bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

SMÁ VESEN MEÐ E36
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3437
Page 1 of 2

Author:  BMW 323I [ Tue 18. Nov 2003 19:19 ]
Post subject:  SMÁ VESEN MEÐ E36

Góðan daginn ég er með e36 323i. það er þannig að útvarpið datt bara út og fm virkar ekkert nema stundum er bylgjan inni er svona að spá hvort þið hafið humynd um þetta. Svo er það líka með miðstöina í honum þetta er svona digital miðstöð hún er þannig að hún getur ekki ákveðið hvort hún eigi að vera inni eða ekki og allt í rugli hún blikkar og blæs bara stundum en samt sjaldnast svona einsog það sé eitthvað sambandsleysi svo er það annað það er svona inbyggður gsm sími í honum sem einfaldlega tekur ekki við sim korti sama hvernig það er, það væri frábært ef einhver kynni einhver svör við þessu.

Author:  Bjarki [ Tue 18. Nov 2003 19:24 ]
Post subject: 

Ég giska á bilun í loftnetinu í afturglugganum þ.e. innbyggða loftnetinu í hitaþráðunum í sambandi við útvarpið og final stage resistor í sambandi við miðstöðina.
Annars er ég ekki sérfróður um e36
loftnetið er e34 og e32 vandamál og final stage resistor er e39 vandamál.

Author:  oskard [ Tue 18. Nov 2003 19:24 ]
Post subject: 

B&L !

Author:  hlynurst [ Tue 18. Nov 2003 19:41 ]
Post subject: 

humm... þú ert sem sagt líka með bilaða miðstöð. :-k

$$$$$$$ [-(

I know how you feel! :cry:

Author:  ta [ Tue 18. Nov 2003 20:09 ]
Post subject: 

ég sá þetta é ebay, en er ekki nogu góður
í þýskuni, en mér sýnist eins og hann sé
að gera við miðstöðvar.
http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=2443889498&category=9887

skrítið:Location: Sachsen Iceland

Author:  hlynurst [ Tue 18. Nov 2003 20:12 ]
Post subject: 

Já það væri ekki slæmt ef þetta gæti hjálpað... ný tölva kostar víst eitthvað um 45.000 kr. :?

Author:  bjahja [ Wed 19. Nov 2003 00:20 ]
Post subject: 

Ég held að það sé best fyrir þig að kíkja upp í B&L, eins og Óskar segir. En vertu samt tilbúin að þurfa að borga soldið fyrir miðstöðina :?

p.s hvernig væri að skella inn smá upplýsingum og myndum af bílnum......massa bílar :wink:

Author:  BMW 323I [ Wed 19. Nov 2003 19:45 ]
Post subject: 

ég þakka svörin kanski að maður kíki bara í b&l eða bara til haffa í tb annars á ég nokkrar ágætar myndir kann bara ekki að setja þær inn :oops: fínt ef maður fengi smá tips

Author:  Gunni [ Wed 19. Nov 2003 20:51 ]
Post subject: 

Image

Þú ýtir bara á IMG takkann hérna fyrir ofan setur slóðina og ýtir svo aftur á IMG takkann.

Ég tók avatar myndina út því hún var alltof stór, þú getur minnkað hana og sett aftur inn :)

Author:  Jss [ Wed 19. Nov 2003 23:19 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
Image

Þú ýtir bara á IMG takkann hérna fyrir ofan setur slóðina og ýtir svo aftur á IMG takkann.

Ég tók avatar myndina út því hún var alltof stór, þú getur minnkað hana og sett aftur inn :)


Gunni hvaða bíll er þetta á myndinni?

Fallegur litur á honum :wink:

Author:  Gunni [ Thu 20. Nov 2003 00:53 ]
Post subject: 

Þetta er bíllinn hans ;) Hann setti myndina í avatar :)

Author:  ///MR HUNG [ Thu 20. Nov 2003 01:15 ]
Post subject: 

þetta er gamall hafnfirðingur og var með 328i merki í einhvern tíma :roll:

Author:  Jss [ Thu 20. Nov 2003 09:30 ]
Post subject: 

328 touring wrote:
þetta er gamall hafnfirðingur og var með 328i merki í einhvern tíma :roll:


OK hef nefnilega séð þennan bíl nokkuð oft undanfarið á götum borgarinnar, m.a. í Hfj.

Author:  bjahja [ Thu 20. Nov 2003 12:12 ]
Post subject: 

328 touring wrote:
þetta er gamall hafnfirðingur og var með 328i merki í einhvern tíma :roll:

Það er magnað.........mér finnst 323i ekki vera neitt til þess að skammast sín fyrir :?

Author:  BMW 323I [ Thu 20. Nov 2003 12:22 ]
Post subject: 

sælir ég held að þið séuð eitthvað að ruglast á þessu því þessu bíll er úr kef og ég fer svo gott sem aldrei í hfj hef allavega ekki farið þangað síðustu mánuði

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/