bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Smá klúður með skipti á ventlalokspakkningu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=42417 |
Page 1 of 1 |
Author: | gardara [ Mon 18. Jan 2010 01:04 ] |
Post subject: | Smá klúður með skipti á ventlalokspakkningu |
Kveldið. Var að skipta um ventlalokspakkningu hjá mér, sem gekk nú bara ljómandi vel, þangað til ég kom að því herða seinasta boltann (eða þetta kallast líklegast ró). Þá vildi ekki betur til en að helvítið forhertist og brotnaði, ég heyrði að það datt einhver hluti boltans niður í vélina, svo ég dreif og losaði allt draslið. Núna sé ég reyndar hvergi brotið, það hefur líklegast runnið undir ásinn... Ætla að prófa reyna að leita að brotinu betur á morgun með segulstáli, vona að ég þurfi ekki að losa ásinn ![]() Mín spurning er sú hvort ég þurfi að græja einhvernveginn nýjann bolta í stað þess sem brotnaði, eða hvort þetta sleppi óhert á þessum eina stað.? Þetta lítur allavega svona út: ![]() Brotni gæjinn! ![]() Brotni gæjinn aftur! ![]() Róin (eða hvað sem þetta kallast) sem á að fara á boltann, og boltinn brotin inní. |
Author: | JonHrafn [ Mon 18. Jan 2010 07:30 ] |
Post subject: | Re: Smá klúður með skipti á ventlalokspakkningu |
![]() |
Author: | Aron Fridrik [ Mon 18. Jan 2010 09:23 ] |
Post subject: | Re: Smá klúður með skipti á ventlalokspakkningu |
þú verður að finna brotið allavegana.. ertu búinn að klemma vise-grip á brotið og reyna að snúa því út ? þú getur notað öfugugga til að ná honum úr en þá þarftu að bora í hann sem þýðir að málmsvarf mun eitthvað fara ofan í heddið.. |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 18. Jan 2010 16:58 ] |
Post subject: | Re: Smá klúður með skipti á ventlalokspakkningu |
Þarf að losa svona mikið bara til að skipta um ventlalokspakkningu?? |
Author: | gardara [ Wed 20. Jan 2010 00:13 ] |
Post subject: | Re: Smá klúður með skipti á ventlalokspakkningu |
John Rogers wrote: Þarf að losa svona mikið bara til að skipta um ventlalokspakkningu?? Jebb, ég sé allavega ekki aðra leið til þess... ![]() ![]() Annars fór ég með segul út um allt áðan og fann ekki neitt, en leit svo ofan í hjá kertinu og sá þar lítið járnbrot sem mig grunar sterklega að sé brotið sem ég heyrði detta þegar boltinn brotnaði, kemst að því á morgun þegar ég hef græjað mjóa töng eða mjórri segul til að troða þarna niður.... Annars þá er pollur af vatni ofan í hjá kertinu ![]() Reyndi að smella mynd af vatninu, tókst nú reyndar ekkert gífurlega vel... ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |