bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Varahlutir í BMW frá Þýskalandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=37791
Page 1 of 1

Author:  dreamspy [ Fri 05. Jun 2009 10:50 ]
Post subject:  Varahlutir í BMW frá Þýskalandi

Daginn

Ég er með eitt stykki BMW 525ix '94 árgerð og vantar báða framdemparana í hann. Ég var að spá í að reyna redda mér þessu notuðu að utan. Ég er með mann í Þýskalandi sem getur keypt þetta fyrir mig, hann býr rétt hjá Frankfurt.

Vitið þið nokkuð hvernig best væri að bera sig að í því að leita uppi svona varahluti? Veit einhver um partasölur í Þýskalandi sem gætu verið með þetta? Dempararnir meiga alveg vera notaðir mín vegna.

Mér er sagt annars að framdempararnir í þessum BMW séu alveg spes, og finnist ekki í neinum öðrum BMW, svo það gæti verið smá vesen að redda þessu.

Ég fletti bílnum upp á bmwfans.info og sýnist að þetta sé dempararnir: bmwfans.info

Myndi samt ekki hengja mig uppá það, þekki þennann bransa lítið. Uppsett verð þar er 231 evra, sem er ekki svo dýrt. Ég býst við að þetta sé verðið útúr umboði.

Allar ábendingar velkomnar :)

kv
Frímann

Author:  saemi [ Fri 05. Jun 2009 10:59 ]
Post subject:  Re: Varahlutir í BMW frá Þýskalandi

Þetta eru alveg réttar pælingar hjá þér.

Ég hef verið að skoða þetta sama, er með svona bíl. Ég myndi kaupa nýtt ef ég væri á annað borð að kaupa dempara fyrir meira en einhverjar 100 EUR, sem væri max það sem ég myndi splæsa í notað.

Þetta er bara dýrt, því miður!

Author:  dreamspy [ Fri 05. Jun 2009 11:37 ]
Post subject:  Re: Varahlutir í BMW frá Þýskalandi

Já það er sennielga rétt hjá þér þetta með að kaupa nýtt. Eitt sem ég var líka að spá. Er einhver séns að vita hversu gamall dempari er, ef hann myndi finna þetta einhversstaðar notað?

kv
Frímann

Author:  JonHrafn [ Fri 05. Jun 2009 12:09 ]
Post subject:  Re: Varahlutir í BMW frá Þýskalandi

Vá þetta er dýrt :shock:

Author:  slapi [ Fri 05. Jun 2009 20:39 ]
Post subject:  Re: Varahlutir í BMW frá Þýskalandi

Félagi minn var í sömu vandræðum og þú og það fannst ekkert nema OEM í þetta.
Sorry.

Author:  dreamspy [ Fri 05. Jun 2009 21:22 ]
Post subject:  Re: Varahlutir í BMW frá Þýskalandi

Ég skil, en þó mun betra að fá þetta að utan en hérna heima.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/