bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

frosin bílstjórahurð á e-34
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3837
Page 1 of 1

Author:  Beorn [ Sun 28. Dec 2003 15:36 ]
Post subject:  frosin bílstjórahurð á e-34

það er búið að vera vesen á bílstjórahurðinni hjá mér á e-34, get opnað með lyklinum og farið inn í bílinn, en hurðin skellist ekki aftur fyrr en bíllinn er búinn að hitna nokkuð vel, er búinn að prófa að jagast á hurðafalsinu en ekkert virðist virka annað en að láta bílinn bara hitna, er einhver sem veit hvernig er hægt að laga þetta? t.d. bera eitthvað á hurðina?

Author:  Ozeki [ Sun 28. Dec 2003 20:43 ]
Post subject: 

Fáðu'ér brúsa af WD40 með svona plaströri á tappanum. Rektu svo rörið inn í læsunguna og úðaðu svolítið vel í hana. Einnig prófa að loka læsingunni (halda henni lokaðri með fingri eða skrúfjárni) með hurðina opna og smyrja vel - þurka af drullu - tektíl eða feiti sem fyrir væri.

Ég lenti í þessu sama með eina hurð á mínum, og með þessu hvarf vandamálið eins og dögg fyrir sólu. Sennilega bara þornaður tektíll, fitudrulla og héla sem leggst á eitt og læsingin stendur opin í frosti - hurðin lokast þá ekki.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/