bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bleyta í teppi https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=33988 |
Page 1 of 1 |
Author: | Zed III [ Tue 30. Dec 2008 10:04 ] |
Post subject: | Bleyta í teppi |
Ég var að skipta um pedala hjá mér og fann þegar ég reif bensín pedalan af að það er hellings bleyta undir í svampinum/teppinu. Er ekki eina leiðin að rífa teppið upp, amk að hluta, til að þerra þetta ? Er það annars mikið mál að opna þettaá z3 (ætti að vera svipað mál og með e36). |
Author: | Mazi! [ Tue 30. Dec 2008 12:25 ] |
Post subject: | |
Allaveganna ekki gott að þetta sé blautt, ég hef lennt í svakalegri bleitu inní minn bíl í teppinu útaf tappa sem vantaði í hvalbakinn ég byrjaði bara á því að reyna kreista sem mesta bleitu úr því með svamp og lét svo bílinn standa opinn inní skúr í tvo daga þá var þetta farið. svo borgar sig að nota gúmmí mottur á veturna |
Author: | Zed III [ Tue 30. Dec 2008 12:34 ] |
Post subject: | |
Bleytan fannst ekki ofanfrá, spurning hvort það vanti tappa. Ég hefði ekki orðið þessa var ef ég hefði ekki verið að brasa með bensínpedalann. Best að rífa þetta upp í kvöld og prufa að elta bleytuna. |
Author: | Mazi! [ Tue 30. Dec 2008 12:57 ] |
Post subject: | |
DrWho wrote: Bleytan fannst ekki ofanfrá, spurning hvort það vanti tappa. Ég hefði ekki orðið þessa var ef ég hefði ekki verið að brasa með bensínpedalann.
Best að rífa þetta upp í kvöld og prufa að elta bleytuna. alls ekki verra að gera það allaveganna, hjá mér þá var þarna einskonar tappi eða svona hosa sem fór utanum lúmm víraflóðið sem fer í gegnum hvalbakinn og inní bíl sem var laus og þá lak alltaf vatn niður og botninn varð blautur og teppið veit svosem ekki hvernig þetta er í Z3 en í E30 er þessi tappi / hosa á bakvið rafgeyminn frammí |
Author: | Zed III [ Tue 30. Dec 2008 13:01 ] |
Post subject: | |
cheers, skoða þetta sérstaklega í kvöld. Geymirinn er reyndar aftaní skottinu á z3 en sama lögmál gildir, þ.e. reyna að finna gat þar sem vatn kemst inn. |
Author: | Zed III [ Fri 09. Jan 2009 23:15 ] |
Post subject: | |
Komst að því að lekinn er vegna póstsins við gluggan. Víst þekkt vandmál á z3. Meira um lagfæringuna hér http://bimmerfest.com/forums/showthread ... light=leak |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |