bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

528E breyting fyrir 323i E21???
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3681
Page 1 of 2

Author:  bebecar [ Fri 12. Dec 2003 10:47 ]
Post subject:  528E breyting fyrir 323i E21???

Ég er búin að finna algjört brak sem að vonandi væri hægt að kaupa á lítið af gerðinni E28 528E, greinilega ameríkutýpa með tilheyrandi stuðurum.

Mín spurning er eftirfarandi. Ég hef heyrt um að menn geri vélarbreytingu með hluta úr þessari vél fyrir E21 bíla og sé þetta tiltölulega einföld og ódýr breyting sem skili bílnum í 170 hestöfl sirka en gífurlega mikilli tog aukningu.

Veit einhver hvað er um að ræða og hvað þarf að gera til að klára dæmið? Þarf innspýtingu úr 325i t.d. nýtt púst, heila o.s.frv? Eða er þetta bara hvis bang og fullt af power!

Ég finn því miður ekki síðuna þar sem ég hafði lesið um þetta en þar stóð að mig minnir að E21 með þessari breytingu (og fjöðrunarbreytingu, dekkjum og bremsum) standi í E30 M3 á braut - það get ég VEL SÆTT MIG VIÐ!

Ef mín áform ganga upp þá er þetta eitthvað sem myndi gerast í rólegheitum næsta haust og vetur þar á eftir. Já, og ég er búin að finna diska í hann sem ég fæ á góðum prís :wink:

Author:  Logi [ Fri 12. Dec 2003 11:43 ]
Post subject: 

Eina sem ég man eftir í augnablikinu er að það þarf að bora eitthvað í heddið eða blokkina fyrir vatn og jafnvel olíu. Það á ekki að vera mikið mál fyrir verkstæði að gera....

Mér skilst að hægt sé að nota bæði original heddið af E21 323i, M20 2,5 og fleirum örugglega. Best er náttúrulega að setja motronic og opnara púst að einhverju leiti.

Þetta á að mér skilst auðveldlega að skila 170-200 hö og jafnvel meiru!

Author:  bebecar [ Fri 12. Dec 2003 11:47 ]
Post subject: 

Við erum semsagt að tala um að nota botninn af 528e vélinni..... 200+ hestar í E21 GEÐVEIKT MAÐUR!

Author:  Logi [ Fri 12. Dec 2003 11:48 ]
Post subject: 

MJÖG GOTT!

Author:  bjahja [ Fri 12. Dec 2003 12:21 ]
Post subject: 

Ég veit nattúrulega ekkert um þetta.......en ég verð bara að segja, go fot it :D
Síðan er það bara að kaupa einhvern station bíl til að gera þennan að pura race-er veltigrind og körfustólar :twisted:

Author:  Jss [ Fri 12. Dec 2003 12:29 ]
Post subject: 

Go for it þetta verður geðveikur bíll eftir þetta (ekki að hann sé slæmur fyrir ;) )

Author:  saemi [ Fri 12. Dec 2003 12:32 ]
Post subject: 

Ég hef lesið um þetta hér og þar.

Ég á Total BMW blað sem er með grein um þetta. Nenni bara ekki að finna han núna.

En eins og fram hefur komið, þá er notuð blokkin og sveifarásinn úr 528e vélinni. Ég er ekki viss um stimplana og heddið, en innsogsgreinin gengur ekki, hún er gerð fyrir tog ekki snúning.

Það ætti ekki að skipta neinu með innspýtingarkerfið myndi ég segja. Ættir að geta notað bæði. Ef þessi 528e er ameríkutýpa, þá finnst mér mjög líklegt að hann sé með Motronic kerfi, og ég myndi nota það í staðin fyrir K-jetronicið sem er í þínum. Með fullri virðingu fyrir K-jetronicinu, þá eru þessir mekanísku hlutir mjög erfiðir með aldri.

Það er annað mál með tölvuheilann, Motronic heilinn í 528e bílnum gengur náttúrulega ekki. Best væri ábyggilega að fá tölvu hjá Gunna G.S. Tuning, en það ætti nú að vera hægt að finna einhvern heila úr 325i sem gerði c.a. rétta hluti.

Bara svona í forbyfarten, þá er samt 528e með veikari sveifarás en 524(t)d.

Author:  bebecar [ Fri 12. Dec 2003 13:31 ]
Post subject: 

OK... þá er bara spurning um að smeygja miða undir rúðuna á druslunni... :wink: Og bíða þangað til fjármálin eru komin í lagi... 5 mánuðir and counting!

Author:  saemi [ Fri 12. Dec 2003 13:34 ]
Post subject: 

Um að gera!

Hvernig er bíllinn annars búinn, leddari?

Author:  bebecar [ Fri 12. Dec 2003 13:51 ]
Post subject: 

Hann var svo skítugur að ég sá ekki sætin í gegnum rúðurnar. Ég skal skrapa af þeim og kíkja. Hann er með brotna hliðarrúðu og plastpoka í staðinn og víða beyglaður... :cry:

Author:  gstuning [ Fri 12. Dec 2003 14:47 ]
Post subject: 

323i hedd og 528e blokk(sama og 325e) eru þannig að það þarf ekki að bora fyrir auka olíu eða vatni, en það þarf ef á að setja 325i hedd á 325e(528e) blokk, því að það eru á 325i heddinu, en þar sem að 323i heddið er ekki þannig þá skrúfast það beint á, enn....

þjappan getur orðið soldið lág, minnir mig..

en það er ekkert mál með annað hvort öðrum stimplum eða stöngum, úr þá M20 eða M10 eða M30 vél,

Ein leiðin er að nota bara sveifarásinn og skipta um stangir, og að lengdarmunurinn á þeim sé sá sami og lengdar mismunurinn á strokinu, þá helst stimpillin á sama stað í TDC og sama þjappa helst,

Svo mæli ég eindregið með Motronic, en þessi 528e er með Motronic 1.0 og snýst bara í 5000 eitthvað, því að þetta er ETA vél og þær snúast ekki, ásarnir eru þannig hannaðir, þannig að þú þarft þá aðra tölvu og ef það eru skynjarar á gírkassanum þá á ég tölvu, og wiring sem myndi passa flott, annars þarftu 325i gírkassa, sem ég á líka,

Hö : umþað bil 185-190hö
Tog : um 240-250nm, fer eftir ýmsu náttúrulega,
vélin myndi í raun fílast eins og 325i vél því að 323i ásinn er aðeins heittari en 325i og því dregst úr low endinu aðeins, en það verður massa spark þegar ásinn fer í gagnið, max tog í um 3700-4300 og max power í 5800-6200 umþað bil fer eftir pústi og einu og öðru,

Vélin yrði 2.7lítra 323i+325i vél

Best er að taka úrbræddar 323i vél og gera þetta við hana, með því að taka vélina aðeins upp, þá ertu með full proof 2.7lítra monster tæki, og átt auka vél til að selja, 50þús fyrir vélina þína Bebecar er mögulegt þar sem að hun er upptekinn, og þú getur fengið dauða 323i vél á ekki neitt,
þannig að þú getur fengið þér 327i 180-190hö fyrir 100-150þús kostnaður í heildina, sem er bara klink!!!

Author:  oskard [ Fri 12. Dec 2003 15:48 ]
Post subject: 

það sem ég hef lesið mér til um þetta er það sama og gunni skrifar
hérna fyrir ofan 323hedd+528kjallari og þá hefur mér alltaf skilist
að það sé e30 323 hedd ekki e21 323 hedd ... :? en ég hef ekki
gert þetta og veit þetta því ekkert ;)

Author:  bebecar [ Fri 12. Dec 2003 16:22 ]
Post subject: 

Takk Gunni fyrir flott svör. Þetta er ferlega spennandi verð ég að segja...

Author:  Logi [ Fri 12. Dec 2003 16:24 ]
Post subject: 

Þetta er alveg málið í E21. Verður alveg pottþétt mjög skemmtilegur og myndi koma mörgum á óvart :wink:

Author:  saemi [ Sat 13. Dec 2003 13:35 ]
Post subject: 

http://cgi.ebay.de/ws/eBayISAPI.dll?Vie ... gory=56449

Image
Image

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/