bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Greiningartæki
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=46345
Page 1 of 1

Author:  Zed III [ Wed 11. Aug 2010 15:30 ]
Post subject:  Greiningartæki

Ég ætla að nýta gamla lappan og koma mér upp tölvu í skúrnum sem ég get notað til að lesa af bílunum, bæði OBD I og OBD II.

Ég fann þetta til að breyta OBD I tenginu í OBD II:

http://cgi.ebay.com/BMW-21PIN-20-Pin-16-Pin-OBD2-Diagnostic-CABLE-E36-Z3-/300451797304?pt=UK_Diagnostic_Tools_Equipment#ht_829wt_1137

Vita menn hvort það sé standard kapall milli odb II í tölvuna og það þurfi bara hugbúnað til að geta lesið af þessu með pc ?

t.d. þessi:

http://cgi.ebay.com/ebaymotors/Diagnostic-Code-Reader-CAN-BUS-interface-cable-OBD2-B03-_W0QQcmdZViewItemQQitemZ300454188221QQptZMotorsQ5fAutomotiveQ5fTools#ht_4599wt_1008

og svo svona hugbúnað:

http://cgi.ebay.com/BMW-DIAGNOSTIC-SOFTWARE-GT1-DIS-INPA-WINDOWS-XP-/220644857682?pt=UK_Diagnostic_Tools_Equipment#ht_4500wt_1137

eða þennan pakka:

http://cgi.ebay.com/BMW-MERC-AUDI-VW-OBD1-2-DIAGNOSTIC-E38-E39-E46-ALL-BMW-/120605676469?pt=UK_CarsParts_Vehicles_CarParts_SM#ht_4661wt_1137


Er ég að missa af einhverju ?

Author:  JOGA [ Wed 11. Aug 2010 17:09 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

Mig langar mikið að vita þetta líka. Ef þú færð botn í þetta væri ég til að vera með í pöntun :angel:

Author:  crashed [ Wed 11. Aug 2010 17:33 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

sama hérna ef þú færð botn í þetta væri ég til í að vera með í pöntun eða bara besti vinur þinn sem er enn betra :mrgreen:

Author:  Zed III [ Wed 11. Aug 2010 18:55 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

crashed wrote:
sama hérna ef þú færð botn í þetta væri ég til í að vera með í pöntun eða bara besti vinur þinn sem er enn betra :mrgreen:



og ódýrara :)

Author:  hauksi [ Wed 11. Aug 2010 20:39 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

Ég er með CarSoft 6.5 - virkar á BMW-a með OBD 2.

Það fylgdi með tengi til að tengja í obd2 portið í bílnum og svo í COM portið á tölvu.
Þú þarft væntanlega að vera með einhvers konar "blackbox" sem þýðir signalin frá bílnum yfir í tölvuna.

Author:  Zed III [ Wed 11. Aug 2010 22:22 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

hauksi wrote:
Þú þarft væntanlega að vera með einhvers konar "blackbox" sem þýðir signalin frá bílnum yfir í tölvuna.


spurning hvort það sé einhver staðall sem þetta blackbox þurfi að uppfylla svo það sé hægt að nota hvaða bmw forrit sem er með því. Sá slatta af svona boxum á ebay.

Author:  slapi [ Wed 11. Aug 2010 23:55 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

Það fer nátturulega algjörlega eftir hvað þú ætlar að nota þetta í.
DIS , SSS og Ediabas( Inpa ) þarftu ekki að kaupa , þetta er til algjörlega allsstaðar á netinu.
DIS er mikið diagnostic software sem BMW dealerar notuðu frá 95/96 þanga til í fyrra þegar nýtt kerfi ISTA/D kemur
Gæti orðið pínu flókið fyrir menn sem eru að stíga fyrstu skrefin í þessu , en bíður uppá mikla möguleika diagnosticlega séð.
SSS er program forrit sem var samhliða DIS sem varð einnig úrelt í fyrra og við tók ISTA/P , í því er hægt að breyta CKM , uppfæra stjórnbox oþh.

DIS/SSS hinsvegar vinnur best með GT1 haus (notaður uppað E39/E46) http://cgi.ebay.com/ebaymotors/BMW-GT1- ... 3189wt_914
Eða
OPS/OPPS sem kemur með MOST væðingunni (E65 og seinna) http://cgi.ebay.com/ebaymotors/NEW-BMW- ... 721wt_1158
En ég hef þó séð að menn hafa búið til tengingar úr USB-OBD til að vinna með DIS/SSS.

Ediabas(inpa) er meira pro BMW software sem var samhliða DIS/SSS sem bíður uppá mestu möguleikana en ég mæli ekki með að menn noti þetta forrit nema þeir hafi góða reynslu af tölvuvinnslu í kringum BMW.

Carsoft er ágætt , jafnvel fullkomið fyrir bílskúrsgrúskarann sem vill hafa möguleikann á getað lesið af heima í skúr.
Mín reynsla er hinsvegar af þessu systemi að þetta er oft ónákvæmt og frekar takmarkað í vinnslu , bilanakóðar eru stundum vitlausir oþh.


Getur bara PM-að ef þú vilt frekari upplýsingar.

Author:  Zed III [ Thu 12. Aug 2010 10:05 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

takk kærlega fyrir þetta slapi,

Lykillin af hamingjunni liggur greinilega í hausnum. Eru fleiri tegundir sem þú þekkir utan þennan GT1 sem væru mellufærir ? Þessi GT1 er svolítið dýr.

Author:  Zed III [ Thu 12. Aug 2010 10:56 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

Ég er að surfa þetta betur í Bimmerforums, hellingur af þessum umræðum þar.

http://forums.bimmerforums.com/forum/forumdisplay.php?f=233

set inn update þegar ég kemst til botns í þessu.

Author:  rockstone [ Thu 12. Aug 2010 11:36 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

ég á svona:

http://cgi.ebay.com/ebaymotors/OBD2-CAN ... veQ5fTools

hef samt aldrei prufað þetta.....

Author:  Axel Jóhann [ Thu 12. Aug 2010 12:29 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

Ég er með svona niðrí vinnu hjá mér, það var einhver gaur að selja svona tölvur á 50.000 í fréttablaðinu um daginn, þetta virkar alveg ágætlega til að hreinsa út þessar algengustu villur, en virkar þó ekki á airbag og abs.


Image

http://www.memoscan.cn/en/showproducts.asp?Cid=10

Author:  Zed III [ Thu 12. Aug 2010 15:28 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

hauksi wrote:
Ég er með CarSoft 6.5 - virkar á BMW-a með OBD 2.

Það fylgdi með tengi til að tengja í obd2 portið í bílnum og svo í COM portið á tölvu.
Þú þarft væntanlega að vera með einhvers konar "blackbox" sem þýðir signalin frá bílnum yfir í tölvuna.


Carsoft virðist vera nokkuð notað, amk miðað við þennan þráð:

http://forums.bimmerforums.com/forum/showthread.php?t=981381

Það er gaur þarna að selja interfacið á fínu verði í gegnum síðuna sína, http://carsoftwest.com/services.html, $53 + $26 í sendingu. Það er reyndar free shiping innan USA þ.a. maður getur fengið þetta heim á tæpan 13 þús með shopUSA (tollað sem tölvuvörur) eða á 11 þúsund með því að senda beint til Íslands (tollað sem tölvuvara). Þetta er allt sem þarf til að tengja OBD I og II við lappa (gefið að menn hafi serial port á vélunum, annars þurfa menn PCMCIA kort). Carsoft má svo sækja á netinu.

Stóra spurningin er hvort þessi adapter virki á annan hugbúnað ef maður vill nota eitthvað fleira. Einhver sem þekkir það ?

Author:  Zed III [ Fri 20. Aug 2010 08:55 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

rakst á þennan fína díl á carsoft 6.5

Það er reyndar komið carsoft upp í 8.4 en þetta er frekar cheap, sérstaklega það sem það er free shipping.

http://www.dealextreme.com/details.dx/sku.16549

Það er spurning hvort kaplarnir virki ekki örugglega áfram ef menn uppfæra hugbúnaðinn.

Author:  bfs [ Tue 24. Aug 2010 10:13 ]
Post subject:  Re: Greiningartæki

Ég pantaði Carsoft 6.5 frá þessu fyrirtæki http://www.obdcartool.com/ sem staðsett er í Kína :)

Fékk alla kaplana með, bæði fyrir OBD 1 og OBD 2. Búinn að prófa þetta og virkar fínt. Allur pakkinn hingað kominn var á ca 8.000 kr.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/