Hröðun yfir vegalengd og tíma er HÖ, en það geta ekki verið jafn mörg hestöfl nema að maður hafi verið á constant hraða allann tímann, þá er hægt að tala um sömu hestöfl allann tímann,
Þess vegna er hægt að gróf reikna hvað bíllinn manns er mörg hestöfl ef hann kemst 400m á x tíma, því að það þarf ákveðin meðalhestöfl til að ná þeim tíma, svo eru einhverjar breytur sem redda loka útkomunni,
Tog vinnu ekki spyrnur og max hestöfl vinnur ekki spyrnur, heldur
fleiri hestöfl að meðaltali yfir ákveðna lengd eða tíma,
þess vegna er mikið tog gott því að það þýðir ekkert annað en meiri hestöfl þar sem það tog var framleitt, þess vegna er low end power svona skemmtilegt, því að það er ekkert nema meiri low end HP sem þýðir meiri hröðun á þeim snúningum
En eitt annað sem ég er búinn að komast að í mínum bíl í sambandi við gírun, að vera með of stutta gíra eins og ég kemur manni hægar áfram en lengri gírar, hví
Það sem flestir halda er að bíll er sneggri ef vélin snýst hraðar upp í snúningum, tökum 325i E30 sem dæmi, með því að breyta drifinu er maður ekki búinn að gera hann sneggri heldur færa hröðunina á milli kílómetrahraða, það er mjög einfalt,
Ef ég væri með lengri gíra gæti ég verið lengur nálægt max hö sem myndi þýða lengri "meiri hröðun"
Það sem ég vill að allir reyni að skilja er að vera í max HÖ snúningnum mun meika mestu hröðunina, ekki að snúa og snúa vélinni upp með gírum
t,d nýji Audi kassinn, hann er eitt snildarverk, hann getur haldið vélinni í 6000rpm og samt aukið hraðann, það veldur því að hann fær alltaf t,d 200hö á mismiklum hraða á meðan annar 200hö bíll myndi færa sig frá 180-200hö og svo skipta um gir og fara aftur úr 180-200hö, sjáiði hvað ég er að fara,
Audi-inn er með 200hö í meðalhestöfl úr t,d 50-100kmh
BMW 330i er með max 230hö, 50-100kmh um 200hö meðalhestöfl því að hann fer niður í 185hö og vinnur sig svo í 230hö sem ef hestöfl væru mæld á einnar sekúndu millibili og svo sekúndurnar teknar samann, meðaltalið reiknað þá fengi maður ekki 230 né 185 heldur um 200hö,
Það eru meðalhestöfl sem vinna spyrnur, keppni, rallý, götuspyrnu og allt mótorsport eða annað sport þar sem að hröðun kemur við og vegalengd
t,d ef þú keyrir 50km á 100kmh þá ertu 30mín að komast, það kostar x mörg hestöfl að halda bílnum á 100kmh,
Ef þú keyrir svo tilbaka á 75kmh þá þurftirru færri hestöfl til að viðhalda 75kmh hraða en ert lengur á leiðinni, tapar í hröðun á vegalengdinni þ.e vegalengdin er lengur að styttast
Þegar ég fattaði einn daginn að þetta gengur allt útá meðalhestöfl þá var það eins og uppljómun fyrir mér, ég bara skildi þetta allt samann,
t,d þessi 323i sem komst bara í 140kmh, hann var hvað max 180hö, ég er með 180hö í 4000rpm, fyrir ofan það er ég að skila fleiri hestöflum en sá bíll, sem þýðir meiri hröðun, það sem var við þennan 323i var að hann náði svo hratt að komast í háu snúninganna að hann náði að halda uppi meðalhestöflunum, en ég væri með meiri hestöfl en hann alltaf og myndi því ekki tapa í spyrnu við þann bíl,
Ég þyrfti að teikna upp kúrvur fyrir ykkur að skilja,
Eitt svona að lokum, hvað vinnur F1 keppnir ????????
Það er meðalhraði, stundum munar bara 3kmh en samt 8sekúndum, sem sýnir hvað þetta er naumt, sá síðasti keyrði kannski 15kmh að meðaltali hægar en sigurvegarinn, þetta er hægt að reikna yfir í meðalhestöfl,
Því að það er vitað hversu lengi var keyrt og hversu langt var keyrt, og þyngdin á bílnum,
Hvað finnst ykkur um þetta

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
