bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Innflutningur á varahlutabílum...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4178
Page 1 of 1

Author:  Djofullinn [ Sun 25. Jan 2004 14:36 ]
Post subject:  Innflutningur á varahlutabílum...

Þekkir einhver hérna hvort það sé hægt að flytja inn bíla sem varahluti?
Einhverneginn þannig að það sé ekki hægt að skrá bílinn á íslandi og þar af leiðandi ekki hægt að nota hann í neitt annað en varahluti?
Muniði tollinn á varahlutum? Var það ekki 7.5 %?

Author:  Gulag [ Sun 25. Jan 2004 15:32 ]
Post subject: 

Eina sem þarf að gera til að bíllinn komist inn sem varahlutur er að enginn hjólabúnaður má vera í bílnum,,,

skrýtnar reglur en svona er þetta, ég ætlaði nefnilega að gera hið gagnstæða, þ.e. flytja inn bíl með engum hjólabúnaði og skrá hann sem bíl, gat það ekki.... :cry:

Author:  Leikmaður [ Sun 25. Jan 2004 16:22 ]
Post subject: 

hér á árum áður þá var ótrúlegaáuðvelt að komast fram hjá þessu!!
Vinur pabba flutti inn Nýjan eclipse (minnir að það hafi verið 96-97), hann tók bæði brettin af og beyglaði húddið í tætlur!!
Með því tókst honum að flytja hann inn sem brotajárn eða einhvern andskotann....allaveganna borgaði hann fáránlega mikið minni toll :)

Author:  oskard [ Sun 25. Jan 2004 16:24 ]
Post subject: 

hann hefur væntanlega flutt hann inn með útlitsgalla þá geturu
réttlætt lægra kaupverð og þarað leiðandi verður ódýrara að
koma með hann til landsins.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/