bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Pússa niður gólf https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=44648 |
Page 1 of 1 |
Author: | srr [ Fri 07. May 2010 18:37 ] |
Post subject: | Pússa niður gólf |
Sælir, Ég er kominn hálfa leið með að strípa allt gólfið í E28 533ia hjá mér. Mér finnst þetta bara skuggalega tímafrekt eitthvað. Ég er aðallega að velta fyrir mér hvernig er best og fljótlegast að pússa niður í stálið, þeas eftir að tjörumottur hafa verið fjarlægðar. Það sem ég hef verið að gera er að nota rafmagnsborvél með vírburstahjóli á til að pússa í burtu lakkið og þetta litla ryð sem er. Það sem mig langar að vita er,,,,hvort það sé til fljótlegri leið en þetta? Ég er búinn að eyða mörgum kvöldum í þetta og er rétt að verða hálfnaður með allt gólfið ![]() |
Author: | GunniT [ Fri 07. May 2010 19:08 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
Ertu að pússa þetta allt niður í stál?? |
Author: | Zed III [ Fri 07. May 2010 19:45 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
mun fljótari með vírbusta á slípirokk |
Author: | gunnar [ Fri 07. May 2010 19:55 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
Zed III wrote: mun fljótari með vírbusta á slípirokk Eða svona sandpappírsskífu líka ef yfirborðið er alveg slétt.. Ég myndi seint nenna að pússa svona niður með borvél. Nota iðulega rokk þegar ég er að hamast á svona stórum fleti. Bara muna vera með rykgrímu og gleraugu.. Búinn að láta týna einn vír úr auganu á mér.. Nenni því ekki aftur. |
Author: | srr [ Fri 07. May 2010 20:21 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
GunniT wrote: Ertu að pússa þetta allt niður í stál?? Já, ég ætla grunna og mála allt gólfið, bæði til að losna við þetta litla ryð og einnig sem forvarnir. Þetta er jú 28 ára gamall BMW ![]() |
Author: | maxel [ Sat 08. May 2010 04:24 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
Zed III wrote: mun fljótari með vírbusta á slípirokk Það titrar samt svo FÁRANLEGA mikið... liggur við að maður fái heilahristing við það |
Author: | T-bone [ Sat 08. May 2010 06:16 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
farðu í verkfærasöluna í síðumúla og biddu um flókaskífu í slípirokk. Færð held ég hvergi annars staðar svona skífu í slípirokk, en getur fengið svona í borvél t.d. í byko og húsasmiðjunni. Þú ert svona 5x fljótari að taka þetta með svona skífu. Believe you me. Ég fór að elska lífið eftir að ég keypti mér svona þegar ég var að taka allann vélarsalinn og allt gólfið í gegn hjá mér! ![]() |
Author: | Lindemann [ Sat 08. May 2010 12:35 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
menn verða samt að fara varlega í það að fara með rokkinn á þetta, forðast það að vera lengi á sama stað og hita járnið óþarflega mikið. svo er engin ástæða fyrir þig að pússa allt niður í járn. þar sem lakkið er heilt og ryðlaust undir, þá er alveg nóg að matta það niður. |
Author: | srr [ Sat 08. May 2010 13:11 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
Lindemann wrote: menn verða samt að fara varlega í það að fara með rokkinn á þetta, forðast það að vera lengi á sama stað og hita járnið óþarflega mikið. svo er engin ástæða fyrir þig að pússa allt niður í járn. þar sem lakkið er heilt og ryðlaust undir, þá er alveg nóg að matta það niður. Er það ekki nauðsynlegt ef ég vil mála allt aftur? |
Author: | T-bone [ Sat 08. May 2010 17:21 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
srr wrote: Lindemann wrote: menn verða samt að fara varlega í það að fara með rokkinn á þetta, forðast það að vera lengi á sama stað og hita járnið óþarflega mikið. svo er engin ástæða fyrir þig að pússa allt niður í járn. þar sem lakkið er heilt og ryðlaust undir, þá er alveg nóg að matta það niður. Er það ekki nauðsynlegt ef ég vil mála allt aftur? Nei það er í raun ekki nauðsynlegt. Sérstaklega ef þú ætlar að nota vinnuvélalakk eða hammeraid eða svipað lakk. það þarf ekki að grunna undir það. Ef þú ert að fara að nota venjulegt lakk þarftu hins vegar að grunna þar sem þú pússaðir niður í járn, matta svo allt og spruta svo... |
Author: | srr [ Sun 09. May 2010 04:36 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
Mig langar að nota epoxy grunn. Er það ekki alveg sterkara en allt ? ![]() |
Author: | T-bone [ Sun 09. May 2010 05:24 ] |
Post subject: | Re: Pússa niður gólf |
srr wrote: Mig langar að nota epoxy grunn. Er það ekki alveg sterkara en allt ? ![]() Það er alveg mega sterkt. Þá er líka betra að pússa allt upp. Ég hefði samt haldið að það sé algjör óþarfi að nota epoxy. Annars er ég ekki alveg nógu fróður um þetta til þess að fullyrða um það. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |