Góðan daginn Vinur minn er stundum að lenda í því að læsingarnar í bílnum hans, 2001 e46 eru að klikka. Ef að hann læsir bílnum þá lendir hann stundum í því að hurðirnar opnast ekki, nema þá bílstjórahurðinn vegna þess að það er hægt að opna hana með lykli. Sama hvað er reynt þá vilja læsingarnar ekki opnast og er þá ekki hægt að komast inn í bílinn nema inn og út um glugga, eins og lenti í á föstudagsnótt þegar ég var driver og allir sem fóru inn og út þurftu að hoppa inn og útum gluggana. Þetta lagast nú alltaf eftir einhvern tíma og opnar bílinn þá allar hurðar. Þannig að ég var að pæla hvort að einhver hafi lent í þessu og hvort það ætti bara að kíkja í TB eða B&L útaf þessu.
_________________ Suzuki LTZ 400
|