bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
DIY bólstrun/ vínyll https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=43752 |
Page 1 of 1 |
Author: | Thrullerinn [ Mon 22. Mar 2010 01:21 ] |
Post subject: | DIY bólstrun/ vínyll |
Datt í hug að pósta saumaskapnum ![]() Ég ákvað að skipta út nokkrum stykkjum af vínilnum í bílnum og það heppnaðist afskaplega vel. Hafði aldrei gert neitt í líkingu við þetta áður, en það þýðir ekkert annað en að prófa. Hér er svona "DIY" sem sýnir hvernig þetta var gert. Notaði 3M rubber contact, snilldarlím, kostar reyndar 6 þús kall líterinn(Poulsen) en einn lítir endist á talsvert svæði. Síðan fékk ég vínyl sem var nákvæmlega eins í bólstraranum á Laugarásvegi. Fyrst var að "flysja" áklæðið af ![]() Þar sem þetta var svolítið krumpað þá var eina leiðin að bleyta þetta upp og strauja.. ![]() ![]() Setta bökunarpappír báðum megin, gamalt lím og straujárn gætu orðið of góðir vinir ![]() Síðan strika út efnið í vínylinn ![]() Klippa þetta til ![]() ![]() ![]() Síðan bar ég límið á með pensli og fletti stykkin út á undirlagið. Miðjustokkur var ansi snúinn en ég ákvað að brúka hitabyssuna á vínylinn til að geta teygt hann enn frekar. Hér er t.d. miðjustokkurinn, nokkuð flawless.. ![]() Er á leið með hann í djúhreinsun.. ![]() ![]() ps. veit hreinlega ekki hvort maður skrifa vínill eða vínyll.. |
Author: | SteiniDJ [ Mon 22. Mar 2010 01:45 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
Ooh, nice. Var þetta eins auðvelt og þú lætur það líta út fyrir að vera? Væri gaman að fá betri myndir af afrekinu. ![]() |
Author: | BirkirB [ Mon 22. Mar 2010 01:59 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
hahah hvað kom eiginlega fyrir þarna í farþegasætinu? ![]() |
Author: | Alpina [ Mon 22. Mar 2010 06:28 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
Djúphreinsaðu þetta sjálfur,,, færð svona vél í Húsasmiðjunni t.d. og ef ég mætti ráða ,, notaðu tjöruhreinsi eða álíka efni til að byrja með.. semsagt spreyjaðu yfir teppin ,, og sjúgðu það upp með því að nota græjuna.. það er svona sprautustútur á ,, og svo aftur taka 2 með volgu sápuvatni |
Author: | Einarsss [ Mon 22. Mar 2010 08:21 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
þetta kemur bara þokklega vel út! ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Mon 22. Mar 2010 09:24 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
BirkirB wrote: hahah hvað kom eiginlega fyrir þarna í farþegasætinu? ![]() Já það er spurning ![]() Annars er ágætt bara að bera límið á flötin sem vínyllinn á að fara á, leggja efnið á, síðan nota þumalinn í að slétta úr og fetta efnið. Loks þegar maður er sáttur þá snúa við og bera lím á endana sem ná útfyrir, fletta þeim síðan yfir inn á "bakið". |
Author: | Zed III [ Mon 22. Mar 2010 09:35 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
glæsilegt DIY alveg. Það ættu allir að geta þetta með smá þolinmæði og lagni. |
Author: | Thrullerinn [ Mon 22. Mar 2010 10:49 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
Edit: bætti tveim myndum við sem vantaði Btw. verðið á vínylnum sjálfum var ekki nema 3800 kr. meterinn hjá bólstraranum.. |
Author: | jens [ Mon 22. Mar 2010 11:12 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
Ég er að fíla þetta hjá þér ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Mon 22. Mar 2010 11:18 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
jens wrote: Ég er að fíla þetta hjá þér ![]() Það er ekki hægt að panta "lining" á stykkin, amk. ekki hjá Porsche |
Author: | BirkirB [ Mon 22. Mar 2010 12:09 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
Er þetta nokkuð mikið öðruvísi en að nota alcantara? |
Author: | Thrullerinn [ Mon 22. Mar 2010 13:35 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
BirkirB wrote: Er þetta nokkuð mikið öðruvísi en að nota alcantara? Ekki það að ég sé einhver snilli í þessu, en ég efast um það, það er þannig áferð á því að það er hægt að "beygja" og "teygja" án þess að það hafi áhrif á lúkkið.. Spurning hvort maður þurfi að passa upp á að límið berist í gegnum alcantara, ég samt efast um að það sé vandamál. |
Author: | jens [ Mon 22. Mar 2010 13:36 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
Langar að spyrja þig þar sem þú ert búin að vera í svona pælingum, hvar sem best að fá ljógrátt leður. |
Author: | Thrullerinn [ Mon 22. Mar 2010 15:56 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
jens wrote: Langar að spyrja þig þar sem þú ert búin að vera í svona pælingum, hvar sem best að fá ljógrátt leður. Þvílíkt úrval hjá bólstraranum niður á Laugarásvegi. Síðan er fyrirtæki (heildsali) í auðbrekkunni Goddi held ég sem er að flytja inn áklæði, Auðunn bólstrari benti mér á hann, en ég fór aldrei þangað. |
Author: | apollo [ Wed 24. Mar 2010 08:31 ] |
Post subject: | Re: DIY bólstrun/ vínyll |
Thrullerinn wrote: BirkirB wrote: Er þetta nokkuð mikið öðruvísi en að nota alcantara? Ekki það að ég sé einhver snilli í þessu, en ég efast um það, það er þannig áferð á því að það er hægt að "beygja" og "teygja" án þess að það hafi áhrif á lúkkið.. Spurning hvort maður þurfi að passa upp á að límið berist í gegnum alcantara, ég samt efast um að það sé vandamál. Svona finnst þið eruð að tala um alcantara, vitiði hvar væri hægt að fá þannig ? |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |