bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sincro í gírkössum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4251
Page 1 of 1

Author:  GHR [ Thu 29. Jan 2004 16:15 ]
Post subject:  Sincro í gírkössum

Getur eitthver frætt mig um hvaða hlutverki sincro í gírkössum þjónar?
Hvað er að gerast þegar sincro verður léleg og skrallar milli gíra? Er mikil hætta á að eyðileggja gírkassann ef þetta gerist oft?


Kveðja
Gummi

Author:  O.Johnson [ Thu 29. Jan 2004 16:47 ]
Post subject: 

Þetta kallast samhröðunarhringir á íslensku.
Mig minnir að þetta láti einhver tannhjól snúast á sama hraða áður en að þau tengjast. Eitthvað gæti skemmst ef það er alltaf verið að skralla

Author:  Moni [ Thu 29. Jan 2004 20:27 ]
Post subject: 

syncro-hjól eða bremsuhjól,,, þetta bremsar niðr tannhjólin í gírkassanum þegar maður er að skipta niður um gír, og skemmast hægt og rólega ef maður er mikið að spyrnuskipta...
Ef þau skemmast þá fer að arga í kassanum í ákveðnum gírum, þegar maður skiptir, sérstaklega í 2. og 3. gír, oft bara einum gír til að byrja með...

Author:  rutur325i [ Thu 29. Jan 2004 20:33 ]
Post subject: 

samhröðunin fer fram þannig að "innra borð" tengihólksins sem er keilulaga og oftast úr bronsblöndu og keila sem snýr út á gírhjólinu núast saman og hægir því á gírnum því bronsið er stamara efni.

það sem skiptir máli í þessu er hvernig ökumaðurinn færir til gírstöngina. Ef hann skiptir um gír mjög snöggt og með miklu átaki nær snúningshraðinn sem er ekki hinn sami á tengihólki og gírhjóli, varla að jafnast út áður en kúlurnar þrýstast inn og tennur tengihólksins ná sambandi við tennurnar á gírhjólinu.
Þess vegna tannburstar gírkassi.

vona að þetta hafi verið skiljanlegt. :roll:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/