bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bíllinn byrjaði að hiksta og drap svo á sér... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=4041 |
Page 1 of 3 |
Author: | Beorn [ Thu 15. Jan 2004 17:43 ] |
Post subject: | Bíllinn byrjaði að hiksta og drap svo á sér... |
Ég var að keyra á Breiðholtsbrautinni áðan og þá fór bíllinn (518, e-34, 1991) allt í einu að hiksta og drap svo loks á sér, lýsir sér eins og þegar bíllinn er að verða bensínlaus, en samt er nóg bensín á tankinum. Það er rafmagn á bílnum og ef ég reyni að starta, þá næ ég að kveikja á bílnum og hann hikstar og drepur strax sér. Ég lét svo draga mig heim og þar er bíllinn núna, öll góð ráð þegin, veit ekkert hvað þetta getur verið. |
Author: | Moni [ Thu 15. Jan 2004 17:45 ] |
Post subject: | |
Þetta getur verið sífluð bensínsía eða léleg kerti, það er svona það fyrsta sem mér dettur í hug... |
Author: | Beorn [ Thu 15. Jan 2004 17:53 ] |
Post subject: | |
ok kertin kosta væntanlega um 10.000 og ekkert vandamál að skipta um, en er vesen að skipta um bensínsíu og hvað kostar það c.a.? |
Author: | Logi [ Thu 15. Jan 2004 18:04 ] |
Post subject: | |
Kertin eru alveg örugglega ekki svo dýr! Þau ættu að kosta max 500 kr. stk. Nema þú viljir eitthvað UBER! |
Author: | Moni [ Thu 15. Jan 2004 18:06 ] |
Post subject: | |
'Eg veit ekki með bensín síuna, getur ekki verið það dýrt... En ertu viss um að kertin séu svona dýr, ertu að kaupa einhver spes kerti??? 'Eg kaupi allavega ekki kerti á 2500 stykkið, kannski er ég bara að kaupa eitthvað drasl, en hver veit ![]() |
Author: | Beorn [ Thu 15. Jan 2004 18:11 ] |
Post subject: | |
nei ég sagði nú bara svona, með því að segja að þau kostuðu 10.000 meinti ég að þau kosta slikk |
Author: | Moni [ Thu 15. Jan 2004 18:12 ] |
Post subject: | |
já það hljómar betur, ég kaupi kerti sem kosta rétt undir 1000 kallinum stykkið |
Author: | Just [ Thu 15. Jan 2004 18:15 ] |
Post subject: | |
Þetta nákvæmlega sama gerðist hjá mér fyrir alls ekki löngu og það kom í ljós að bensínsían var stífluð, djöfull var ég feginn!! ![]() |
Author: | Moni [ Thu 15. Jan 2004 18:38 ] |
Post subject: | |
já ég mundi athuga bensínsíuna, það er sennilega húna þar sem þetta er ekki blöndungsbíll með stíflaðan blöndung... |
Author: | Beorn [ Thu 15. Jan 2004 21:22 ] |
Post subject: | |
ok þakka ykkur fyrir þetta, ég læt líta á þetta á morgun |
Author: | Prawler [ Fri 16. Jan 2004 00:17 ] |
Post subject: | |
Sæll Ég lenti í samskonar vanda með bílinn minn sem er 518 árg.90 Bendi þér á að skoða þráðinn "518I gangvandamál" Ætla ekki að hræða þig en málið með bílinn minn var það að kassi undir tölvuna var ekki nógu þéttur og það lak vatn þar inn og komst inn á tölvuna og eyðilagði hana. Fékk nýja tölvu notaða á 15.þ Annars getur þetta líka verið "Idle valve regulator" það er lítið stykki sem tengist við soggreinina (held ég) og ekkert mál að taka hann af og það þarf stundum að hreinsa hann. getur verið fullur af sóti og skít. það voru kominn upp einhver gangvandamál í greyjinu um daginn og ég tók þetta dót úr og þreif það með eyrnapinna og WD40 ![]() Vona að þetta sé ekki alvarlegt |
Author: | Beorn [ Fri 16. Jan 2004 17:07 ] |
Post subject: | |
já það er greinilega ýmislegt sem getur verið að, svo er verið að segja mér að þetta geti verið bensíndælan, en þeir á smurstöðinni klúðruðu þessu og geta ekkert gert (skipta um bensínsíu) fyrr en á mánudaginn, en ef það er einhver hérna til í að kíkja á bílinn má hann endilega hafa samband í síma 695-1432 |
Author: | iar [ Fri 16. Jan 2004 17:23 ] |
Post subject: | |
Minn gamli (E36 316i '92) lenti í svipuðu og það var einmitt bensíndælan. ![]() |
Author: | Beorn [ Fri 16. Jan 2004 18:40 ] |
Post subject: | |
hvar léstu laga þetta með dæluna og hvað kostaði það? |
Author: | Bjarki [ Fri 16. Jan 2004 18:47 ] |
Post subject: | |
Tengdu bensíndæluna í 12v og sjáðu hvort hún dæli með því að taka eitthvað rör úr sambandi framí vél, bensínrör að sjálfsögðu og rör sem kemur frá tanknum. Ef það kemur bensín fram að vél þá ætti sían og dælan að vera í lagi. Ef þú heyrir í bensíndælunni en ekkert bensín kemur fram þá gæti sían verið stífluð. Svo gæti bensíndælu relay'ið verið eitthvað að klikka. Það á ekki að vera efitt að skipta um bensínsíu í e34! Taka öryggið fyrir bensíndæluna úr sambandi og láta bílinn drepa á sér vegna bensínleysis. Gert til að fá sem minnst bensín út um allt. Á ekki við í þínu tilfelli þar sem bíllinn fer ekki í gang. Svo er hún þarna undir bílnum aftarlega farþega megin, að ég held! Athugaðu hvort kertin séu að gefa neista, prófaðu alla þræðina. Ef svo er þá er kveikjan og háspennukeflið í lagi. Ólíklega einhver kaldræsibúnaður sé bilaður ef þetta gerðist í akstri. Eftir margar tilraunir til að starta bílnum getur þurft að hlaða rafgeyminn. Kerti eru ekki dýr t.d. m.v. útselda vinnu á verkstæði! Að lokum væri gott að prófa annan tölvuheila, en það getur reynst erfitt ef maður þekkir engann sem á eins bíl. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |