bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vpower
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=39927
Page 1 of 2

Author:  tomeh [ Sat 19. Sep 2009 14:24 ]
Post subject:  Vpower

Veit einhver hvort það sé í lagi að seta Vpower á e38 740? :oops:
því það tendur í bensínlokinu 95-98 eða skiptir það engu máli?

Author:  Ingvarinn [ Sat 19. Sep 2009 19:21 ]
Post subject:  Re: Vpower

tomeh wrote:
Veit einhver hvort það sé í lagi að seta Vpower á e38 740? :oops:
því það tendur í bensínlokinu 95-98 eða skiptir það engu máli?

Skiptir ekki neinu máli bara á meðan þú setur ekki Díesel á hann en hvaða bensín sem er selt í smásölu geturðu notað

Author:  Jón Ragnar [ Sat 19. Sep 2009 19:22 ]
Post subject:  Re: Vpower

Græðir ekkert á Vpower á svona bíl :)

Author:  kalli* [ Sat 19. Sep 2009 20:23 ]
Post subject:  Re: Vpower

V-Power er bensínið þarna sem Shell selur er það ekki ? Er það eitthvað öðruvísi 95-98 bensíninu ?

Author:  garnett91 [ Sat 19. Sep 2009 21:02 ]
Post subject:  Re: Vpower

kalli* wrote:
V-Power er bensínið þarna sem Shell selur er það ekki ? Er það eitthvað öðruvísi 95-98 bensíninu ?

Ja v-power er 99 oktan og a ad smyrja velina betur veit samt ekki hvort thad se eitthvad til i thvi.

Author:  JonFreyr [ Sun 20. Sep 2009 17:49 ]
Post subject:  Re: Vpower

Mæli med tví ad googla "octane"....jafnvel googla "octane wiki". Býdur upp á ótrúlega mikinn fródleik.

Author:  SteiniDJ [ Sun 20. Sep 2009 18:23 ]
Post subject:  Re: Vpower

John Rogers wrote:
Græðir ekkert á Vpower á svona bíl :)


Ég setti V-Power og Redex á minn. Kannski er þetta bara hið náttúrulega placebo effect, en jafnvel í dag þegar það er 95 okt. á honum þá finnst mér hann vinna betur. Er ekki að tala um neinn afskaplegan mun, engin auka hestöfl, bara eins og hann sé fljótari að taka við sér á lágum snúning.

Mjög næs.

Author:  tomeh [ Sun 20. Sep 2009 18:31 ]
Post subject:  Re: Vpower

Þannig að það er voða lítill tilgangur að láta Vpower á bílinn?

Author:  SteiniDJ [ Sun 20. Sep 2009 18:36 ]
Post subject:  Re: Vpower

tomeh wrote:
Þannig að það er voða lítill tilgangur að láta Vpower á bílinn?


Þú getur prófað það, það drepur engann.

Það var ÓTRÚLEGUR munur á sexunni okkar eftir að við settum V power á hana. Pottþétt ekkert placebo effect þar í gangi.

Author:  tomeh [ Sun 20. Sep 2009 18:45 ]
Post subject:  Re: Vpower

SteiniDJ wrote:
tomeh wrote:
Þannig að það er voða lítill tilgangur að láta Vpower á bílinn?


Þú getur prófað það, það drepur engann.

Það var ÓTRÚLEGUR munur á sexunni okkar eftir að við settum V power á hana. Pottþétt ekkert placebo effect þar í gangi.


Já okei hverskonar munur þá?, en jú ætli maður prófi það ekki :)

Author:  SteiniDJ [ Sun 20. Sep 2009 18:55 ]
Post subject:  Re: Vpower

tomeh wrote:
SteiniDJ wrote:
tomeh wrote:
Þannig að það er voða lítill tilgangur að láta Vpower á bílinn?


Þú getur prófað það, það drepur engann.

Það var ÓTRÚLEGUR munur á sexunni okkar eftir að við settum V power á hana. Pottþétt ekkert placebo effect þar í gangi.


Já okei hverskonar munur þá?, en jú ætli maður prófi það ekki :)


Bílinn gekk bara mikið betur.

Author:  sh4rk [ Sun 20. Sep 2009 19:31 ]
Post subject:  Re: Vpower

Steini vélin í 6uni hjá ykkur er með 10 í þjöppu og mig minnir eitthvað að það væri mlt með 98okt bensíni á hana, var á einhveju blaði sem ég fékk með varahlutunum þegar ég tók upp vélina í 728i bimmanum mínum

Author:  Aron Fridrik [ Wed 23. Sep 2009 21:59 ]
Post subject:  Re: Vpower

mín er 10.5 í þjöppu og ég nota alltaf 95 oktana :)

Author:  finnbogi [ Fri 25. Sep 2009 09:32 ]
Post subject:  Re: Vpower

færð 200hp við að rönna Vpower

Author:  KjartaanTuurbo [ Sun 27. Sep 2009 13:05 ]
Post subject:  Re: Vpower

mjöög góð grein hérna sem var sett inn á l2c fyrir löngu af félaga mínum

Þegar ég heyrði fyrst um þetta V-power bensín, þá verð ég að viðurkenna að ég hafði ekki miklar vonir, né hafði ég það í hyggju að prufa þetta 99+ v-power bensín.

En annað kom á daginn, eins og alvöru hondustrákur á ég sjaldan pening, en ég eignaðist pening einn daginn og ákvað að testa þetta bara og skellti 3000kr á bílinn, sá að það munaði nu ekki nema sirka 3-4 litrum á því og 95. Ég vissi nú að það myndi ekki finnast neinn afburðarmunur á N/A bíl, veit að það á að finnast munur á turbo bíl, og ég hefði ekki lítinn áhuga á að finna þann mun eitthvern daginn. Allavega svo ég fari aftur að sögunni þar sem ég var nýbuinn að dæla 3000kr á bílinn hjá shell við smáralind, ég keyri af stað, og er ekkert að spá í neinu, svo eftir svona 20 min prufa ég að gefa inn, jú finn ekki neinn marktækann mun en fannst þetta samt skipta eitthverju, veit ekki hvað það var, bara "eitthvað".


Ég sá þó fljótlega að bensínmælirinn fauk ekki allveg jafn fljótt niður og venjulega, á 24 lítrum keyrði ég 280 kílómetra, og ég var ansi duglegur á bensíngjöfinni, enda var ég að kíkja á eyðslumun, mun á krafti og svona, ekki það að ég hafi búist við kraftmun =). Á 24 lítrum af 95 ef ég mest komust i kringum 210km við svona keyrslu.


Svo núna fyrir bíladaga fyllti ég bílinn af þessu frábæra bensíni frá shell og þegar ég var kominn á akureyri var hann réttsvo minna en hálfur, og ég var að sjálfsögðu frekar ánægður með það, því það kostaði mig 4750kr að fylla hann, sirka 133kr literinn. Þannig að mér fannst þetta ekki voða dýr rúntur.
En hinsvegar á leiðinni heim stoppaði ég á orkunni hjá HK á akureyri, tók 95okt, og þegar ég var kominn rétt hjá borgarnesi var mælirinn farinn að síga aaansi neðarlega ;/ samt viðurkenni ég nú að ég hafi keyrt greiðar á leið til ak en til baka! og ég þurfti að setja meira bensín á bílinn á borgarnesi.



Niðurstaða Núna tek ég nánast í öllum tilfellum v-power, því mér finnst það fara betur með veskið mitt og bílinn, mæli án efa sterklega með því að allir gefi þessu séns sem ekki hafa gert hingað til!



-Sigurvin E. Jensson

Heimildir:
http://live2cruize.com/spjall/showthread.php?t=27615

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/