bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Offset spurning
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3678
Page 1 of 1

Author:  Gunni [ Fri 12. Dec 2003 02:42 ]
Post subject:  Offset spurning

Man einhver hvaða offset (ET) er á felgum fyrir E36.

Author:  fart [ Fri 12. Dec 2003 10:35 ]
Post subject: 

41

Author:  Gunni [ Sat 13. Dec 2003 09:12 ]
Post subject: 

En hvernig er offset fyrir fimmur (e34 og e39) ?? er það sama ??
Hvort táknar lægri tala að felgan sé utar eða innar ?
Ganga felgur af e34/e39 á e36 ?
Hver er munurinn á gatinu í miðjunni ?

Author:  Logi [ Sat 13. Dec 2003 11:05 ]
Post subject: 

Original á E34 (M5 allavegana) er ET25 minnir mig (BBS feglurnar mínar er með ET13, og það lúkkar bara fínt).

Miðjugatið er jafn stórt.

Því lægri sem talan er, því utar er felgan.

Author:  arnib [ Sun 14. Dec 2003 13:20 ]
Post subject: 

Image

Author:  Gunni [ Sun 14. Dec 2003 19:21 ]
Post subject: 

hehe ég skil ekki þessa mynd :)

Author:  Haffi [ Sun 14. Dec 2003 21:24 ]
Post subject: 

hehehe ekki ég heldur :oops:

Author:  bjahja [ Sun 14. Dec 2003 21:27 ]
Post subject: 

Hvað meiniði, þetta er bara þversnið af felgu.......

Author:  fart [ Sun 14. Dec 2003 21:31 ]
Post subject: 

Ofsett er hversu innarlega/utarlega felgan er. Myndin er af felgu sem liggur á hliðinni.

E36 og E46 eru ET41 og með 72,5mm miðjugati (nafi)
E39 er með ET 25 og með 74mm miðjugati
E34 er með ET25 ef ég man rétt og með 72.5mm miðjugati

E36 og E46 þola alveg ET35 felgur, ég var meira að segja með ET25 einu sinni á E36, en það var samt frekar ýkt.

Ég núna með 18" felgur af E36/46 sem eru ET41, en til þess að ná þeim utar og fá breiðara miðjugat nota ég álspeisera sem eru 21mm að aftan og 17mm að framan, þ.e. ýta felgunni út um 17mm og 21mm.

Author:  Gunni [ Wed 21. Jan 2004 16:16 ]
Post subject: 

Nú hef ég soldið verið að skoða felgur á ebay.de. Þar er verið að auglýsa felgur oft bæði fyrir e36 og e39 :?: Skv. þessum tölum hér fyrir ofan ætti það engan vegin að passa á milli. Hvað er málið ? Eru Þjóðverjarnir bara svona grillaðir eða ?

Author:  saemi [ Wed 21. Jan 2004 16:37 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
Nú hef ég soldið verið að skoða felgur á ebay.de. Þar er verið að auglýsa felgur oft bæði fyrir e36 og e39 :?: Skv. þessum tölum hér fyrir ofan ætti það engan vegin að passa á milli. Hvað er málið ? Eru Þjóðverjarnir bara svona grillaðir eða ?


Þær felgur er hægt að nota beint á E36/E46, en með spacerum á hina. Og hub-centric rings á alla nema E39!


Eftir því sem offset talan er hærri, því innar situr felgan á bílnum (lengra frá felgunni út í brettið).

Hærra offset = því fjær frá miðjunni á felgunni, í átt út frá bílnum, situr festingin fyrir felguna.

Image

Teikningin hér að ofan er þversnið af felgu, þú ert að horfa ofan á hana, neðri hlutinn á myndinni er sú hlið sem snýr frá bílnum.

Það er því hægt að setja spacera á felgur sem hafa hátt offset, til að færa felguna utar, en það er ekki hægt að taka felgu sem er með lágt offset og setja hana á bíl eins og E36/E46 (það kemst undir í sumum tilfellum, en felgan verður utar en henni er ætlað að vera).

Svo er önnur hlið á dæminu. Eftir því sem breiddin á felgunni breytist, þá þarf líka að breyta offsettinu! Tökum sem dæmi E34 bíl. Þá er original stærðir eftirfarandi (ég er ekki alveg 100% á 9" breiddinni):

16x7 ET11
16x8 ET20
16x9 ET8

Það er því ekki hægt að segja að eitt offset gildi fyrir ákveðin bíl, heldur verður að tilgreina líka hvaða breidd af felgu er verið að tala um :wink:

Author:  ta [ Wed 21. Jan 2004 19:51 ]
Post subject: 

ég var með 255/40/17 á 8x17 með et40, OZ saturn,
þurfti að rúlla köntum, mikið lækkaður.
á 325i 94

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/