bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bensín á diesel X5 upplýsingar óskast!!! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=37897 |
Page 1 of 1 |
Author: | Saxi [ Tue 09. Jun 2009 22:36 ] |
Post subject: | Bensín á diesel X5 upplýsingar óskast!!! |
Fór fullur tankur af bensíni á 3.0 Diesel X5. Spurningin er hvernig hægt er að dæla þessu af. Erum búnir að ná 60 lítrum beint af tankinum en ca 33 eftir. Okkur var sagt að það væri hægt að tengja framhjá hráolíudælu rely-inu þannig að dælan færi í gang og dældi þessu sjálf af sér. Væri rosalega gott að fá eitthvað vitrænt input í þetta sem fyrst ![]() kv. Egill |
Author: | O.Johnson [ Wed 10. Jun 2009 01:33 ] |
Post subject: | Re: Bensín á diesel X5 upplýsingar óskast!!! |
Það er ekki gott fyrir dæluna að fá bensín inn á sig, það er enginn smurningur í bensíni. Frekar að fá bensíndælu og tengja við fæðilínuna fyrir hráolíudæluna og dæla þannig upp úr tanknum. |
Author: | slapi [ Wed 10. Jun 2009 09:49 ] |
Post subject: | Re: Bensín á diesel X5 upplýsingar óskast!!! |
Síðan er nátturulega hægt að komast ofaní tankinn undir aftursætunum, þá ertu alveg öruggur að allt fari af. Mæli með að blása úr lögnunum fram og setja nýja hráolíusíu. |
Author: | Saxi [ Wed 10. Jun 2009 14:06 ] |
Post subject: | Re: Bensín á diesel X5 upplýsingar óskast!!! |
slapi wrote: Síðan er nátturulega hægt að komast ofaní tankinn undir aftursætunum, þá ertu alveg öruggur að allt fari af. Mæli með að blása úr lögnunum fram og setja nýja hráolíusíu. Fór í þetta í morgun, ótrúlega lítið mál með fínni dælu sem ég fékk lánaða framan á borvél. Ný sía, allar lagnir blásnar út og diesel dælt í gegn. Settir 95,7 lítrar af olíunni dýru á hann og sett í gang. Allt virðist eðlilegt, enginn reykur og fínn gangur. kv. Egill |
Author: | dabbiso0 [ Wed 10. Jun 2009 22:10 ] |
Post subject: | Re: Bensín á diesel X5 upplýsingar óskast!!! |
VEL GERT, vandinn leystur eins og hjá séntílmönnum |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |