| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Undirbúa glænýjar álfelgur fyrir notkun? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=34791 |
Page 1 of 1 |
| Author: | Svessi [ Wed 04. Feb 2009 22:02 ] |
| Post subject: | Undirbúa glænýjar álfelgur fyrir notkun? |
Við feðgarnir vorum að kaupa nýjar felgur úr kassanum. (þetta er ekki undir BMW) Það verða sumardekk á þessum felgum. Þetta er í sjötta skipti sem ég kaupi glænýjar felgur og hef aldrei pælt í því áður, en ég hef bara alltaf sett þær beint undir, án þess að gera neitt við felgurnar á undan. Semsagt, ég er að pæla í því hvort menn hafa borið einhver efni á, eða/og bónað felgur áður en þeir taka þær í notkun og þá hvaða efni sérstaklega mæla menn með. Eða á maður ekkert að pæla í því. |
|
| Author: | Aron Fridrik [ Wed 04. Feb 2009 22:09 ] |
| Post subject: | |
ég bónaði mínar annars hef ég ekki heyrt neitt.. setja kannski koparfeiti á miðjurnar á navinu til að þetta grói ekki saman |
|
| Author: | BlitZ3r [ Thu 05. Feb 2009 00:16 ] |
| Post subject: | |
Er ekki talað um að Wheel Wax sem fæst í b&l sé rosa gott. ?? |
|
| Author: | birkire [ Thu 05. Feb 2009 00:26 ] |
| Post subject: | |
Mjallarbón er endingargott og sterkt ! Gætir bónað þær með því hátt og lágt og innan í þeim líka. Ég allavega myndi skella nokkrum umferðum af þannig svo maður geti bara skolað bremsusótið af ! Góð pæling hjá Aroni líka ! |
|
| Page 1 of 1 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|