bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Útvarpsloftnet í E32 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=36993 |
Page 1 of 1 |
Author: | Bjöggi [ Sat 02. May 2009 12:43 ] |
Post subject: | Útvarpsloftnet í E32 |
Sælir limir, var að tengja útvarp í bílinn minn og ekkert óeðlilegt við það nema að útvarpið nær engu sambandi. loftnetskapallinn er til staðar og í sambandi aftan á útvarpinu. en það er ekkert loftnet utan á bílnum, hvar er það staðsett í í bílnum?? hef ekkert skoðað þetta ennþá og ábendingar eru vel þegnar. skoðaði realoem til að fá vísbendingar og á svo eftir að skoða þetta betur. það hefur ekkert hjálpað að gúggla þetta, getur ekki einhver þarna úti vísað mér á rétta braut? |
Author: | gardara [ Sat 02. May 2009 12:52 ] |
Post subject: | Re: Útvarpsloftnet í E32 |
Er loftnetið ekki í afturrúðunni? |
Author: | sosupabbi [ Sat 02. May 2009 13:07 ] |
Post subject: | Re: Útvarpsloftnet í E32 |
Held það sé í afturrúðunni, nesradio á að geta fixað svona vandamál. |
Author: | ömmudriver [ Sat 02. May 2009 15:34 ] |
Post subject: | Re: Útvarpsloftnet í E32 |
Loftnetið er í afturrúðunni og magnarinn fyrir það er fyrir aftan panelinn sem er vinstra meginn afturí eða við hausinn á farþeganum sem situr fyrir aftan bílstjóran. |
Author: | gardara [ Sat 02. May 2009 15:37 ] |
Post subject: | Re: Útvarpsloftnet í E32 |
Gætir líka þurft að tengja remote fyrir loftnetsmagnarann. Ég fékk hrikalega slæmt signal þótt allt væri tengt, fór að kanna málið og þá vantaði að tengja remote fyrir loftnetsmagnarann |
Author: | jon mar [ Sat 02. May 2009 15:38 ] |
Post subject: | Re: Útvarpsloftnet í E32 |
fólk flaskar oft á því að setja útvarpsmagnarann í samband þegar það skiptir um útvarpstæki held ég. Allavega í e34 þá er talað um að þetta sé lítill hvítur vír í útvarpsloominu í mælaborðinu. Þarf að fá 12v þegar útvarpið er í gangi ef allt á að virka. Remote frá tækinu ætti að duga. Prófaðu þetta ![]() arg!! garðar beat me to it ![]() |
Author: | Bjöggi [ Sat 02. May 2009 17:35 ] |
Post subject: | Re: Útvarpsloftnet í E32 |
ollræd, þakka góð svör. sést það samt ekkert á afturrúðunni hvort það sé loftnet í henni eða ekki. eru ekki lóðréttar línur innan um hitann (láréttu línurnar)? skrítið að sumir e32 séu með þetta í rúðunni og sumir með stöng. |
Author: | Bjöggi [ Sun 03. May 2009 09:46 ] |
Post subject: | Re: Útvarpsloftnet í E32 |
búinn að finna loftnetsmagnarann og vírinn fyrir hann í útvarpslúminu. tengdi power antenna vírinn úr útvarpinu í magnarann en það gerist ekkert. tékkaði á því með prufulampa hvort það skilaði sér ekki örugglega og það gerir það samt er engin breyting. vírarnir úr magnaranum eru tengdir við rúðuna og allt virðist vera eins og það á að vera. getur nokkuð annað verið að en bilaður magnari? hafa menn lent í því að þetta bili? |
Author: | gardara [ Sun 03. May 2009 10:20 ] |
Post subject: | Re: Útvarpsloftnet í E32 |
Nærðu engu útvarpssambandi? Ef þetta er magnarinn, þá ættirðu alveg að ná einhverri útvarpssendingu.. Bara lélegri og hætt við að útvarpið flökti við keyrslu. |
Author: | Bjöggi [ Sun 03. May 2009 10:58 ] |
Post subject: | Re: Útvarpsloftnet í E32 |
nei ég næ bara engu útvarpssambandi. spilarinn er reyndar af alódýrustu gerð með slöppu útvarpi en ekkert samband næst samt. ég hefði kannski þurft að prófa bara að setja í sambandi laust loftnet með kapli og sjá hvort það náist eitthvað samband svoleiðis. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |