Það er nú erfitt að segja þér hvort að það taki því að fara með hvaða bíl sem er í dyno test, en ef þú hefur áhuga á því að vita hvernig vélin þín er að vinna þá er það einmitt það sem dyno test snýst um.
Dyno test getur verið skemmtilegt vegna a.m.k. þriggja ástæðna.
1) Fara með ótjúnaðan bíl, og sjá hvort að hann sé að skila sama afli og hann er gefinn upp orginal.
2) Fara með gamlan bíl, og sjá hvort að hann sé enn að skila jafn miklu og hann gerði þegar hann var nýr.
3) Fara með bíl fyrir og eftir breytingar til þess að sjá (og stilla) hvernig breytingarnar skila sér.
Það sem Dyno Test skilar til þín er nákvæmt línurit með snúninga á X-ás og afl á Y-ás.
Dyno Chartið (útkoman þín) sýnir þér þannig nákvæmlega hversu mörg hestöfl bíllinn þinn skilar á hverjum snúning, og einnig hversu mikið hann togar (newtonmetrar).
Sum Dyno Test sýna líka mixtúru inni á þessu grafi, þ.e.a.s. í hvaða hlutfalli loft og bensín eru að koma inn á vélina á hverjum snúning.
Ég held þó ekki að það sé svoleiðis hér (a.m.k. hef ég ekki séð það).
