bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
pakkning í bremsudælu E34 520 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=37754 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bjarkih [ Wed 03. Jun 2009 22:18 ] |
Post subject: | pakkning í bremsudælu E34 520 |
Það lekur s.s. meðfram stimplinum hjá mér þannig að ég þarf að finna pakningar á morgun. Er eitthvað mál að skipta um þetta og er eitthvað sem ber að varast? BTW pakningin er ansi föst í dæluhúsinu, er eitthvað "trikk" við þetta? ![]() ![]() |
Author: | Alpina [ Wed 03. Jun 2009 22:23 ] |
Post subject: | Re: pakkning í bremsudælu E34 520 |
Þetta er ,,, stundum ,, bras Þarft að taka dæluna úr ,, upp á borð,, stimpilinn úr,, og svo pakkninguna og þéttínguna,, stimpillinn er eflaust ryðgaður osfrv,, Gott er að blása stimpilinn úr,, en settu eitthvað fyrir svo að hann fara ekki alveg úr með látum,, þegar þetta er sett í,, er hringurinn settur i raufina ,,inn í dælunni,, svo er gúmmi þéttingin sett á dæluna ,, en áður verðurðu að búin að smokra henni yfir stimpilinn og svo bleytirðu þetta með bremsuvökva (( eilítið )) svo þarftu að vera nettur og ýta stimplinum inn ... info 6962021 |
Author: | crashed [ Thu 04. Jun 2009 00:00 ] |
Post subject: | Re: pakkning í bremsudælu E34 520 |
eins og ég gerði þetta á mínum gamla E36 þá reif ég dæluna úr og bremsuklosana úr henni og notaði bremsuna til að smokra henni útt semsagt afteingdi hana ekki frá bremsukerfinu bara stíga rólega á pedalann og það virkaði fínt þú nátúrulega notar tíman og skyftir um allan bremsuvökva á bílnum í leiðini |
Author: | Axel Jóhann [ Thu 04. Jun 2009 12:18 ] |
Post subject: | Re: pakkning í bremsudælu E34 520 |
Þetta er smá dund en ekkert mál þannig séð. Uppgerðarsett færðu í N1 og kostar alls ekki mikið. 440-1000 Þeir eiga líka til nýja stimpla á spottprís. Til að ýta stimplinum úr þá geturðu skrúfað endann af koppafeitissprautu og skrúfað hann ofaní þar sem bremsurörið kemur inní dæluna. |
Author: | Bjarkih [ Thu 04. Jun 2009 16:20 ] |
Post subject: | Re: pakkning í bremsudælu E34 520 |
Stimpillinn er nú þegar kominn úr, pakningin er hinsvegar frekar föst, og ég er hræddastur við að rífa hana og skilja eitthvað eftir. Er búinn að rífa dæluna undan og ætla að skipta um loftunar ventilinn í leiðinni. Sá sem er á er haugryðgaður. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |