bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tilviljanakennt rafmagnsleysi.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4325
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Mon 02. Feb 2004 14:17 ]
Post subject:  Tilviljanakennt rafmagnsleysi.

Ég lennti í því áðan að vera rafmagnslaus, þrátt fyrir að vera búin að snattast um í hádeginu og drepa og starta nokkrum sinnum.

Ég er nýbúin að herða á viftureiminni en hleðsluljósið hefur sýnt daufa skímu. Það hefur komið fyrir áður að hann fer ekki í gang en það virðist vera mjög tilviljanakennt.

Svo tók ég eftir smell í tvíter frammí þegar ég ég flautaði og slökkti aðalljósin.

Hafið þið einhverjar uppástungur með hvað gæti verið að valda þessu?

Author:  BMW 628csi [ Mon 02. Feb 2004 14:29 ]
Post subject: 

getur verið að þetta sé botnfall í geyminum?

Author:  darriat [ Mon 02. Feb 2004 15:24 ]
Post subject: 

Ég lenti í því að kolin í alternatornum voru búin og hann nánast hætti að hlaða, ljósin í mælaborðinu byrjuðu að blikka mjög dauf og útvarpið var byrjað að klikka. Svo 200 km seinna ákvað hann að hætta endanlega að hlaða og hvíla sig, þannig að ég mæli með að kíkja á kol í alternator. Er þetta ekki Bosch alternator?????????????

Author:  Dr. E31 [ Mon 02. Feb 2004 18:30 ]
Post subject: 

Ég mundi ath hleðslukerfið. Þú getur farið með bílinn uppí Lucas Verkstæði (á móti Sjónvarpsmiðstöðinni) þeir voru með alveg rosa fína græju til mælingar á hleðslukerfi fyrir nokkrum árum.

Author:  bebecar [ Mon 02. Feb 2004 22:12 ]
Post subject: 

Ég læt tékka á því á morgun - hann hefur farið í gang vandræðalaust síðan.

Author:  Tommi Camaro [ Tue 03. Feb 2004 00:45 ]
Post subject: 

altanatorinn í klikki getur leitt út

Author:  GHR [ Tue 03. Feb 2004 16:10 ]
Post subject: 

Damn núna varð minn líka rafmagnslaus :?
Er hægt að mæla hvort alternatorinn er að hlaða??
Það kom ekkert mælaborðsljós heldur dó hann bara á c.a 10mín :roll:

Síðan fékk ég hvílíkan straum þegar ég snerti boddýið :roll:

Author:  bebecar [ Tue 03. Feb 2004 16:17 ]
Post subject: 

Hvurslags - þetta hlýtur að vera ganga, eitthvað bílakvef í kuldanum.

Author:  Dr. E31 [ Tue 03. Feb 2004 16:47 ]
Post subject: 

Ahhhh, gott að vera með tvo stóra rafgeyma. \:D/

GHR wrote:
Damn núna varð minn líka rafmagnslaus :?
Er hægt að mæla hvort alternatorinn er að hlaða??
Það kom ekkert mælaborðsljós heldur dó hann bara á c.a 10mín :roll:

Síðan fékk ég hvílíkan straum þegar ég snerti boddýið :roll:


Lucas Verkstæði, Síðumúla (held ég).

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/