bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pælingar með dekkjategundir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=45996
Page 1 of 2

Author:  gardara [ Wed 21. Jul 2010 13:10 ]
Post subject:  Pælingar með dekkjategundir

Er aðeins að skoða innflutning á dekkjum og er að skoða 2 tegundir sem ég get fengið á ágætis prís....

Dekkin sem um ræðir eru Fullrun HP199 og hin eru Nankang Ultra Sport NSII


Hafa menn einhverja reynslu eða hafa heyrt reynslusögur af þessum tegundum?

Author:  gardara [ Wed 21. Jul 2010 13:40 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

Er búinn að vera að googla aðeins og nankang virðast strekkjast mega asnalega... Svo að þau eru eginlega úr myndinni

Image

:bawl:

Author:  JOGA [ Wed 21. Jul 2010 14:03 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

Ef þú ert að leita að dekkjum sem strekkjast vel þá á Falken 512 að vera mjög gott bett.
Er með svoleiðis undir sjálfur og er mjög ánægður. Mjúk og þægileg. Solid dekk, "made in Japan" og með gott orð á sér.

Af budget dekkjum eiga federal dekkin sem BJB selja að vera góð í strekkingar æfingar. Veit ekki með overal gæði samt á þeim.

Author:  Jón Ragnar [ Wed 21. Jul 2010 14:15 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

LOL 165/50/15 á myndini, vantar það undir golfinn til að geta lækkað hann meira og speisað aðeins lengra út :lol:

Author:  gardara [ Wed 21. Jul 2010 14:37 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

JOGA wrote:
Ef þú ert að leita að dekkjum sem strekkjast vel þá á Falken 512 að vera mjög gott bett.
Er með svoleiðis undir sjálfur og er mjög ánægður. Mjúk og þægileg. Solid dekk, "made in Japan" og með gott orð á sér.

Af budget dekkjum eiga federal dekkin sem BJB selja að vera góð í strekkingar æfingar. Veit ekki með overal gæði samt á þeim.



Prófa að kíkja á federal :)

Er annars ekki að leita að neinu mega race þar sem ég nota ekki 18" felgurnar í það heldur eru þær til að krúsa á dags daglega....

Get fengið glæný 215/35/18 nankang og fullrun dekk heim að dyrum með öllum gjöldum á einhvern 60-70þ kall settið...

Nenni ekki alveg að kaupa 18" Toyo T1R dekk... 15" T1R dekkin sem ég keypti voru alveg nógu dýr :lol:

Author:  Maddi.. [ Wed 21. Jul 2010 16:38 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

Fyndið hvað dekk strekkjast mismunandi.
Er með Accelra frá Bílabúð Benna að framan og þau koma heavy vel út strekkt en afturdekkin eru ekki sömu tegundar og eru öðruvísi strekkt. Ekkert ljótt svosem, en væri alveg til í að hafa þau eins og að framan.

Author:  BirkirB [ Wed 21. Jul 2010 16:54 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

Það voru nankank ns-II undir beyern felgunum sem ég átti og þau teygðust ekki svona ljótt. 215 á 9,5" breidd ef ég man rétt.

Author:  slapi [ Wed 21. Jul 2010 18:08 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

En hefur enginn pælt í því að Stretch er með því ljótara sem hefur verið gert?

Author:  Danni [ Thu 22. Jul 2010 03:52 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

slapi wrote:
En hefur enginn pælt í því að Stretch er með því ljótara sem hefur verið gert?


Algjörlega sammála þessu!!

Author:  gardara [ Thu 22. Jul 2010 09:28 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

Rakst á eina tegundina enn sem er tiltörulega ódýr og kallast Sunny tires... Þau eru að fá ágætis review að því er virðist vera.


slapi wrote:
En hefur enginn pælt í því að Stretch er með því ljótara sem hefur verið gert?


Ef maður er með kolrangt offset á felgum, þá er ekkert annað í boði en stretch

Author:  arnibjorn [ Thu 22. Jul 2010 09:31 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

Ef að þú ert bara að leita að einhverju ódýru þá geturu chékkað á Pit Stop og athugað hvort þeir eiga þessa stærð til í Wanli.

Andrew er með þannig dekk stretchuð á Borbet A, ég man ekki hvort að þau séu eitthvað ljótari en önnur stretchuð dekk :lol:

Author:  Axel Jóhann [ Thu 22. Jul 2010 10:14 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

Það kemur bara ágætlea út hjá honum :)

Author:  slapi [ Thu 22. Jul 2010 17:39 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

gardara wrote:

slapi wrote:
En hefur enginn pælt í því að Stretch er með því ljótara sem hefur verið gert?


Ef maður er með kolrangt offset á felgum, þá er ekkert annað í boði en stretch


Afhverju á maður að vera með rangt offset á felgum???
Ef offsettið er ekki miðað við bílinn ganga felgurnar ekki á bílinn , eða er ég svona rosalega vitlaus?

Fyrst ég er byrjaður að tjá mig um hvað mér finnst ógeðslega ljótt , þá finnst mér CarbonFiber tískan ljót :pukel:



:lol: :lol: :twisted:

Author:  Maddi.. [ Thu 22. Jul 2010 17:52 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

gardara wrote:
Rakst á eina tegundina enn sem er tiltörulega ódýr og kallast Sunny tires... Þau eru að fá ágætis review að því er virðist vera.


slapi wrote:
En hefur enginn pælt í því að Stretch er með því ljótara sem hefur verið gert?


Ef maður er með kolrangt offset á felgum, þá er ekkert annað í boði en stretch


Held að ég sé með sunny að aftan. Fínt dót.

Author:  Aron Andrew [ Thu 22. Jul 2010 17:53 ]
Post subject:  Re: Pælingar með dekkjategundir

Rosalega er þessi slapi fúll gaur :lol:

En Sunny-tires er ekki málið! Jafnvel verri en Wanli

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/