekkert mál að laga þetta það er borðinn sem missir sambandið, kaupir þér nýjann borða á ebey sem er betrum bætur og límir hann í færð allar leiðbeiningar með

Author:  ÞórirG [ Sun 14. Nov 2010 13:54 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

Ég væri til í taka þetta að mér.

Author:  Alpina [ Sun 14. Nov 2010 15:53 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

ÞórirG wrote:
Ég væri til í taka þetta að mér.



Get klárlega mælt með Þóri,, hann er MEGA fær í rafmagni :thup: :thup: :thup:

Author:  Zed III [ Sun 14. Nov 2010 16:00 ]
Post subject:  Re: Dauðir pixlar í mælaborði

group buy á borðum ?

Það er eins í e38, e39 og e53.

Annars er ekki ólíklegt að það sé einfalt að gera við þetta þar sem þetta er þekkt vandamál og lausnirnar alltaf hálf sheikí.

Page 1 of 6 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/