bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Viðgerðir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3363
Page 1 of 1

Author:  flint [ Thu 13. Nov 2003 20:53 ]
Post subject:  Viðgerðir

Nú þarf ég að fara láta gera við bimman. Þarf að láta skipta um spindilkúlur , pakkdós í sjálfskiptinuni , gorma að framan og fóðringar að aftan. Getur einhver gefið mér góð ráð um hvar ég get nálgast varahlutina í þetta á ágætisverði.

Author:  Jss [ Thu 13. Nov 2003 20:57 ]
Post subject:  Re: Viðgerðir

flint wrote:
Nú þarf ég að fara láta gera við bimman. Þarf að láta skipta um spindilkúlur , pakkdós í sjálfskiptinuni , gorma að framan og fóðringar að aftan. Getur einhver gefið mér góð ráð um hvar ég get nálgast varahlutina í þetta á ágætisverði.


Ég held að þú fáir spindilkúlurnar, pakkdósina og fóðringarnar ekkert mikið ódýrari heldur en þetta er í B&L, veit ekki með gormana. Þetta hef ég heyrt frá fólki sem hefur farið t.d. í bílanaust, stillingu o.s.frv. að leita að hinum og þessum hlutum, þori þó ekki að hengja mig uppá þetta en sjálfur myndi ég vilja hafa sérstaklega spindilkúlurnar original BMW hluti.

Author:  bjahja [ Thu 13. Nov 2003 21:03 ]
Post subject: 

Ég persónulega myndi kaupa orginal í b&l......af minni reynslu er það ekkert mikið dýrara ef það er þá dýrara og maður er alveg 100%

Author:  flint [ Thu 13. Nov 2003 21:24 ]
Post subject:  Re: Viðgerðir

Já held ég kaupi þetta bara allt í umboðinu er samt að pæla í að reyna redda gormunum að utan. ég á pakkdósina til vantar bara spindilkúlurnar og fórðingarnar. hafiði einhverja hugmynd hvað spindilkúlurnar kosta?

Author:  Heizzi [ Thu 13. Nov 2003 22:15 ]
Post subject: 

ca 3800 stk í B&L

Author:  flint [ Fri 14. Nov 2003 01:57 ]
Post subject:  Re: Viðgerðir

Er ekki best að láta þá í T.B gera þetta maður hefur allavega bara heyrt góða hluti um þá.

Author:  Halli [ Fri 14. Nov 2003 17:30 ]
Post subject: 

þeir í TB eru lang ódýrastir í sambandi við þetta og þér eru með´góða hluti

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/