bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Start vandræði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3708
Page 1 of 1

Author:  grettir [ Sat 13. Dec 2003 16:57 ]
Post subject:  Start vandræði

Ég er með 318 E36 sem neitaði að fara í gang í morgun.

Þegar ég sný lyklinum kemur bara smá tíst og startarinn snýr ekki. Það er nýr geymir í bílnum, skórnir og pólar eru hreinir og fínir svo þetta virðist ekki vera sambandsleysi þaðan frá.

Er eitthvað öryggi fyrir startarann? Getur verið að startpúngurinn standi á sér?

Bíllinn er sjálfskiptur, svo þetta er bölvanlegt :shock:

Einhverjar hugmyndir? Hefur einhver hér lent í svipuðum vandamálum?

Ég er nýbúinn að vera að hrósa bílnum við vini og kunningja fyrir að vera viðhaldsfrír, svo ég vildi gjarnan redda þessu áður en þetta kemst upp :oops:

Author:  Tommi Camaro [ Sat 13. Dec 2003 16:59 ]
Post subject:  DD

á morgnanna hvað setur hann þá bara í gang eftir hádegi eða ????
mundi segja að það væri annað hvort swissbotninn eða startarinn

Author:  grettir [ Sat 13. Dec 2003 17:37 ]
Post subject:  Re: DD

Tommi Camaro wrote:
á morgnanna hvað setur hann þá bara í gang eftir hádegi eða ????


Nei, það vildi bara þannig til að ég ætlaði að nota hann í morgun. Býst við að niðurstaðan hefði verið sú sama ef ég hefði reynt að setja hann í gang eftir hádegi.

Svissbotn segirðu. Hljómar eins og það gæti verið vandamálið. Takk.

Author:  Stebbtronic [ Sat 13. Dec 2003 18:01 ]
Post subject: 

Hefurðu prufað að berja á startarann það virkaði á benzann sem ég átti startarafóðringarnar voru lélegar svo að hann náði ekki sambandi þannig að það þurfti að donka aðeins í hann. Var alltaf með felgulykil við höndina. það reddaði mér í svona 2mán.

Author:  arnib [ Sun 14. Dec 2003 13:22 ]
Post subject: 

Stebbtronic wrote:
það reddaði mér í svona 2mán.


Hljómar þá ekki eins og voða góð lausn, eða hvað?

Author:  íbbi_ [ Sun 14. Dec 2003 16:33 ]
Post subject: 

prufaðu að banka i startpungin og athugaðu hvort billin fer i gang, ef svo er þa þarftu að skipta um hann.

Author:  Halli [ Sun 14. Dec 2003 18:27 ]
Post subject: 

ég mindi veðja á startarann ég get litið á þetta fyrir þig ef þú vilt.

Author:  grettir [ Sun 14. Dec 2003 20:50 ]
Post subject: 

Halli wrote:
ég mindi veðja á startarann ég get litið á þetta fyrir þig ef þú vilt.


Ég er búinn að prófa að banka í hann, breytti engu. Það væri auðvitað frábært ef þú gætir það, hvenær hentar þér?

Author:  grettir [ Tue 16. Dec 2003 16:01 ]
Post subject: 

Kolin í startaranum voru búin. Þakka ykkur fyrir góðar uppástungur :D
Þetta var hræðilegur tími rétt á meðan ég hafði ekki bílinn...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/