Kveldið.
Var að skipta um ventlalokspakkningu hjá mér, sem gekk nú bara ljómandi vel, þangað til ég kom að því herða seinasta boltann (eða þetta kallast líklegast ró).
Þá vildi ekki betur til en að helvítið forhertist og brotnaði, ég heyrði að það datt einhver hluti boltans niður í vélina, svo ég dreif og losaði allt draslið.
Núna sé ég reyndar hvergi brotið, það hefur líklegast runnið undir ásinn... Ætla að prófa reyna að leita að brotinu betur á morgun með segulstáli, vona að ég þurfi ekki að losa ásinn
Mín spurning er sú hvort ég þurfi að græja einhvernveginn nýjann bolta í stað þess sem brotnaði, eða hvort þetta sleppi óhert á þessum eina stað.?
Þetta lítur allavega svona út:

Brotni gæjinn!

Brotni gæjinn aftur!

Róin (eða hvað sem þetta kallast) sem á að fara á boltann, og boltinn brotin inní.
_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.
██ 1994 BMW E36 332i sedan
██ 1991 Chevrolet Camaro Z28
██ 1982 Toyota Carina A60
██ 2005 Ford Fiesta ST
Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið
