bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Þarf að vinna smá svæði undir sprautun...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4726
Page 1 of 3

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 14:16 ]
Post subject:  Þarf að vinna smá svæði undir sprautun...

Ég þarf að sprauta sílsana uppá nýtt við framhjólin.

Hvernig er best að vinna þetta undir sprautunina (fer í þetta um helgina)?

Hvaða sandpappír, tæki og tól ætti ég að nota?

Author:  gstuning [ Thu 26. Feb 2004 14:39 ]
Post subject: 

Ertu að tala um fyrir aftan dekkið og fyrir framann hurðina,

Ætlarru að sprauta sjálfur??

Ég er nú enginn sprautari að neinu leiti þannig að ég þekki ekki alveg til,
ég myndi hringja í bílanaust í keflavík og biðja um Arnar, hann kann vel að sprauta og er alveg til í að hjálpa þér með hvað þarf að versla

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 15:12 ]
Post subject: 

Fyrir aftan dekkið og framan hurðina já.

Já, þetta er undir hurðinni þannig að þetta sést voðalega lítið og er hamrað í dag. Ég var að spá í að grunna, sprauta svo nokkrar umferðir og setja jafnvel harða ryðvörn yfir það og hafa þetta svart - eða sprauta svo jafnvel yfir hana...

Ég var bara að velta því fyrir mér hvernig væri best að hreinsa svæðið það er laust ryð þar sem að lakkið er farið af, engar ryðbólur samt...

Author:  gstuning [ Thu 26. Feb 2004 15:32 ]
Post subject: 

Þá þarf að slípa þetta með rokki og spasla til að fá þetta fínt,

þetta hamraða er bara spasl sem er hamrað :)

þú getur tekið sandpappír og fín pússað þetta alveg slétt og muna að grunna málminn fyrst og vel, púsa og mála svo,

mátt gera ráð fyrir að þurfa kíkja á þetta eftir nokkur ár, einnig þá væri ekki svo vitlaust að fara og versla sér svona málninga bók í Bílanaust, þar eru allar aðferðir og upplýsingar um efni og hvernig á að vinna þetta og mála

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 15:41 ]
Post subject: 

Já, ok, ég er bæði með juðara og slípirokk. En hvaða pappír á ég að nota í þetta?

Það er nú aðal málið að þetta dugi eitthvað, loka þessu þannig að það ryðgi ekki. Svo þegar ég fæ einhvern pening (styttist í það :lol: ) þá fer ég bara með hann og læt sprauta þetta ásamt 3 ryðbólum sem eru í boddíinu.

Hann verður ansi góður eftir þetta....

Author:  íbbi_ [ Thu 26. Feb 2004 17:34 ]
Post subject: 

þegar ég er sð sprengja unglingariðbólur, þá pússa ég niður riðið (ekki endilega með rokk, bara ef það er djúpt, rokkurinn skapar meiri undirvinnu) síðan spartla ég (spartl ekki spærsl) og pússa það niður síðan sprauta ég með sprautuspartli yfir og fínpússa það og síðan ef ég er að vanda mig mikið þá grunna eg yfir það og vatnspússa þangað til þú finnur engan mun á að renna puttanum af lakkinu yfir viðgerða svæðið, síðan mattaru aðeins í kring það svæði sem þú ætlar að sprauta og gluðar yfir,

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 20:04 ]
Post subject: 

OK, það eru 3 staðir sem ég þarf að taka með þessari aðferð. En hvernig læturðu þetta mæta gamla lakkinu þannig að það sjáist sem minnst? Skorið eða reynir þú að láta það deyja út yfir á gamla lakkið?

Author:  Chrome [ Thu 26. Feb 2004 20:41 ]
Post subject: 

Reyna að feida það...það er ekkert annað sem gildir uppá lookið ;) og ps ég vona að þetta sé dökkur bíll ;)

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 21:54 ]
Post subject: 

Hann er hvítur! Ég hef aðeins blettað í hann og það sést mjög lítið. Annars er þetta nú meira til bráðabirgða - ég læt sprauta þetta þegar ég á pening - í sumar.

Author:  bebecar [ Sat 13. Mar 2004 20:30 ]
Post subject: 

Jæja, núna er ég búin að klára lakk viðgerðirnar og er bara mjög ánægður með útkomuna.

Þetta er ekki fullkomið og smá lagfæringar eftir í viðbót en það sem ég gerði núna var að sprauta brettin sirka 10 CM inná brettið sjálft. Þetta massaði ég svo saman og það sjást engin skil - örlítil skil á sílsunum og ég vinn það bara betur niður næst.

Núna á ég eftir að vinna 2-4 ryðbólur í viðbót og laga smá rispu á húddi sem ég þorði ekki að leggja í fyrr en ég væri búin að prófa þetta.

Útkoman er allavega það góð að ég skelli mér ósmeykur í hvað sem er!

Það er engin litamunur sjáanlegur.

Núna er næsta mál á dagskrá að ryðverja sílsana - veit bara ekki hvað ég á að nota í það. Ég á 5 lítra af bitumen sem ég ætlaði að nota í það en veit ekki hvort ég á frekar að taka tectyl.

Nú er bíllinn tandur hreinn og fínn :alien:

Author:  Chrome [ Sat 13. Mar 2004 23:02 ]
Post subject: 

:D endilega pósta myndum ;)

Author:  bebecar [ Sun 14. Mar 2004 10:19 ]
Post subject: 

Hehe - já.... best að bregða sér út snöggvast....

Author:  bebecar [ Sun 14. Mar 2004 10:59 ]
Post subject: 

Jæja, hér eru myndir. Á fyrstu myndinni sjást viðgerðir á sílsum en ég á eftir að ryðverja þá, veit bara ekki hvort ég á að nota Bitumen eða Tectyl.
Image
Svona var lakkið farið á sílsinum og aðeins uppá brettið, þetta var þó ekki orðið ryðgað, bara komin smá húð á þar sem lakkið var nýfarið af. Það hafði flagnað frá og vatnsausturinn svo séð um restina.
Image
Hérna sést svo svæðið sem var sprautað, alveg frá brettabrún og sirka 10 cm uppá brettið eða sirka að brotinu í brettinu, þarna sjást engin skil og engin litamismunur.
Image

Ég var reyndar aðeins og grófur á massanum á tveimur stöðum þannig að þar glittir í grunninn, en ég laga það bara um leið og ég tek restina af viðgerðunum.

PS, hver er svo góður að sjá af hvernig bimma "ryð" myndin er?

Author:  Sezar [ Sun 14. Mar 2004 11:32 ]
Post subject: 

e30 :?:

Author:  bebecar [ Sun 14. Mar 2004 11:35 ]
Post subject: 

jebb - flott hjá þér!

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/