bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ein lítil Spurning um Vélar á BIMMUM...........
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=3331
Page 1 of 2

Author:  BMW_Owner [ Mon 10. Nov 2003 17:00 ]
Post subject:  Ein lítil Spurning um Vélar á BIMMUM...........

ég eins og sumir vita á einn 316i 1992 og mér finnst hann smá kraftarþurfi þannig ég var að velta því fyrir mér (bara smá íhugun) hvort vél úr t.d. 320- 323-325 myndi passa í hann frá 1982-88???? hvort þetta passi beint í hann eða einhverjar slípanir og mixeringar þurfi?
annars er líka vel athugandi að setja þá bara flækjur og sona maby TURBO :twisted:

kv.M.E

p.s hvað má turbinan gefa mörg pund inn á stimplana ef maður gerir ekkert við vélina nema að setja turbinuna í? :wink:

Author:  arnib [ Mon 10. Nov 2003 17:14 ]
Post subject: 

316i frá '92 geri ég ráð fyrir að sé E36.
Vélar úr E30 myndu ekki passa í hann, en 325i vél úr E36 bíl ætti sennilega að passa ágætlega.

Þú ættir að geta sett um 4-5 psi þrýsting inn á vélina án þess að hafa áhyggjur af stimplum og slíku, en þó er alltaf nauðsynlegt að hafa nóg af mælum (Air/Fuel, Hita..) til að vita hvernig vélin er raunverulega að fíla álagið.

Svo er alltaf spurning hvort að þetta allt saman borgi sig því að 1600 vél er alltaf 1600 vél, og það er bara visst mikið sem er hægt að taka út úr henni fyrir góðan kostnað.

Til dæmis myndi ég segja að 325i vél úr E36 (192 hestöfl) væri sniðugari kostur heldur en Túrbó þar sem að það væri ódýrara/svipað dýrt, og myndi að öllum líkindum gefa meiri kraft.

Author:  Moni [ Mon 10. Nov 2003 17:26 ]
Post subject: 

Ég vil nú bara benda á, ef þú ert ekki peningamikill, og vilt ekki fá þér bara BMW 325i eða 320i, þá skaltu ekki setja túrbínu í 1600 bimma...
Það er frekar dýrt og styttir endinguna á vélinni... Þá myndi borga sig bara að taka upp vélina í leiðinni :D
Svo eru vélar sem eru ekki gerðar fyrir túrbínu, ekkert að skila góðu með túrbínu, eins og 1600 vél er original sirka, 80 hp, ótjúnuð, en þessar 1600 vélar í bílum eru allar eitthvað tjúnaðar og henta þá ekkert fyrir túrbínu.
Ég myndi ráðleggja þér frekar að kaupa 325, það er einfaldara og betra...
Mixaðir bílar bjóða alltaf uppá meiri viðgerðir... og peninga

Ég prófaði 520i Turbo bílinn, hann á að vara 190 hp, mér fannst hann ekki skila meira heldur en 525, og varla meira en original 520 bíll...Ég varð fyrir smá vonbrigðum [-(

Author:  gstuning [ Mon 10. Nov 2003 17:47 ]
Post subject: 

NA bílar sem fá seinna meir túrbo skila betur en túrbó bílar,

sýnir sig best í 745i Turbo,
3,4 turbo vél sem er 252hö við 0,5bar eða um 7psi

venjuleg 3,5 M30 vél með túrbo er að skila svona 300hp við 6psi og mikið meira togi,

NA vélar eru gerðar til að anda og að blása inná þær er fínt mál því að þær anda mikið betur en túrbó vélar og nýta boostið mikið betur,

Author:  BMW_Owner [ Mon 10. Nov 2003 18:13 ]
Post subject: 

ég er ekki mikið að velta upp úr peningum (þó ég eigi nóg af dóti :? )en er alveg til í að eyða einhverju í bílinn en vill helst ekki kaupa annan þessi er svo andskoti fínn mikið búinn að hugsa um hann og kaupa hluti í hann (var í rusli þegar keyptur :x )og vill kaupa eitthvað sem getur fært hann úr 99.5HP :shock: í kannski 110- 120 eitthvað SOMETHNG @ All.....þarf ekkert endilega að verða dýrt :oops:

Author:  GHR [ Mon 10. Nov 2003 18:39 ]
Post subject: 

Ef þú ert virkilega að spá í turbó þá á ég Garret túrbínu handa þér á sanngjörnu verði.....

Author:  Moni [ Mon 10. Nov 2003 21:46 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
NA bílar sem fá seinna meir túrbo skila betur en túrbó bílar,

sýnir sig best í 745i Turbo,
3,4 turbo vél sem er 252hö við 0,5bar eða um 7psi

venjuleg 3,5 M30 vél með túrbo er að skila svona 300hp við 6psi og mikið meira togi,

NA vélar eru gerðar til að anda og að blása inná þær er fínt mál því að þær anda mikið betur en túrbó vélar og nýta boostið mikið betur,


Vélar sem eru gerðar fyrir túrbó skila miklu betur afli, en vélar sem eru NA og fá svo á sig túrbínu!!!!
Túrbína gerir LÍTIÐ fyrir háþrýsta vél!!!

Author:  gstuning [ Mon 10. Nov 2003 23:57 ]
Post subject: 

Lastu ekki það sem ég skrifaði,

Túrbo vél er lokuð vél með knastás sem er byggður fyrir lágan snúning,
hún andar ekki vel og það er bara boostið sem treður lofti inn

NA vél getur tekið inn mikið meira loft en turbo vel, því að hún er opnari

T,d Alpina Bi Turbo, bilað verk en 1,4bar original og ekki einu sinni 100hö/líter, og bara 333hö er ekki mikið til að hrópa húrra fyrir

745i með 1,4 bar er að meika um 500hp+
og M30B35 með 1,5bar væri í 550hp+ og með mikið meira tog

Túrbó vélar eru allar hannaðar þannig að þær gefi boost snögglega og í lágum snúning, það gefur ekki mestan kraftinn, því að á hærri snúningum þá er vélin svo lokuð að hún tekur ekki öllu loftinu sem túrbínan er að reyna að troða inn og það þarf að dömpa því í wastegatið

einnig þá þarf NA vél mikið minna boost til að vera jafn kraftmikill og Túrbo vél, nema að NA vélin sé eitthvað algjört drasl,

Það er ekkert að háþjöppu túrbó vélum, mikið minna lag og betri nýting og þarf minna boost til að meika sama power, maður gæti þurft að seinka kveikjunni en það skiptir ekki máli,

Hérna er gott dæmi um góða túrbo vél
original M50B25 með 10psi inná sig og 370hö og 480nm,
koddu með stock túrbó vél sem skilar svoleiðis við 10psi, það er ekki til!!

Þetta er by the way stock BMW vél sem er verið að blása inná,

Author:  Tommi Camaro [ Tue 11. Nov 2003 00:13 ]
Post subject: 

Gætir ekki hafa svarað því betur. :lol:
En var að selja mína 325 vél sel ´vélina úr bílnum mínum efir ca 6 mánuðu nema ég verði búin að ´tjóna græjuna

Author:  BMW_Owner [ Tue 11. Nov 2003 14:53 ]
Post subject: 

Svo ég svari nú "GHR" hérna þá myndi ég alveg vilja turbo á sanngjörnu verði en það fer bara að styttast í prófið (er ennþá 16) þannig ég verð að eiga sem mestan Pening fyrir því en það er gott að vita að maður getur sett turbo i bilinn fyrir aðeins meira boost en ég hef hvorki hugmynd hvar þetta á að vera né hvernig á að tengja þetta (ég er ekki sko einhver sem lítur bara á bíl sem eitthvað dót sem ferðast fram og til bara og viti ekkert hvað er undir húddinu:D) bara að ég frétti einhverstaðar að nýjar turbinur eru alveg drulludýrar sérstaklega ef maður lætur setja þetta í bílinn fyrir sig :shock: en bara svona til að vita það þá hvað myndirðu selja turbinuna á ? 40þús + - ?


kv.M.E


p.s er bara mikið að pæla :lol:

Author:  íbbi_ [ Tue 11. Nov 2003 18:58 ]
Post subject: 

ég ráðlegg þér miklu frekar að kaupa annan bíl heldur en að fara útí að setja túrbínu í bílin.

það er oftast massíft vesen að setja túrbínu í N/A bíl svo allt gangi upp og verði eins og það eigi að vera..

Author:  Stefan325i [ Tue 11. Nov 2003 21:10 ]
Post subject: 

að setja túrbó á bíl er gaman, en það kostar peniga,

ef þú ert að spá að fara út í þessa sálma þá ráðlegg ég þér að rannsaka allt mjög vel áður en þú ferð og kaupir túrbínu því að hún er bara lítill hluti af kerfinu og sá hlutur sem er auðveldast að nálgast. Þú verðut að finna manifold intercooler allar pípur þú þaft að fá olíu að og frá túrbínuni og kanski vatn líka og ótal margt fleyra. Þetta kostar 3X meira en þú heldur.
og ég held að það sé ódyrara fyrir þíg að fá þét m50 b25 motor .

en þetta er gaman og ég sé ekki eftir minni túrbó væðingu.

Author:  Þórður Helgason [ Tue 11. Nov 2003 22:38 ]
Post subject:  BMWPOWER

Gamli maðurinn:

Ég hef sagt það áður og segi enn:

Kaupiði kraftmeiri (original) bíla, það er nóg til af þeim, og með sömu boddýum og þið eruð á, ef þið eruð svona hugfangnir af boddýunum.

Tjúnningar á vélarvana bílum fyrir unga og peningalitla menn með meiri áhuga á hestöflum og krafti, en reynslu af breytingum, er ekkert grín.

Þórður H.

Author:  oskard [ Wed 12. Nov 2003 00:45 ]
Post subject: 

þú öðlast reynslu á því að prufa hlutina ekki sitja á rassagatinu og kaupa
bara öflugari bíl. Ef þú prufar aldrei neitt þá læriru aldrei neitt.

Author:  gstuning [ Wed 12. Nov 2003 01:35 ]
Post subject: 

Ég þekki menn sem hafa átt Viper, aðra sem hafa átt RX7 TT,
aðra sem hafa átt Supru, ekki vissu þeir eitt né neitt um vélar eða tjúningar,

það er bara góður skóli að prufa
En vera með vitið í kollinum og reyna að rannsaka áður en útí verk er farið

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/