bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pústpæling fyrir e36 323
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=34352
Page 1 of 2

Author:  BirkirB [ Thu 15. Jan 2009 19:14 ]
Post subject:  Pústpæling fyrir e36 323

Mig langar í pústkerfi undir 323, tvöfalt frá manifoldum, mig langar í djúpt og gróft hljóð...reyndar las ég á bmwowner.com spjallinu að með 328 pústi + m50 manifoldi og big bore throttle body er hægt að ná góðum 323 í 200hö, minnir að ég hafi séð dynograf...

328 kerfi passar beint undir og væri langsniðugasti kosturinn en það er annað mál að útvega þannig nema erlendis frá sem kostar alveg smá eins og er.

M3 kerfi er möguleiki erlendis frá, en það er væntanlega sverara og þá þarf að mixa.

Bjahja var í pústpælingum einhverntíman og GStuning skrifaði þetta:
gstuning wrote:
Málið er að ekki stækka þvermálið á pústinu þínu nema þá að fara í t,d beint 325i púst þar sem að mótorarnir eru sama stærð og næstum sama power
Ég geri ráð fyrir að með 325i pústi að max hö aukist og færist rétt ofar þar sem að þvermál og bakþrýstingur er minni
Að fara í M3 púst væri bara stupid t,d
það er 2x "2.5 í gegn sem er mjög vítt púst þannig séð

...samt las ég oftar en einu sinni að ef maður vill breyta hljóðinu að þá ætti maður að fara í sverara púst...?
http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=13287&highlight=p%FAst+bjb&sid=c353be170089f3b8fd80963f7aa13dde

Og svo er það að láta smíða hér á landi, BJB eða Einar áttavillti...þrátt fyrir misgóðar sögur af báðum hér inni.
Veit ekki hvort þeir hafa hækkað verðin en ég sá oftast í kringum 50þús, og þá er maður vonandi að fá það sem maður vill...

Og spurningin er, hvað væri gáfulegast og hagkvæmast að gera? (ég veit að pústbreyting ein og sér gefur enga teljandi aflaukningu, en hún breytir flæði, og það + breyting á inntaksflæði er einhver aflaukning, right?)

Með von um einhver svör eða hugmyndir... :D

Author:  arnibjorn [ Thu 15. Jan 2009 19:24 ]
Post subject: 

Þú gætir keypt universal magnaflow kút og valið einhverja flotta stúta með. Lætur síðan Einar áttavilta búa til nýtt púst frá eldgreinum, bara 2.x2.25(hvað hvað sem er original stærðin) með túbum og svo í Magnaflow endakútin.

Ég ætla að rönna þannig kerfi næsta sumar.. örugglega þokkalega sweet hljóð :twisted:

En þetta er bara hugmynd.. mjög svipað og það sem að ég gerði nema ég er ekki með túbur eins og er.

Þú getur líka eflaust fengið Einar bara til að smíða eitthvað solid kerfi, hann smíðaði fyrir Aron Andrew fyrir síðasta sumar og það var BARÍLAGI hljóð úr bílnum hans :)

Ps. skoðaðu þetta, gefur þér kannski smá hugmynd. Kannski of mikill hávaði fyrir þinn smekk.

http://www.youtube.com/results?search_q ... arch_type=

Author:  BirkirB [ Thu 15. Jan 2009 19:30 ]
Post subject: 

Ég held að það sé málið að smíða bara framan á einhvern góðan endakút...
En minn er árg. 96 og þá þarf hvarfa? hvernig er með lambda vesen og svoleiðis? eru túbur kannski bara til að villa um fyrir skoðunargaurum? (skoðunarkallinn hérna er mega-anal)

Annars er býsna töff sánd úr þínum :P
http://www.youtube.com/watch?v=nxuQK_FjxRI

Author:  gardara [ Thu 15. Jan 2009 20:58 ]
Post subject: 

Jarðsprengja wrote:
En minn er árg. 96 og þá þarf hvarfa?


Rétt!

Author:  Dóri- [ Thu 15. Jan 2009 21:34 ]
Post subject: 

Ég lét Einar áttavillta smíða púst undir 325inn í sumar, var mjög vel gert það sem einar gerði, svo kom einhver pólverji og setti aftasta hlutann undir og það var alveg ótrúlega illa gert, allt út í tilgangslausum þröngum beygjum, ég lét hann skera það undan og smíða nýtt :oops:

Author:  BirkirB [ Thu 15. Jan 2009 23:14 ]
Post subject: 

ok takk fyrir svör!

ég ætla að skoða þetta betur í samb. við hvernig er hægt að græja hvarfakútsdæmið...
veit einhver hvað rörin eru sver á 323?

Author:  arnibjorn [ Thu 15. Jan 2009 23:36 ]
Post subject: 

Jarðsprengja wrote:
Ég held að það sé málið að smíða bara framan á einhvern góðan endakút...
En minn er árg. 96 og þá þarf hvarfa? hvernig er með lambda vesen og svoleiðis? eru túbur kannski bara til að villa um fyrir skoðunargaurum? (skoðunarkallinn hérna er mega-anal)

Annars er býsna töff sánd úr þínum :P
http://www.youtube.com/watch?v=nxuQK_FjxRI


Damn takk fyrir að pósta þessu mynbandi!! Ég var búinn að gleyma hvað bíllinn minn er svalur :)

Author:  Dóri- [ Fri 16. Jan 2009 00:48 ]
Post subject: 

Er ekki gróði í að hafa x pípu eða jafnvel gera pústið eins og það er í 323i s.s. 6-2-1 bara sverara ?

Author:  BirkirB [ Fri 16. Jan 2009 01:56 ]
Post subject: 

jaá en breytir það einhverju? eina vesenið sem ég sé við 2 rör í gegn er diffuserinn á stuðaranum.

veit einhver hvort það séu dual inlet á þessum?
smellismell
og hér

Author:  arnibjorn [ Fri 16. Jan 2009 06:59 ]
Post subject: 

Jarðsprengja wrote:
jaá en breytir það einhverju? eina vesenið sem ég sé við 2 rör í gegn er diffuserinn á stuðaranum.

veit einhver hvort það séu dual inlet á þessum?
smellismell
og hér


Báðir með single inlet held ég.

"Position: Center Inlet/Dual Tip Outlet".

Þú getur skoðað allskonar af Magnaflow sölusíðum, þarft ekki endilega að reyna finna þetta á ebay.

www.justmagnaflow.com notaði ég og það virkaði fínt :)

Author:  BirkirB [ Fri 23. Jan 2009 14:43 ]
Post subject: 

Hringdi í pústþjónustu einars...þar var mér sagt að koma með bílinn til að skoða undir hann...erfitt fyrir mig eins og er...
og kallinn mælti ekki með universal kútum því þeir eru án festinga og svo þunnir að það er erfitt að sjóða e-ð á þá, eins og til dæmis festingar...

Er einhver hér sem hefur keypt endakúta af þeim?
ég er smá hræddur um að það gætu verið einherjir rice kútar (kannski ekkert mikið öðruvísi en þessir magnaflow etc... :lol: )

Author:  gstuning [ Fri 23. Jan 2009 14:49 ]
Post subject: 

Ég fékk nú einu sinni einhvern íslenskan kút hjá einari ,
hljómaði andskoti vel ef eitthvað er fyrir S50 vélina.

Meira að segja íslensk framleiðsla :)

Author:  arnibjorn [ Fri 23. Jan 2009 14:53 ]
Post subject: 

Jarðsprengja wrote:
Hringdi í pústþjónustu einars...þar var mér sagt að koma með bílinn til að skoða undir hann...erfitt fyrir mig eins og er...
og kallinn mælti ekki með universal kútum því þeir eru án festinga og svo þunnir að það er erfitt að sjóða e-ð á þá, eins og til dæmis festingar...

Er einhver hér sem hefur keypt endakúta af þeim?
ég er smá hræddur um að það gætu verið einherjir rice kútar (kannski ekkert mikið öðruvísi en þessir magnaflow etc... :lol: )


Aron Andrew keypti kút hjá honum. Eitthvað sem hann lét búa til fyrir sig útá landi.. Akureyri eða eitthvað.

Það hljómaði MEGA vel! 8)

Author:  BirkirB [ Fri 23. Jan 2009 16:28 ]
Post subject: 

ok, endakútur á netinu kostar alveg 50þús +...
þannig að ég get alveg eins keypt þarna.
hmm...þá þarf ég greinilega að fara með drusluna í vor til Einars...

Author:  jon mar [ Fri 23. Jan 2009 18:55 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Jarðsprengja wrote:
Hringdi í pústþjónustu einars...þar var mér sagt að koma með bílinn til að skoða undir hann...erfitt fyrir mig eins og er...
og kallinn mælti ekki með universal kútum því þeir eru án festinga og svo þunnir að það er erfitt að sjóða e-ð á þá, eins og til dæmis festingar...

Er einhver hér sem hefur keypt endakúta af þeim?
ég er smá hræddur um að það gætu verið einherjir rice kútar (kannski ekkert mikið öðruvísi en þessir magnaflow etc... :lol: )


Aron Andrew keypti kút hjá honum. Eitthvað sem hann lét búa til fyrir sig útá landi.. Akureyri eða eitthvað.

Það hljómaði MEGA vel! 8)


Eru þetta ekki bara þessir týpísku "hofsós"kútar sem hafa verið í gangi hér heima í árafjöld. Eflaust ágætt og vel brúklegt, en örugglega engin stórhátíð.

Og að búa til festingu og bracket á universal kút er kökubiti. Hef sjálfur gert það við universal kút og installað í e36. Meira segja ryðfrí festing og virkar vel með orginal upphengjum. Hvergi soðið í kútinn.

Smá uppfinninga og útsjónasemi er allt sem þarf.

:wink:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/