bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kraftsíur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3754
Page 1 of 1

Author:  KB [ Thu 18. Dec 2003 00:00 ]
Post subject:  Kraftsíur

Mig langar að vita hvort einhver viti hvar er hægt að kaupa kraftsíur á veraldarvefnum í bmw 320. :roll:

Author:  strumpur [ Thu 18. Dec 2003 02:37 ]
Post subject: 

Ebay.com...
þú getur prófað að leita að "powerfilter" þar :D

Author:  arnib [ Thu 18. Dec 2003 03:00 ]
Post subject: 

Ég hugsa nú að einfaldast sé bara að mæla stærðina á loftflæðimælinum í bílnum þínum, (þvermálið) og kaupa síðan einhverja síu sem passar á það.
Algjör óþarfi að versla þetta erlendis frá.
Bílabúð Benna selur K&N síur og Tómstundahúsið selja svona (man ekki hvaða merki).

Finndu þér bara síu sem passar, eitthvað fínt merki, og reyndu að búa svo um að sían fái kalt loft. Þá gæti verið sniðugt að smíða einhverja hlíf og föndra svolítið :)

Svo er auðvitað hægt að fá bara loftsíu beint í boxið í stað hinnar venjulegu, hver er reynsla manna af því?

Author:  Jss [ Thu 18. Dec 2003 10:03 ]
Post subject: 

B&L fer að fá í hús ITG kraftsíur sem hafa komið vel útúr öllum prófunum sem ég hef séð, hef í raun ekkert slæmt heyrt um þær og þær koma til með að verða á góðu verði, tilvalin jólagjöf fyrir bílinn. :D Enda ætla ég að gefa mínum svona í jólagjöf :D

Author:  Jón Ragnar [ Sun 21. Dec 2003 19:30 ]
Post subject: 

ég setti stóran K&N svepp í minn bíl, það virkar fínt, flott sound og svona :wink: Mæli með K&N

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/