bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Slípisett
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=37222
Page 1 of 1

Author:  O.Johnson [ Tue 12. May 2009 20:29 ]
Post subject:  Slípisett

Hvort er það ElringKlinger eða VictorReinz sem framleiðir oem pakkningar fyrir bmw ?
vantar slípisett á m20b25 og tími ekki að borga 67þ. fyrir það í umboðinu þannig að ég fór að leita á netinu. Langar helst að komast í oem gæði eða sem næst því á skikanlgu verði.

Ég er með blokk sem er boruð 0.5mm
Man einhver af ykkur sem hefur skipt um heddpakningu hvort að það sleppi að nota orginal stærð heddpakningu ?
þá er ég að meina hvort að strokkgatið í pakkningunni sé örlítið stærra en strokkurinn í blokkini

Author:  gstuning [ Tue 12. May 2009 20:43 ]
Post subject:  Re: Slípisett

Það verður ekki vandamál nema stimplarnir komi við eldhringina.

Ég hef alltaf fengið slípisett hjá Kistufelli og það hefur aldrei neitt klikkað..

Author:  SævarM [ Tue 12. May 2009 20:45 ]
Post subject:  Re: Slípisett

Fékk mitt á ebay.co.uk á góðu verði frá victorreinz
semsagt bæði efra og neðra 17þ. hingað komið

Author:  Axel Jóhann [ Wed 13. May 2009 12:40 ]
Post subject:  Re: Slípisett

Kistufell eru með Victorreinz og síðast þegar ég keypti efra slípisett á m20b25 með boltum þá kostaði það rétt tæpann 15 þús kall og það var í maí í fyrra, M50b25 efra slípisett kostar 27k með heddboltum í kistufelli núna, bara mánuður síðan eða svo.

Author:  SævarM [ Wed 13. May 2009 17:09 ]
Post subject:  Re: Slípisett

og já það var með boltunum og eftir kreppu

Author:  Axel Jóhann [ Wed 13. May 2009 17:21 ]
Post subject:  Re: Slípisett

SævarM wrote:
og já það var með boltunum og eftir kreppu



Hvað inniheldur neðra slípisett? Legur og svona líka?

Author:  SævarM [ Wed 13. May 2009 17:34 ]
Post subject:  Re: Slípisett

nei bara allar pakkningar á neðrihlutan sem vanalega er ekki skipt um ef ekki er tekið mótorinn úr og pakkdósir aftan og framan


ég keypti af þessum og það var mjög skjót þjónusta

http://stores.shop.ebay.co.uk/THE-GASKE ... QQ_armrsZ1

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/