bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 23:34

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 
Author Message
 Post subject: Jæja
PostPosted: Tue 20. Jan 2004 17:55 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 01. Oct 2003 00:57
Posts: 260
Ég fékk spurningu í dag sem ég var ekki allveg klár á.

Hver gerir við gamla bmw? ég er að tala um 520i árgerð 84 að mér skildist rétt.

Hans vandamál var það að bílinn er í gangi í 4min eða svo, eftir það slekkur hann einfaldlega á sér.

Og svo eitt annað að hann er með 2tölvur í bílnum, og þeir í umboðinu vissu ekki að það væri til. :shock:

Svo ég ætlaði bara að leita hjálpar fyrir hans hönd því að sjálfsögðu verður maðurinn að fá bimman í lag :twisted:

Kveðja,
Ingi Jensson.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 20. Jan 2004 19:14 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Það eru mjög fáir núorðið sem þekkja þessa bíla. TB eru eiginlega ekkert inni í þessu.

Hann Högni heitinn var helst til í að kíkja á þetta, en nú orðið er ég ekki viss um hvert á að leita :?

Varðandi þennan bíl, þá er nú mer 1,2 og 3 að fá að vita hvort það er L eða K-jetronic innspýting í bílnum. Þegar það er komið á hreint, þá er hægt að halda áfram með bilanagreininguna.

K-jetronic 520i bíll er 125hö.

L-jetronic lýtur svona út:
Image

og ég held að hún sé 129hö.

Hvaða 2 tölvur ert þú að tala um í bílnum?

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 13:52 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Það er K-Jetronic í gamla E21 323i bílnum sem ég átti. Fór með hann í TB (eftir að hafa farið með hann í stillingu á amk 2 öðrum verkstæðum, og alltaf var hann jafn vanstilltur) og Hafþór reddaði þessu á "no time". Sagðist hafa lært sérstaklega að stilla þessar innspýtingar úti í DK eða DE.

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 14:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Það er rétt, Hafþór er snillingur í K-jetronic. Held að hann og Bjarki í B&L hafir örugglega lært saman í þessu Bosch dæmi.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 15:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Bara af forvitni hvað stillir maður í K-jetronic innspýtingarkerfum?

Til hliðar:
Fór eitt sinn þegar ég var ungur og óreyndur með bílinn minn til Högna 318i e30 '89, fannst hann eyða svo miklu, og lét "stilla" hann. Ekkert mál þeir "stilltu" hann fyrir mig og skrifuðu á reikning "athugað með stillingu". Þetta var bíll með Motronic innspýtingu og eyðslan minnkaði ekkert. Þeir skiptu náttúrlega bara um loftsíu, olíusíu, bensínsíu, kerti og mældu kertaþræðina. Þetta var eitthvað sem ég hélt að væri bara eðlilegt í viðhaldi bíla að stilla þá enda heyrði maður oft um þetta en þá var náttúrlega verið að tala um blöndungsbíla.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 15:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Bjarki wrote:
Bara af forvitni hvað stillir maður í K-jetronic innspýtingarkerfum?

Er ekki alveg viss. En þessu er nú stýrt af vacumi aðallega. Þannig að það er nú kannski fyrst og fremst að ath. hvort allt virki eins og það á að gera (rofar og skynjarar) og að kerfið leki hvergi.

Svo náttúrulega rétt loft/bensín blanda :roll:

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 15:49 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Úff, það er svolítið mál þetta með K-jetronicið.

Það er upphitunar-gangráður í honum, flókinn, svo er loftflæðispjald sem stjórnar bensínmagninu, það þarf að vera rétt stillt. Svo eru skrúfur sem eru bæði fyrir hægagang og mixtúru ef ég man rétt. Það er bara svo langt síðan ég var að brasa í þessu. Virkar vel meðan það er í lagi, en eyðslan alltaf frekar mikil að mínu mati.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 15:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Já K-Jetronic var líka mjög dýrt á sínum tíma. Aðeins notað í BMW, Benz, Porsche, Saab og Volvo. Og eitthvað aðeins í Ford, Sierra XR4 minnir mig!

Ég er ekki sammála með eyðsluna, allavegana fannst mér gamli hvíti eyða mjög litlu miðað við aldur og fyrri störf. 12 innanbæjar og niður í 8 í langkeyrslu!

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 16:15 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hann fer mest í 14 í snjó, slædi og skítafærð. Er með svona 12-13 að jafnaði hjá mér, bara ágætlega sáttur miðað við A-Benz sem ég var með um jólin og eyddi 12.7 innanbæjar!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 17:05 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Já, ég verð að játa að það er ágætt. En þegar ég var á 520i þá var hann að eyða svipuðu eða meira.

Enda þegar maður skoðar eyðslutölur milli 2.0 og 2.3 vélanna, þá er 2.3 vélin að eyða minna.. allavega í bæjarakstri! Var bara að fletta þessu upp núna :shock:

Þannig að bíllinn þinn Ingvar, hann er alveg smack á þessu, eyðir alveg eins og hann gerði þegar hann kom úr mallanum á BMW mömmu.

12.8 L/100km segir bókin :wink:

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 19:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Magnað að þetta haldist svona. :shock:

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 19:31 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Það segir bara að bíllinn er í toppstandi. :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jan 2004 20:32 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. May 2003 21:06
Posts: 2028
Location: Reykjavík
en varðandi viðgerðir á gömlum BMW-bílum þá er einn gaur sem heitir Matthías sem er að vinna á verkstæði á Skemmuvegi. Ég held að hann sé mjög fær.

Ég man ekki hvað verkstæðið heitir en númerið þar er: 557-1214

hann stillti gamla ix-inn minn og hafði nú reyndar orð á því að þessi vél ætti nú heldur betur eftir að snúast.. ca.2mán áður en ég seld´ann :?

_________________
BMW 520d E61


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 13 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group