bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Lyklar https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4703 |
Page 1 of 2 |
Author: | vallio [ Wed 25. Feb 2004 11:29 ] |
Post subject: | Lyklar |
ég var að spá, nú vantar mig varalykil á BMW-inn minn. Þetta er svona "funky" lykill sem er náttúrlega ekki hægt að smíða með svona venjulegum vélum... ![]() er ekki einhver þarna í Reykjavík sem getur gert þetta, var búinn að heyra að B&L gætu þetta og eitthvað verkstæði líka. og hvað kostar þetta svona ca. Nú vantar mig varalykil:) ps. þetta er E36 árg 1994 |
Author: | Benzer [ Wed 25. Feb 2004 11:37 ] |
Post subject: | |
Pabbi lét ger lykil fyrir sig þegar hann átti sinn e-36 bíl og það var árgerð 1996..Hann fór á einhvað lyklaverkstæði hliðina á Heklu eða þar rétt við allavega i sömu götu..Hægra meiginn við heklu gæti verið við hliðina eða aðeins lengra til hægri... Vonandi að þetta hjálpi þér einhvað ![]() ![]() P.S. það tók doldin tima samt að búa til lykilinn en hann virkaði allavega ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 25. Feb 2004 11:45 ] |
Post subject: | |
Ég held að lyklaverkstæði séu hætt að gera þetta. Þú getur pantað lykil frá BMW, tekur 1-2 vikur og það kostaði mig innan við 4 þús síðast. |
Author: | Einsii [ Wed 25. Feb 2004 11:51 ] |
Post subject: | |
Ég spurði einmitt um þetta þegar ég var i b&l siðast og þá fékk ég nafnspjald frá einhverju verkstæði og ef maður sneri því við þá var eitthvað um lykklasmíði en ég er að sjálfsögðu buinn að henda því. ![]() Annars hefði ég bara getað gefið þér það. Þeir allavega gera svona lykkla held að þeir séu fræstir. |
Author: | bjahja [ Wed 25. Feb 2004 12:29 ] |
Post subject: | |
Þeir þarna fyrir hliðiná Heklu gátu allavegna ekki smíðað lykil fyrir mig........ |
Author: | Bjarki [ Wed 25. Feb 2004 12:35 ] |
Post subject: | |
Ég heyrði þetta líka með verkstæðið við hliðina á Heklu hringdi þangað og fannst þetta allt of dýrt! Lét gera svona lykil fyrir mig í supermarkaði í þýskalandi og það kostaði um 900kr. |
Author: | jonthor [ Wed 25. Feb 2004 12:44 ] |
Post subject: | |
Brill. Mig vantar einminn lika aukalykil en their hja B&L sogdu ad eg yrdi ad panta og ad thad myndi kosta hatt i 20 thus! List vel a ad gera thetta bara naest thagar eg skrepp til thyskalands. |
Author: | Gunni [ Wed 25. Feb 2004 12:48 ] |
Post subject: | |
Ég lét smíða fyrir mig hjá: Láshúsinu Bíldshöfða 16 S: 5575100 Man ekki hvað það kostaði, 1000-1500 kall minnir mig. |
Author: | Haffi [ Wed 25. Feb 2004 12:51 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Ég held að lyklaverkstæði séu hætt að gera þetta.
Þú getur pantað lykil frá BMW, tekur 1-2 vikur og það kostaði mig innan við 4 þús síðast. SHiiiiiiiiiiiiiit ég lét panta lykil í E36 320 '97 og það kostaði mig 29k ... reyndar með fjarlæsingarbúnaði en samt ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 25. Feb 2004 13:07 ] |
Post subject: | |
Það var náttúrulega engin fjarstýring í mínum.... ![]() |
Author: | Jss [ Wed 25. Feb 2004 14:42 ] |
Post subject: | |
jonthor wrote: Brill. Mig vantar einminn lika aukalykil en their hja B&L sogdu ad eg yrdi ad panta og ad thad myndi kosta hatt i 20 thus! List vel a ad gera thetta bara naest thagar eg skrepp til thyskalands.
Hátt í 20 þúsund, er þetta ekki bara venjulegur lykill, ekkert fjarstýringardót eða neitt þess háttar? Þá hefur eitthvað verið að klikka ef þetta verð hefur komið upp, neita að trúa þessu, man reyndar ekki hvað svona lykill kostar nákvæmlega en ekki yfir 10 þús. allavega svona non-fjarstýringarlykill. |
Author: | vallio [ Wed 25. Feb 2004 16:04 ] |
Post subject: | |
takk fyrir. þetta kom svona allavega eitthvað að notum (sem er gott) ![]() |
Author: | Jónki 320i ´84 [ Fri 27. Feb 2004 11:48 ] |
Post subject: | |
Prófaðu neyðarþjónustuna laugarvegi 168 s:5625213 - 5624240 Þeir gerðu þetta fyrir mig en það var að vísu á e30 það kostaði bara einhvern 500 kall |
Author: | Heizzi [ Fri 27. Feb 2004 12:22 ] |
Post subject: | |
Jónki 320i ´84 wrote: Prófaðu neyðarþjónustuna laugarvegi 168
s:5625213 - 5624240 Þeir gerðu þetta fyrir mig en það var að vísu á e30 það kostaði bara einhvern 500 kall þeir geta ekki smíðað fyrir E36 skilst mér |
Author: | bjahja [ Fri 27. Feb 2004 12:57 ] |
Post subject: | |
Í e36+ er einhver tölvukubbur, þessvegna geta þeir ekki gert lykla |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |