bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
e39 540i - viftan fer alveg á milljón! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=45041 |
Page 1 of 1 |
Author: | geirisk8 [ Sat 29. May 2010 18:40 ] |
Post subject: | e39 540i - viftan fer alveg á milljón! |
Heyrðu kæliviftan í 540i bílnum mínum sem er 1999 módel (e39) fer stundum (frekar oft) að snúast svo sjúklega hratt að fólk heldur að ég sé að fara að fljúga. Stundum fæ ég meldinguna í mælaborðið "check coolant level" og ég tel mig hafa fyllt rétt á vatnið og tappað loftið af. Kannast einhver við þetta og hvað er til ráðs ? ps. Ég las einhverntímann á bimmerfest spjallinu að kælikerfið (coolant system) í þessum bílnum fara yfirleitt að gefa sig eftir 100.000 mílur. Bíllinn minn er keyrður 164þús - en ofhitnar samt ekki. |
Author: | slapi [ Sat 29. May 2010 21:04 ] |
Post subject: | Re: e39 540i - viftan fer alveg á milljón! |
Vertu viss um að hann sé ekki að tapa vatninu. Ef að viftan fer strax í gang við að bíll sé settur í gang jafnvel kaldur getur verið bilun í hitaskynjara á neðri kælivatnsshosunni. Hitamælirinn gefur þér voðalega litla hugmynd hvað er að gerast með hitann á vélinni í raun og veru þar engar hitasveiflur koma inn á hann. |
Author: | geirisk8 [ Sat 29. May 2010 21:44 ] |
Post subject: | Re: e39 540i - viftan fer alveg á milljón! |
Já sko til að vera nákvæmari að þá lætur bíllinn fínt að öllu leyti fyrir utan þetta. Þegar bíllinn er að hita sig upp þá er allt í góðu en það er ekki fyrr en að vélin er orðin heit þar sem viftan fer í gang. Ég er búinn að kanna þetta nokkuð vel og komst að því að þegar ég er að keyra virðist vélin ekki hitna (vegna þess að loft fer inn um grillið ?) en þegar bíllinn er kyrrstæður vill viftan fara mjög oft í gang og fer alveg á fullan snúning. Þá verður rosa mikil læti í henni! Ef skynjarinn er ekki í lagi, getur það orsakað það að viftan fer á fullt í að reyna að kæla vélina (þó að það sé kannski ekki eins nauðsynlegt og virðist) ? |
Author: | BMW_Owner [ Thu 03. Jun 2010 23:13 ] |
Post subject: | Re: e39 540i - viftan fer alveg á milljón! |
geirisk8 wrote: Já sko til að vera nákvæmari að þá lætur bíllinn fínt að öllu leyti fyrir utan þetta. Þegar bíllinn er að hita sig upp þá er allt í góðu en það er ekki fyrr en að vélin er orðin heit þar sem viftan fer í gang. Ég er búinn að kanna þetta nokkuð vel og komst að því að þegar ég er að keyra virðist vélin ekki hitna (vegna þess að loft fer inn um grillið ?) en þegar bíllinn er kyrrstæður vill viftan fara mjög oft í gang og fer alveg á fullan snúning. Þá verður rosa mikil læti í henni! Ef skynjarinn er ekki í lagi, getur það orsakað það að viftan fer á fullt í að reyna að kæla vélina (þó að það sé kannski ekki eins nauðsynlegt og virðist) ? jamm ![]() samt er þetta nú yfirleitt af "réttri" ástæðu sem hún fer í gang |
Author: | Nice1 [ Wed 09. Jun 2010 04:20 ] |
Post subject: | Re: e39 540i - viftan fer alveg á milljón! |
Auxilary Fan ætti með öllu réttu að fara í gang ef að viftukúplingin feilar... sennilega væri nóg að skipta um hana og þá heyriru þetta ekki fyrr en að hún fer næst ![]() |
Author: | geirisk8 [ Wed 09. Jun 2010 13:28 ] |
Post subject: | Re: e39 540i - viftan fer alveg á milljón! |
Ég er búinn að komast að því hvað er að. Það er smá leki alveg efst við litla tappann sem maður notar til að tappa loftinu af kælikerfinu og þar afleiðandi er ekki nóg vatn eftir nokkra daga noktun sem veldur því að rafmagnsviftan fer á fullt í að reyna að kæla (alveg óeðlilega hratt) Ég komst að þessu og gerði tilraun. Ég fyllti vatnið og tappaði burt loftið, leyfði vélinni að ganga heitri og tók eftir því að þegar viftan fór af stað þá hljómaði hún eðlilega. Ég þarf að taka boxið úr sem maður hellir vatninu í og skoða hvers vegna lekinn er, hugsanlega þarf ég að kaupa nýtt. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |