bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ískur í e39 540ia
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=37705
Page 1 of 1

Author:  Aron540 [ Mon 01. Jun 2009 18:09 ]
Post subject:  Ískur í e39 540ia

það ískrar líka svona skemtilega hjá mér í e39, og það kemur þegar að ég sleppi gjöfinni, bara t.d. þegar að maður er að hæga á sér fyrir hraða hindrun, og þetta ískur er greinilega í einhverju sem snýst.
ég fór með hann á verkstæði og þeir hjólastiltu hann og tóku allar bremsurnar og ath. síðan tjökkuðu þeir hann upp og heirðu að þetta kom frá drifinu, þeir skiptu um olíu á því (sem var að þeirra sögn ekki góð og þokkabót vantaði á hana) og þá hætti ískrið, síðan er ég búinn að keyra hann slatta í 2 daga og þá byrjar þetta aftur, og þetta virðist ekki vera þegar að ég keyri hann fyrsta háftíman - klukkutíma.
en ákvað a spurja sérfræðinganna hérna first svona áður en ég færi á þetta 2. flokks verkstæði :roll:


eftir að hafa tekið smá rúnt, þori ekki að keyra mikið svona, en þetta byrjaði eftir rúmlega 15 min, og er eins og þetta tengist hversu mikið ég er að gefa honum inn, eða á hvaða stað ég hef bensíngjöfina, sem er bara alveg rétt í byrjun ( 1-2cm niður)
eftir því sem að ég keyri líka hraðar þá eykst tíðnin á ískrinu, þetta er greinileg í einhverju sem snýst.
en annars er ég bara að spá í að slá þessu uppí kæruleysi og setja bara nýtt og betra drif í draslið, bara spurnin hvað það kostar og hvort ég þurfi að breita einhverju fleiru með því ?

Author:  Alpina [ Mon 01. Jun 2009 18:29 ]
Post subject:  Re: Ískur í e39 540ia

Held að þetta sé hjólalega....

Author:  Aron540 [ Mon 01. Jun 2009 18:42 ]
Post subject:  Re: Ískur í e39 540ia

Alpina wrote:
Held að þetta sé hjólalega....



ískrar í þeim, er það ekki meira svona mulnings hljóð ?

Author:  Alpina [ Mon 01. Jun 2009 18:45 ]
Post subject:  Re: Ískur í e39 540ia

Jú reyndar :oops:

Author:  Axel Jóhann [ Tue 02. Jun 2009 09:06 ]
Post subject:  Re: Ískur í e39 540ia

Gæti verið að bremsurnar séu að nuddast eitthvað utaní diskana og það gæti stafað af því að bremsu færslurnar séu stífar, gott er að taka pinnana úr og pússa þá með sandpappír og lúba vel með koparslip ef það hefur ekki verið gert á verkstæðinu.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/