bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ljósa pælingar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4629
Page 1 of 1

Author:  BMWmania [ Thu 19. Feb 2004 22:26 ]
Post subject:  Ljósa pælingar

Hæ allir

Ég er að skoða ljósa dótarí á www.ebay.de og sýnist að þetta komi ekki með perum, er nokkuð mál að fá réttar perur hér?

Vitið þið hvað er leyfilegt og hvað ekki í sambandi við litina á ljósunum?

Author:  Chrome [ Thu 19. Feb 2004 23:15 ]
Post subject:  :)

Samkvæmt íslenskum lögum meiga framljós á bílum aðeins vera hvít og gul...;) (fór akkurat og tékkaði á þessu niður á stöð þegar ég átti Carinuna og lét fletta uppá þessu fyrir mig ;)

Author:  moog [ Fri 20. Feb 2004 12:40 ]
Post subject:  Re: Ljósa pælingar

BMWmania wrote:
Hæ allir

Ég er að skoða ljósa dótarí á www.ebay.de og sýnist að þetta komi ekki með perum, er nokkuð mál að fá réttar perur hér?


Þú notar bara þær perur sem þú ert með fyrir í bílnum þínum og skiptir út þeim perum sem eru fyrir stefnuljósin og setur gular perur í staðinn (þ.e.a.s. ef þú ert að pæla í glærum stefnuljósum eða álíka). Færð perurnar t.d. í Bílanaust.

Author:  fart [ Fri 20. Feb 2004 14:42 ]
Post subject: 

Ef þú ætlar að panta eitthvað.. t.d. ljós, þá mælli ég með þessum.

http://search.stores.ebay.com/search/search.dll?query=bmw&srchdesc=y&sid=34372579&store=MakotoAutoTrends_com&colorid=6&fp=0&st=1

Ég pantaði frá honum þokuljós á bílinn minn.. þau komu fljótt, vel inn pökkuð og allt eins og það á að vera.

Heimasíðan hans er http://www.makotoautotrends.com

Þetta er (eins og gefur að skilja) ekki OEM BMW dót.. en þetta virkar ágætlega, sérstaklega mtt verðs.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/