bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Lætur stundum leiðinlega!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3360
Page 1 of 1

Author:  Iceman [ Thu 13. Nov 2003 18:44 ]
Post subject:  Lætur stundum leiðinlega!

Halló! Eg er með 318IA 93'
og stundum þegar eg set hann í gang þá kemur mikil bensínlykt í stutta stund! Svo þegar eg er á langkeyrslu, þó ekki innan bæjar, þá hikstar allt og höktir(í jöfnum akstri) endar með því að maður verður að stoppa! :? vélun drepur á sér og svo þegar maður ræsir aftur þá er allt í góðu??? 'Eg er buin að skipta um bensín dælu, svo hun er ekki málið!
Dettur ykkur eitthvað í hug?

Author:  arnib [ Thu 13. Nov 2003 18:51 ]
Post subject: 

Gæti verið skítur í loftinntakinu einhversstaðar.

Lenti í því á MMC Carisma að innsogsgreinin sjálf var svo skítug að hann lét svipað og þetta. Gekk á of lágum snúningum og drap stundum á sér.

En til að byrja með, ertu búinn að prufa að bæta Injection Cleaner efni í bensínið?

Author:  GHR [ Thu 13. Nov 2003 18:59 ]
Post subject:  Re: Lætur stundum leiðinlega!

Eyþór wrote:
Halló! Eg er með 318IA 93'
og stundum þegar eg set hann í gang þá kemur mikil bensínlykt í stutta stund! Svo þegar eg er á langkeyrslu, þó ekki innan bæjar, þá hikstar allt og höktir(í jöfnum akstri) endar með því að maður verður að stoppa! :? vélun drepur á sér og svo þegar maður ræsir aftur þá er allt í góðu??? 'Eg er buin að skipta um bensín dælu, svo hun er ekki málið!
Dettur ykkur eitthvað í hug?


Er þetta ný eða notuð bensíndæla sem þú settir í???
Skiptiru ekki líka um bensínsíuna í leiðinni?? Ég héld að bensínslanga/leiðsla sé farin í sundur þar sem þú finnur mikla bensínlykt

Prófaðu líka það sem Árni stingur uppá þ.e hreinsa bensínspíssana.....

Author:  Jökull [ Thu 13. Nov 2003 19:00 ]
Post subject: 

þetta gerðist lika i minum bmw 318i 89model. Ég skipti um bensinsiu og setti á hann spíssahreinsi og athugaði líka öll jarðtengin á vélinni og hreinsaði þau þetta var allt í fína þangað til eg bræddi úr honum :(

Author:  Iceman [ Thu 13. Nov 2003 19:10 ]
Post subject: 

Bensíndælan er ný! En ef að leiðslan er farin ætti þá ekki að vera ummerki undir bílnum? og lyktin er aðeins í stutta stund! En kannski sakar ekki að skipta um leiðslu! 'Eg hef sett allskonar hreinsa á bílin og virðist gera litið gagn!
Önnur spurning, hvað vitiði um undirlyftuglamur í þessum árgerðum?

Author:  Jss [ Thu 13. Nov 2003 20:22 ]
Post subject: 

Eyþór wrote:
Bensíndælan er ný! En ef að leiðslan er farin ætti þá ekki að vera ummerki undir bílnum? og lyktin er aðeins í stutta stund! En kannski sakar ekki að skipta um leiðslu! 'Eg hef sett allskonar hreinsa á bílin og virðist gera litið gagn!
Önnur spurning, hvað vitiði um undirlyftuglamur í þessum árgerðum?


Það er til svona servicerens efni uppí B&L sem mér er sagt að svínvirki, kostar ekkert rosalega mikið en man bara ekki hvað það kostar.

Author:  grettir [ Wed 26. Nov 2003 22:00 ]
Post subject: 

Það var svona hökt í mínum líka á tímabili. Frekar pirrandi að vera að krúsa og kippist allt í einu allur bíllinn til eins og hann ætli að drepa á sér.

Ég keypti einhvern hreinsi hjá Shell og þetta steinhætti. Líklega verið einhver drulla bara.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/