bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hleðsla á E21 323i
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4723
Page 1 of 3

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 13:21 ]
Post subject:  Hleðsla á E21 323i

Ég er búin að vera í smá vandræðum með bílinn á morgnana (reyndar ekkert getað notað hann síðustu daga).

Það hefur logað smá týra á hleðsluljósinu þegar maður er með kveikt á öllu, en er ók ef maður er bara með ljósin á.

Ég fór áðan og keypti nýjan geymi 69 amper (high power) en gamli Esso geymirinn var orðin ónýtur (tæplega 4 ára) og sennilega mun minni geymir.

Hleðslan á bílnum er 12.6 volt með allt í gangi en 13.6 með slökkt á öllu, er það nóg hleðsla? Þarf hann ekki að ver aí rúmum 13 og rúmum 14? Veit það einhver.

Ef hann er ekki að hlaða nóg þá gæti það verið vegna þess að mig vantar nýjar fóðringar á alternatorinn (hann fer í TB eftir helgi) þannig að reimin er ekki alveg strekkt. Eða þá að alternatorinn er ekki alveg í lagi.

Á einhver alternator (öflugir kannski) sem ég get keypt ef þess þarf?

Ég hefði gaman að heyra skoðun ykkar á því hvort þessi hleðsla er í lagi eða ekki - það var engin útleiðslu heldur þannig að það er allavega gott.

Author:  joiS [ Thu 26. Feb 2004 13:42 ]
Post subject: 

blessaður gammli
mig datt strax í hug útleiðsla! eða jarðsamband veikt einhversstaðar hjá þér td frá vél í boddy ofl,,, en ef hann er hruninn þá eigum við að eiga einn eða svo,,,

good luck
jois

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 13:46 ]
Post subject: 

Já, fínt að treysta á ykkur.

Þetta virðist ekki vera útleiðsla allavega.... hún mældist 0.01.

Author:  gstuning [ Thu 26. Feb 2004 14:37 ]
Post subject: 

Gæti einfalflega verið geymirinn bara,
en ef þú ert búinn að skipta um og hann heldur áfram þá er það alternatorinn

Hleður hann alltaf eitthvað??
Ef svo er þá getur þetta verið kolin eða sjálft vafið(er það rétt orð?)
þá er bara að fá annan M20 alternator,
ég veit að ég átti einn 90ampera en stefán stal honum :)

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 15:13 ]
Post subject: 

hann hleður alltaf minnst 12.6 en mest 13.6.

Og það breyttist ekki við að skipta um geymi, en gamli geymirinn var ónýtur - þetta er líklega eitthvað sambland..... Það er nú varla svo dýrt að skipta um kolin?

Author:  gstuning [ Thu 26. Feb 2004 15:35 ]
Post subject: 

Það er víst bara klink að skipta um þau, bara
taka hann úr og láta mæla hann

annars er ekkert mál að setja bara annan sem er góður og er búið að mæla í og gera svo við þennan þangað til hinn bilar,,

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 15:42 ]
Post subject: 

Þú ert að tala um alternatorinn núna er það ekki?

Author:  gstuning [ Thu 26. Feb 2004 19:31 ]
Post subject: 

Jú alternatorinn

Author:  Dr. E31 [ Thu 26. Feb 2004 20:01 ]
Post subject: 

BMW'inn og Capri'inn hlaður 14 volt þegar slökkt er á öllu en 13,5 þefar kveikt er á öllu (ökuljósum, háuljósum, heater o.s.fr.)
Ertu ekki búinn að kíkja á Lucas Verkstæðið?

P.S. Dugði ESSO geymirinn í 4 ár :shock: , það er alveg ótrúlegt. :clap:

Author:  saemi [ Thu 26. Feb 2004 22:41 ]
Post subject: 

Mig grunar sterklega "voltage regulatorinn"

Það er kubburinn aftan á alternatornum sem kolin eru fast í. Fest með 2 skrúfum við alternatorinn. Ég myndi byrja á að prufa það. Kíktu til mín ef þig vantar svona til að troubleshoota.

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 22:44 ]
Post subject: 

Hvenær má ég kíkja til þín Sæmi?

En hvað með strekkinguna á reiminni? Fóðringarnar eru svo slappar og ég get ekki strekkt meira (hún slúðrar samt ekki) þannig það ætti þá ekki að hafa áhrif á hleðsluna....

Author:  saemi [ Thu 26. Feb 2004 22:50 ]
Post subject: 

Þú mátt kíkja eiginlega hvenær sem er, núna fram til miðnættis, á morgun eða laugardag.

Ef reimin er ekki að slúðra, þá er það ekki það sem er að.

Author:  bebecar [ Thu 26. Feb 2004 22:55 ]
Post subject: 

Ok, ég er alveg til í að kíkja núna - erum viðlengi að komast að þessu?

Author:  bebecar [ Fri 27. Feb 2004 08:38 ]
Post subject: 

Sæmi TO THE RESCUE :bow: Bíllinn hleður núna 13.96 með slökkt á öllu og 12.9 með kveikt á öllu þannig að kannski er þetta alveg að koma, allavega rýkur hann í gang og það dugir mér í bili (þangað til í næstu viku þegar hann fer í TB).

Kærar þakkir Sæmi!

Author:  gstuning [ Fri 27. Feb 2004 09:01 ]
Post subject: 

Þú verður að segja okkur hvað var að, svo að þekkingin dreyfist :)

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/