bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Leiðinlegt stefnuljós!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4438
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Sun 08. Feb 2004 22:35 ]
Post subject:  Leiðinlegt stefnuljós!

Alltaf þegar ég gef stefnuljós þá kemur öskur frá rofanum og það tekur smá tíma að byrja að blikka! Gerist bæði við hægri og vinstri stefnumerkjagjöf. Mjög pirrandi þar sem ég gef alltaf stefnuljós.
Kannast einhver við þetta, er nóg að taka rofan í sundur og hreinsa.....?

Author:  Bjarki [ Sun 08. Feb 2004 22:39 ]
Post subject: 

Líka annað.
Hefur einhver endurlóðað tengin fyrir afturrúðuhitarann á rúðuna. Þau eru bæði dottin af hjá mér og hætt að leiða á milli.
Allar línurnar í rúðunni eru í lagi og ég er búinn að mæla snúrurnar að rofanum og það er allt eins og það á að vera.
Þarf maður ekki að taka rúðuna úr?

Author:  iar [ Sun 08. Feb 2004 22:40 ]
Post subject: 

Veit ekki hvað græjan heitir á íslensku en gæti það verið þessi græja sem er biluð?

http://auto.howstuffworks.com/turn-signal2.htm

Author:  saemi [ Sun 08. Feb 2004 23:43 ]
Post subject: 

Ég myndi skjóta á dótaríið í stýrinu. Held það sé örugglega relay þar sem þú getur plöggað úr og skipt um. Grunar að relayið sé eitthvað að skríða yfir móðuna miklu!

Mig grunar að ég eigi það til ;)

Author:  Wolf [ Tue 10. Feb 2004 00:47 ]
Post subject:  .

Hvað gerist ef þú setur hazardinn á ?

Author:  Bjarki [ Sun 15. Feb 2004 21:31 ]
Post subject: 

Þetta er ennþá til vandræða :?
Búinn að prófa annað relay og þá fór allt að virka aftur og voðalega gaman. En í gærnótt þá hætti allt að virka. Einnig hafa rúðuþurrkurnar verið að stríða mér líka þ.e. hætta að virka og þær hættu einmitt að virka í gær á sama tíma og stefnuljósin. Ég stoppaði strax og prófaði annað rúðuþurrku-relay en það breytti engu.
Hazard-ljósin virka og þá tikkar stefnuljósarelay'ið mjög skemmtilega. Ég er búinn að skoða raflagnateikningar af þessu og finn ekkert sem ég gruna sterklega. Öll hjálp vel þegin áður en ég fer út með raflagnateikningar og fjölmæli. :shock:

Author:  jens [ Sun 15. Feb 2004 21:41 ]
Post subject: 

Ertu búinn að skoða öryggjaboxið, hvort eitthvað sé að gerast í straumnum að boxinu og fæðinguna niður á öryggin í boxinu.

Author:  Bjarki [ Sun 15. Feb 2004 23:54 ]
Post subject: 

jens wrote:
Ertu búinn að skoða öryggjaboxið, hvort eitthvað sé að gerast í straumnum að boxinu og fæðinguna niður á öryggin í boxinu.

Byrja á þessum mælingum á morgun. Ef einhverjum dettur eitthvað sniðugt í hug endilega að láta ljós sitt skína.
Það er nefnilega mjög slæmt að vera ekki með stefnuljós og verra að vera ekki með rúðuþurrkur!

Author:  Wolf [ Mon 16. Feb 2004 01:14 ]
Post subject:  .

Þetta virðist einskorðast við þetta blessaða reley, er sama reley fyrir stefnuljósin og rúðuþurkurnar? Er annars ekki mynd ofan á releyinu sem sýnir virkni þess, þannig að þú getir mælt hvort það sé í lagi? Það væri líka gaman að vita hvað stefnuljósin eru að draga mikinn straum, eðlilegast væri í kringum 2-3 amper, ef að straumurinn er eitthvað mikið yfir því þá getur verið að spólan eða snerturnar í releyinu höndli það mjög illa eða ekki yfir höfuð. Það sem gæti orsakað of mikla straumtöku ef vírarnir í ljósið eru tæpir (hef lent í því á E30) eða perustæðið fullt af spansgrænu. En þetta er nú bara eitt af mörgum möguleikum, það er það sem gerir lífið svo skemmtilegt :D

Author:  Bjarki [ Mon 16. Feb 2004 18:07 ]
Post subject: 

Jæja þetta er komið í lag :D
Tók ekki nema 10mín að finna þetta. Öryggið var ekki að leiða nógu vel. Afturrúðuhitarinn var líka í rugli hjá mér og ég var búinn að taka takkann úr bílnum og rífa hann í sundur og hreinsa allar snertur og setja contact treatment á þetta allt en án árangurs. Núna svínvirkar allt sem tengist rafmangi í í þessum 17 ára gamla eðalvagni :wink:

Author:  Wolf [ Wed 18. Feb 2004 01:18 ]
Post subject:  .

Eðal :D

Author:  jens [ Wed 18. Feb 2004 01:29 ]
Post subject: 

:clap: Gott. 17 ára og heldur áfram og áfram.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/