bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Vatnskassi og miðstöð í E36 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=32228 |
Page 1 of 1 |
Author: | DabbiHan [ Thu 02. Oct 2008 23:19 ] |
Post subject: | Vatnskassi og miðstöð í E36 |
Sælir kraftsmenn, eftir stutta og árángurslausa leit þá ætla ég að pósta vandræðum mínum hér ![]() ég er með e36 318 '95 árgerð og hann tók upp á því að hita sig töluvert....ég reif upp húddið að tjékka hvað væri að og sá þá að slangan úr kassanum og í vélina hafði dúndrast af ... trúlega vegna þrýstings ?... ég henti slöngunni aftur á og herti vel og keyrði heim og hellti vatni á hann... og daginn eftir hitnaði hann aftur...svo ég lét menn líta á hann og komust þeir að því að það þyrfti bara að lofttæma kvikindið.... og eftir það hefur hann bara verið gullfallegur og látið vel........þaaangað til í kvöld þegar ég skildi hann eftir í gangi í svona 10mín.... keyrði af stað og eftir svona 50-100 metra kviknaði helvítis ljósið ... þannig að ég drap á bílnum, leyfði honum að kæla sig og dúndraði svo heim og hóf skrifin.... svo er miðstöðin eitthvað í fokki útaf þessu... eftir að þeir lofttæmdu hann þá hitnar miðstöðin mjög seint og illa.... er þetta í einhverju samfloti eða hvur fjandinn er að ? með von um góð svör ![]() |
Author: | JónP [ Fri 03. Oct 2008 00:04 ] |
Post subject: | |
Var að ganga í gegnum þetta sama með 525ia e34 og case-ið hjá mér var að vatnskassinn var stíflaður og svo lak hann meðfram einhverju skítmixi (kítti). Gáðu hjá þér hvort hann er að leka...miðstöðin nær trúlega ekki að hitna ef það er lítið vatn á kerfinu. Svo með stíflunina þá var það þannig að ef maður lét hendina á kassann (ristarnar) þá var hann bara kaldur þó að vatnið hefði náð vinnsluhita. |
Author: | DabbiHan [ Fri 03. Oct 2008 00:08 ] |
Post subject: | |
þakka þér fyrir....fer yfir þetta á morgun ... en hvað var að stífla kassann hjá þér ? ![]() |
Author: | JónP [ Fri 03. Oct 2008 00:15 ] |
Post subject: | |
Það var örugglega samansafn af einhverju gruggi...fyrri eigendur ekki nógu duglegir væntanlega að skipta um vatn. Og svo var eitthvað plaströr þarna bara á þvælingi ![]() |
Author: | DabbiHan [ Fri 03. Oct 2008 00:36 ] |
Post subject: | |
hahaha ![]() ![]() en þakka þér kærlega fyrir svörin ![]() |
Author: | DabbiHan [ Fri 03. Oct 2008 10:00 ] |
Post subject: | |
nú er ég reyndar með aðra spurningu..... hvar lofttæmi ég kassann ? |
Author: | Elnino [ Fri 03. Oct 2008 13:50 ] |
Post subject: | |
DabbiHan wrote: nú er ég reyndar með aðra spurningu..... hvar lofttæmi ég kassann ?
Hjá mér er bara plastskrúfa við hliðina á forðabúrinu á vatnskassanum. Þannig er það hjá mér, ég er líka með e36 |
Author: | DabbiHan [ Fri 03. Oct 2008 15:45 ] |
Post subject: | |
flotter....bætti á hann og lofttæmdi í morgun og hann er orðinn stilltur núna ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |