bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fóðringaskipti... smá ráð vel þegin
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4117
Page 1 of 1

Author:  Gulag [ Wed 21. Jan 2004 20:19 ]
Post subject:  Fóðringaskipti... smá ráð vel þegin

er að fara að skipta um fóðringarnar í stóra bitanum sem drifið og allt það er fest í á E30 bíl, þ.e. fóðringarnar í endunum, verð ég að láta pressa þetta úr/í í pressu eða er hægt að setja þetta í með brutal force and ignorance?

Author:  saemi [ Wed 21. Jan 2004 21:55 ]
Post subject: 

Það er mjög erfitt að gera þetta án þess að taka bitann niður, en hægt ef maður er með pressu.

Ég hef náð að lemja fóðringarnar í í eitt skipti af 3 sem ég hef skipt um þetta. En í hin 2 þurfti ég að nota pressu :roll:

Svo ég myndi ekki stóla á force-ið

Author:  Gulag [ Wed 21. Jan 2004 23:07 ]
Post subject: 

bitinn er kominn úr, þannig að það er ekki problem,,

prófa smá force fyrst en fer þá með þetta í pressu ef sleggjan brotnar.. thx.. :)

Author:  saemi [ Wed 21. Jan 2004 23:21 ]
Post subject: 

Til að ná þeim úr, ekki nota force. Þú sagar þá í sundur, innan frá. Annars nærðu þessu aldrei úr. Svo geturðu prufað að smyrja nýju fóðringarnar og lemja þær í

Author:  Halli [ Thu 22. Jan 2004 21:46 ]
Post subject: 

ég hef bara hitað hringin í kringum fóðringuna þá hitnar gúmíið og þá er mjög auðvelt að slá fóðringarnar úr svo fengið mér dekkjafeiti sem maður smyr á kantana á dekkjum ,svo fengið mér snitt-tein og þykkar og sterkar stálskinnur og svo pressa þetta saman með því að herða saman rærnar (vonandi skilst þetta)er búin að gera þetta mjög oft :lol:

Author:  Gulag [ Sun 25. Jan 2004 14:03 ]
Post subject: 

jæja... kláraði þetta áðan, var reyndar auðveldara en ég bjóst við, notaði bara höggskrúfjárn til að komast á milli fóðringarinnar og bitans, svo bara nóg af þunnri olíu, rann úr eftir nokkur velútilátin högg, svo bara nýja í með fullt af olíu!! rann í með 5 höggum...

Author:  Stefan325i [ Mon 26. Jan 2004 12:53 ]
Post subject: 

ég notaðu glussa pressu til að ná mínum úr og í hitaði bara vel og notaði svaka 10 tonna tjakk sem var upp á vextæðinu sem ég var að vinna hjá .

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/