bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Ofhitnar https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3804 |
Page 1 of 1 |
Author: | Jökull [ Mon 22. Dec 2003 22:43 ] |
Post subject: | Ofhitnar |
Ég er búinn að setja nýjan vatnslás og 2 ára vatnskassa en hann ríkur samt upp hitinn ![]() |
Author: | gstuning [ Mon 22. Dec 2003 23:13 ] |
Post subject: | |
Líklega dæla þá, er beltið á dælunni ?? |
Author: | saemi [ Tue 23. Dec 2003 00:43 ] |
Post subject: | |
Það gæti verið loft á vatnskerfinu eða sprungið hedd eða...... Ekki hægt að segja nema fá fleiri upplýsingar |
Author: | Jökull [ Tue 23. Dec 2003 11:50 ] |
Post subject: | |
þetta er m40 b18vél og beltið er á dælunni og hann sogar vel í gegnum kassann og það er ný heddpakkning og flestar aðrar pakkningar eru nýjar og ég er líka búinn að tappa loftinu af ![]() |
Author: | saemi [ Tue 23. Dec 2003 12:05 ] |
Post subject: | |
Jökull wrote: ég er líka búinn að tappa loftinu af
![]() Þú segir að þú hafir tappað loftinu af. Settirðu vatnið á bílinn eftir leiðbeiningum eða bara fylltir í gegnum vatnskassan? Það er oft ekki nóg að hella bara vatninu inn í gegnum vatnskassan. Sem dæmi á E28, þá þarf að aftengja hosuna sem fer inn á miðstöðina, aftengja hosuna sem fer úr vatnskassanum og inn á vatnslásinn og hella þar inn. Bíða svo þangað til það lekur út af blokkinni úr hinni hosunni. Tengja svo og halda svo áfram með vatnskassan. Ef þetta er ekki gert er hægt að blæða kerfið endalaust og ekkert gengur! Hvað er með heddið, þú segir að það sé ný heddpakkning? Var heddið þrýstiprófað áður en það var sett á? Af hverju fór heddpakkningin, ofhitnaði bíllinn? Ef það gerist, þá er alltaf hætta á að heddið springi, BMW er frekar miskunarlaus varðandi þetta því miður. Þegar bíllinn er í gangi og þú tekur lokið af vatnskassanum (forðabúrinu), passaðu að gera þetta ekki þegar bíllinn er heitur til að slasa þig ekki á sjóðheitu vatni. Koma þá loftbólur upp í vatninu??? Ef svo er, þá bendir allt á hedd/heddpakkningu. |
Author: | Jökull [ Thu 25. Dec 2003 14:32 ] |
Post subject: | |
Ég attla að prufa þetta .En heddpakkningin fór ekki ég skifti um hana í leiðinni þegar ég skipti um blokk,því það vantaði stimpilhring á einn stimpilinn þannig að einn strokkurinn var soldið mikið slitinn,svo var sveifarásinn búinn og stimpilstöng því að legurnar voru allveg búnar.Fékk sannsagt aðra blokk og allt með henni (sveifarás og stimlana) og setti gamla heddið á hana það var reyndar ekki þrístiprófað en það var mjög góður bifvélavirki sem athugaði allt vel og setti samann ![]() |
Author: | saemi [ Thu 25. Dec 2003 14:46 ] |
Post subject: | |
Ok. Ég myndi leita að leiðbeiningum um áfyllingu vatns á þennan bíl. Þetta sem ég skrifaði er ekki 100% víst að gildi fyrir þennan bíl. Gangi þér vel. |
Author: | Jökull [ Thu 25. Dec 2003 15:11 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir svörin ![]() ![]() ![]() |
Author: | Jökull [ Sat 27. Dec 2003 16:07 ] |
Post subject: | |
Loksins loksins þetta reddaðist,núna gengur bíllinn eins og kettlingur,það þurfti bara að hella vatni í slönguna hjá miðstöðvarmótornum eins og hann sæmi sagði núna fer ég að geta komið honum út ![]() |
Author: | saemi [ Sat 27. Dec 2003 18:48 ] |
Post subject: | |
![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |