Smá DIY um að taka drif úr E34, vona þetta einfaldi þetta fyrir einhvern. Þetta er svona 30 - 90 min eftir því hvað þú kannt mikið.
Verkfæri sem þarf eru:
1x 13mm fastur lykill
1x 19mm fastur lykill
1x Skrall(helst með löngu skapti, uppá átakið að gera)
1x 8mm 1/2" sexkant topp
1x Hjólatjakk
Byrjið á því að tjakka bílinn vel upp og setja undir hann búkka undir fremri subframe festingarnar.

Svo þarf að losa þessa 6 bolta í hvorum öxli, þetta eru 8MM sexkant, best er að nota 1/2" sexkant topp og berja hann létt inn með hamri til þess að skemma ekki hausinn á boltanum.

Svo er þessi fremsti bolti sem er best að losa eftir að öxlarnir eru orðnir lausir, gott að tjakka undir fremsta partinn á drifinu til þess að geta skrúfað hann úr með puttunum.

Svo losar maður þessa tvo, 19mm boltahausar.

Svo eru 6, 13mm stórar rær sem bolta drifskaptið við drifið, gæti líka verið að það flangs með 4 boltum, þeir boltar eru minnir mig 17mm hausar og gegnumboltað.

Og voila, drifið komið úr.
