bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Sjálfskipti vökvi https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3757 |
Page 1 of 1 |
Author: | SER [ Thu 18. Dec 2003 13:16 ] |
Post subject: | Sjálfskipti vökvi |
Hefur einhver reynslu að athuga með sjálfskiptivökva? Er einhverstaðar kvarði til þess að athuga hvað það er mikill vökvi á sjálfskiptingunni? Er auðvelt að komast að honum? Og er eitthvað sérstakt sem ber að hafa í huga þegar að maður athugar vökvann? |
Author: | atli823 [ Thu 18. Dec 2003 14:27 ] |
Post subject: | |
Að sjálfsögðu er kvarði á honum, það er mjög gott að fylgjast með þessu reglulega t.d. þegar þú ferð með bílinn í smurningu |
Author: | saemi [ Thu 18. Dec 2003 15:12 ] |
Post subject: | |
Það fer eftir því hvaða bíl þú ert að tala um. Flestir nýrri BMW bílar eru ekki með kvarða á skiptingunni. Eilífðarolía er á skiptingunni og ekki ætlast til að skipt sé um vökva, ever! Það er svoleiðis t.d. hjá mér á 740i bílnum. Þekkist á grænum miða á skiptingunni. |
Author: | SER [ Thu 18. Dec 2003 15:38 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir svörin. En ég er sem sagt með 525iA árgerð 1994, ég þarf þá að athuga hvort að það sé svona grænn miði á skiptingunni. Ég held samt að það sé búið að skipta um olíu á skiptingunni áður. En hvar finnur maður kvarðan til að sjá hvað það er mikið af olíu á skiptingunni? |
Author: | saemi [ Thu 18. Dec 2003 16:12 ] |
Post subject: | |
Það er enginn kvarði ef það á ekki að skipta um vökva á þeim. Einnig á nýrri skiptingum sem eru ekki með eilífðarvökva, þar er ekki ætlast til að Jón á bensínstöðinni sé að skipta sér af þessu. Bara verkstæði sem tékka á þessu. |
Author: | SER [ Thu 18. Dec 2003 16:14 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir svarið. Þá fer ég bara með hann á verkstæði og læt athuga á sjálfskiptivökvanum fyrir mig, mér finnst ágætt að fylgjast svona aðeins með þessu. |
Author: | Bjarki [ Thu 18. Dec 2003 16:24 ] |
Post subject: | |
Ég veit ekki alveg hvernig þetta er með M50 vélarnar en á M30 þá er svona "olíukvarðastöng" mjög nálægt framrúðunni fyrir miðju. Bíllinn á að vera í gangi þegar staða vökvans er tékkuð. Nýju skiptingarnar eru þannig að ekki er hægt að fylla á þær af vökva án þess að hafa "special tool". Nýju skiptingarnar sem eru ekki með eilífðarvökva. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |