bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Drifreiknir (drif/gíra/dekkjareiknir og hraða/rpm)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=33948
Page 1 of 1

Author:  iar [ Sun 28. Dec 2008 13:11 ]
Post subject:  Drifreiknir (drif/gíra/dekkjareiknir og hraða/rpm)

Þegar ég var í drifpælingunum í 328i bílinn þá bjó ég til Excel skjal til að sjá muninn á gamla drifinu og nýja. Svo týndist þetta skjal fyrir smá klúður (alltaf geyma svona skjöl í möppu sem þú tekur afrit af! :lol: ). Það var alltaf planið að búa skjalið til aftur og núna eru búnar að vera svo miklar umræður um drif, gírkassa o.þ.h. hér á Kraftinum að ég dreif í að græja skalið aftur (með slatta af endurbótum og reyndi að gera það "notendavænna").

Vonandi að þetta hjálpi einhverjum við pælingar í drifhlutföllum, gírhlutföllum og dekkjastærðum. :-)

Það væri gott að fá input frá spjallverjum varðandi viðbætur (t.d. í listann yfir gírkassana, hvar þeir eru notaðir, fleiri gírkassa, o.þ.h.). Allar hugmyndir, viðbætur og síðast en ekki síst leiðréttingar eru vel þegnar!

Hér er skjalið í tveimur útgáfum, annarsvegar fyrir nýrri útgáfur af Excel (2007+) og svo fyrir eldri (93-2003):


- Drifreiknir, reiknaðu hraða/RPM miðað við gírun í gírkassa og/eða drifi (XLSX - Excel 2007+)

- Drifreiknir, reiknaðu hraða/RPM miðað við gírun í gírkassa og/eða drifi (XLS - Excel 93-2003)


Hér eru tvær skjámyndir af skjalinu í notkun:

Image

Image

Author:  Alpina [ Sun 28. Dec 2008 13:21 ]
Post subject: 

Nafni er MEGA slyngur í þessum útreikningum

Author:  Einarsss [ Sun 28. Dec 2008 13:45 ]
Post subject: 

Ég hef notast við þennan http://members.dodo.com.au/~wawawa/revs.htm

finnst hann mjög góður, getur sett inn dekkjastærð prófíl stærð og breidd, pre configaðir gírkassar og svo seturu inn hlutfallið og sérð raun hraða útfrá þessu öllu á ákveðnum snúningi

Author:  Lindemann [ Sun 28. Dec 2008 13:57 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Nafni er MEGA slyngur í þessum útreikningum


Síðan hvenær er Ingimar nafni þinn??? :shock:

Author:  Alpina [ Sun 28. Dec 2008 14:00 ]
Post subject: 

Lindemann wrote:
Alpina wrote:
Nafni er MEGA slyngur í þessum útreikningum


Síðan hvenær er Ingimar nafni þinn??? :shock:



:? :? :? :? :? :? :? :? :? :?

Já ....... síðan hvenær er góð spurning

eru til aðrir á spjallinu sem bera sama nafn og ég ??

Author:  gstuning [ Sun 28. Dec 2008 14:01 ]
Post subject: 

Í staðinn fyrir að hafa langann lista af snúningum , væri ekki sniðugara að hafa bara dálk sem maður velur X snúning og þá reiknast fyrir mann hraðinn í öllum gírum miðað við þann snúning,

og sleppa þá "reikna rpm á X km/klst" dálknum

Gætir meira að segja bætt inn reikning sem gerir þá ráð fyrir í hvaða snúning maður dettur niður í uppskiptingu , og notað það sem grafið í staðinn fyrir það sem er núna eða bætt því við bara.
svipað og það sem er í BMW owner manualinum.

Author:  iar [ Sun 28. Dec 2008 14:06 ]
Post subject: 

Lindemann wrote:
Alpina wrote:
Nafni er MEGA slyngur í þessum útreikningum


Síðan hvenær er Ingimar nafni þinn??? :shock:


Hann er örugglega ekki að tala um mig... væntanlega meistara Svezel. :-) Enda er ég ekki slyngur í þessum útreikningum og þarf þessvegna hjálpartæki eins og þetta skjal. :-)

Síðan sem Einar benti á er ágæt (virkar reyndar eitthvað furðulega í Firefox) og ég hef notað svipaðar síður en finnst líka þægilegt að hafa þetta á tölvunni, þar sem er auðveldara að hræra í tölunum, teikna í sér gröf og þessháttar. Á síðunni er fídus sem væri kannski sniðugt að hafa líka í skjalinu: Breyta á milli eininga, hp/kw, nm/lp, kmh/mph, etc...

Author:  Aron Fridrik [ Sun 28. Dec 2008 14:13 ]
Post subject: 

þetta er ekkert smá kúl..


good job 8)

Author:  iar [ Sun 28. Dec 2008 14:16 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Í staðinn fyrir að hafa langann lista af snúningum , væri ekki sniðugara að hafa bara dálk sem maður velur X snúning og þá reiknast fyrir mann hraðinn í öllum gírum miðað við þann snúning,

og sleppa þá "reikna rpm á X km/klst" dálknum


Spáði aðeins í þessu og endaði á að hafa listann en festa efri hlutann á skjalinu þannig að þó maður skrolli niður listann þá helst efsti hlutinn. Mér fannst ég svo oft vera að spá í hvernig hann væri á þessum og hinum snúningnum og þá væri vesen að þurfa alltaf að slá inn rpm í staðinn fyrir að sjá það bara strax í listanum og með listanum sér maður fleiri en einn snúningshraða í einu á skjánum fyrir samanburð.

Kannski mætti listinn vera styttri, þ.e. með færri snúningum, 1000, 1200, 1400, o.s.frv.. ?

gstuning wrote:
Gætir meira að segja bætt inn reikning sem gerir þá ráð fyrir í hvaða snúning maður dettur niður í uppskiptingu , og notað það sem grafið í staðinn fyrir það sem er núna eða bætt því við bara.
svipað og það sem er í BMW owner manualinum.


Held ég átti mig á hvað þú ert að meina en samt ekki alveg viss... Ertu að meina að grafið sýndi hvern gír á eftir öðrum m.v. upplýsingar um hvenær er best að skipta? Fer væntanlega samt eftir svo mörgum breytum, afli, max-rpm, spyrnuskipting vs. smoothskipting og þessháttar. Ertu nokkuð með dæmi um hvernig þetta væri reiknað og sett fram? Þetta gæti kannski komið sem viðbót í sérstökum flipa í skjalinu en notað sér samt upplýsingarnar úr þeim fyrsta.

Author:  gstuning [ Sun 28. Dec 2008 14:53 ]
Post subject: 

iar wrote:
gstuning wrote:
Í staðinn fyrir að hafa langann lista af snúningum , væri ekki sniðugara að hafa bara dálk sem maður velur X snúning og þá reiknast fyrir mann hraðinn í öllum gírum miðað við þann snúning,

og sleppa þá "reikna rpm á X km/klst" dálknum


Spáði aðeins í þessu og endaði á að hafa listann en festa efri hlutann á skjalinu þannig að þó maður skrolli niður listann þá helst efsti hlutinn. Mér fannst ég svo oft vera að spá í hvernig hann væri á þessum og hinum snúningnum og þá væri vesen að þurfa alltaf að slá inn rpm í staðinn fyrir að sjá það bara strax í listanum og með listanum sér maður fleiri en einn snúningshraða í einu á skjánum fyrir samanburð.

Kannski mætti listinn vera styttri, þ.e. með færri snúningum, 1000, 1200, 1400, o.s.frv.. ?

gstuning wrote:
Gætir meira að segja bætt inn reikning sem gerir þá ráð fyrir í hvaða snúning maður dettur niður í uppskiptingu , og notað það sem grafið í staðinn fyrir það sem er núna eða bætt því við bara.
svipað og það sem er í BMW owner manualinum.


Held ég átti mig á hvað þú ert að meina en samt ekki alveg viss... Ertu að meina að grafið sýndi hvern gír á eftir öðrum m.v. upplýsingar um hvenær er best að skipta? Fer væntanlega samt eftir svo mörgum breytum, afli, max-rpm, spyrnuskipting vs. smoothskipting og þessháttar. Ertu nokkuð með dæmi um hvernig þetta væri reiknað og sett fram? Þetta gæti kannski komið sem viðbót í sérstökum flipa í skjalinu en notað sér samt upplýsingarnar úr þeim fyrsta.


ekki hvar er best að skipta þar sem að það er alltaf best að skipta alveg eins ofarlega og hægt er á vélum eins og okkar.
Þetta myndi sýna graf frá 0kmh uppí topp hraða og hvar þyrfti að skipta til að komast hraðar(revlimit) og hvar í snúningunum maður myndi hefja þá næsta gír gefandi að maður væri að byrja gírinn á ferðinni(sami hraði og endahraðinn á síðasta gír)

líkt þessu
Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/