bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Enn einn þráðurinn um eyðslu á 750i...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=37013
Page 1 of 1

Author:  Eggert [ Sun 03. May 2009 19:13 ]
Post subject:  Enn einn þráðurinn um eyðslu á 750i...

Sælir kraftsmenn,


Þið ykkar sem hafið átt og notað E38 750i, hvað voru þessir bílar að eyða hjá ykkur á 100km í blönduðum innanbæjarakstri? Maður veit í rauninni aldrei hvað er að marka einhverjar tölur sem maður finnur á Google, en þær segja sumar 16-18, og aðrar segja 23-28 l/100km. Hver er reynslan? Hvað getur maður sloppið með ef maður er sparsamur á inngjöfinni??
Ég er búinn að nota leitina en finn voðalega lítið þar.


Kv,
:santa:

Author:  Wolf [ Sun 03. May 2009 20:35 ]
Post subject:  Re: Enn einn þráðurinn um eyðslu á 750i...

Góður þráður um 750i E38 m.a eyðslu og fl..


http://blyfotur.is/viewtopic.php?t=5026

Author:  raxions [ Sun 03. May 2009 23:55 ]
Post subject:  Re: Enn einn þráðurinn um eyðslu á 750i...

Minn E38 750iL er ´97 módel, og er keyrður 197.000km. Hef verið að skrá niður tölurnar núna nokkra tanka í röð, og það er skemmst frá því að segja að tölurnar komu mér talsvert á óvart, þ.e.a.s hversu háar þær voru. Hef verið núna 4 fulla tanka í röð í kringum 29L/100km==> og nota bene að ég er mjög slakur á inngjöfinni, en reyndar eru þetta mest allt stuttar vegalengdir sem ég er að fara, vélin lang oftast köld og slíkt. En ég virðist ekki ná honum neðar en þetta. Áður en ég fór að skrá þetta niður var ég að vonast til að vera í kring um 20L/100km...það er nú ekki svo gott :o

Author:  IvanAnders [ Mon 04. May 2009 12:56 ]
Post subject:  Re: Enn einn þráðurinn um eyðslu á 750i...

raxions wrote:
Minn E38 750iL er ´97 módel, og er keyrður 197.000km. Hef verið að skrá niður tölurnar núna nokkra tanka í röð, og það er skemmst frá því að segja að tölurnar komu mér talsvert á óvart, þ.e.a.s hversu háar þær voru. Hef verið núna 4 fulla tanka í röð í kringum 29L/100km==> og nota bene að ég er mjög slakur á inngjöfinni, en reyndar eru þetta mest allt stuttar vegalengdir sem ég er að fara, vélin lang oftast köld og slíkt. En ég virðist ekki ná honum neðar en þetta. Áður en ég fór að skrá þetta niður var ég að vonast til að vera í kring um 20L/100km...það er nú ekki svo gott :o


Ég er ekki hissa, þetta atriði telur meira en þú heldur!

September 08´ Fór ég með rúma 4 tanka,- c.a. 300ltr á einum mánuði, allt innanbæjar.
Bíllinn var í kringum 13.8ltr/100km hjá mér.

Október 08´Fór ég með einn tank allan mánuðinn! c.a. 70ltr, keyrði nánast BARA í vinnuna og heim c.a. 5km hvor leið. Þá var ég að sjá á milli 18 og 20ltr/100km -gjörsamlega inngjafarlaust!

Author:  raxions [ Mon 04. May 2009 17:07 ]
Post subject:  Re: Enn einn þráðurinn um eyðslu á 750i...

IvanAnders wrote:
raxions wrote:
Minn E38 750iL er ´97 módel, og er keyrður 197.000km. Hef verið að skrá niður tölurnar núna nokkra tanka í röð, og það er skemmst frá því að segja að tölurnar komu mér talsvert á óvart, þ.e.a.s hversu háar þær voru. Hef verið núna 4 fulla tanka í röð í kringum 29L/100km==> og nota bene að ég er mjög slakur á inngjöfinni, en reyndar eru þetta mest allt stuttar vegalengdir sem ég er að fara, vélin lang oftast köld og slíkt. En ég virðist ekki ná honum neðar en þetta. Áður en ég fór að skrá þetta niður var ég að vonast til að vera í kring um 20L/100km...það er nú ekki svo gott :o


Ég er ekki hissa, þetta atriði telur meira en þú heldur!

September 08´ Fór ég með rúma 4 tanka,- c.a. 300ltr á einum mánuði, allt innanbæjar.
Bíllinn var í kringum 13.8ltr/100km hjá mér.

Október 08´Fór ég með einn tank allan mánuðinn! c.a. 70ltr, keyrði nánast BARA í vinnuna og heim c.a. 5km hvor leið. Þá var ég að sjá á milli 18 og 20ltr/100km -gjörsamlega inngjafarlaust!


Já ok, þetta er sem sagt ekki svo óeðlilegt. Þetta er einmitt þannig akstur hjá mér, gef gjörsamlega ekkert inn og er að keyra þessar stuttu innanbæjarvegalengdir, 3-5 km aðra leið.

Author:  trigger [ Mon 04. May 2009 20:23 ]
Post subject:  Re: Enn einn þráðurinn um eyðslu á 750i...

Á rúmu ári er ég búinn að prófa ýmislegt á e38 750i árg 1997 (ekinn 270þ):
Innanbæjar í Reykjavík (11km leggir) í sumar 18-19L/100km.
Utanbæjar (Ak-Rvk) 10-11L/100km.
Innanbæjar á Akureyri í hörkufrosti (-10) og stuttum vegalengdum(1-2km leggir) 28-29L/100km.

Það munar rosalega um það þegar vélin er farin að keyra heit og maður getur keyrt í einhverja smástund á jöfnum hraða, bara að hafa kaflann frá Miklubraut/Kringlumýrarabraut og að brúnni við Smárann getur náð eyðslunni talsvert niður en fyrst og fremst er það jafni hraðinn. En ýmislegt skiptir máli t.d. lækkaði utanbæjareyðslan um 1-2L við það að ég fór á almennileg dekk.

Eftir að ég byrjaði að keyra bílinn innanbæjar var hann oft í 23-25L innanbæjar en svo eftir nokkrar vikur og smá"natni" við gjöfina og hvernig maður notar vélina fór eyðslan niður í 18-19L á sömu leið við sömu aðstæður (hita, búnað bíls, tíma dags, etc).

Author:  elli [ Mon 04. May 2009 21:58 ]
Post subject:  Re: Enn einn þráðurinn um eyðslu á 750i...

Ég setti innlegg hér á spjallið fyrir nokkru varðandi þetta. Það féll í grýttan jarðveg sérlega hjá þeim sem hafa ekki átt slíkann bíl. Ég myndi ekki hræðast eyðsluna á þessu. Það er vel hægt að halda henni í skefjum. Það eru aðrir hlutir í rekstrinum á þeim sem koma til með að skipta meira máli.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/