Jökull wrote:
ég er líka búinn að tappa loftinu af

þannig að þetta hlítur að vera dælan
Þú segir að þú hafir tappað loftinu af. Settirðu vatnið á bílinn eftir leiðbeiningum eða bara fylltir í gegnum vatnskassan? Það er oft ekki nóg að hella bara vatninu inn í gegnum vatnskassan.
Sem dæmi á E28, þá þarf að aftengja hosuna sem fer inn á miðstöðina, aftengja hosuna sem fer úr vatnskassanum og inn á vatnslásinn og hella þar inn. Bíða svo þangað til það lekur út af blokkinni úr hinni hosunni. Tengja svo og halda svo áfram með vatnskassan. Ef þetta er ekki gert er hægt að blæða kerfið endalaust og ekkert gengur!
Hvað er með heddið, þú segir að það sé ný heddpakkning? Var heddið þrýstiprófað áður en það var sett á? Af hverju fór heddpakkningin, ofhitnaði bíllinn? Ef það gerist, þá er alltaf hætta á að heddið springi, BMW er frekar miskunarlaus varðandi þetta því miður.
Þegar bíllinn er í gangi og þú tekur lokið af vatnskassanum (forðabúrinu), passaðu að gera þetta ekki þegar bíllinn er heitur til að slasa þig ekki á sjóðheitu vatni. Koma þá loftbólur upp í vatninu??? Ef svo er, þá bendir allt á hedd/heddpakkningu.