bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bmw E30 Olíupanna... Problem ? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=32146 |
Page 1 of 1 |
Author: | HelgiS [ Mon 29. Sep 2008 13:27 ] |
Post subject: | Bmw E30 Olíupanna... Problem ? |
Jhá góðan dagin. Ég er ekki menntaður BMW fræðingur, ég myndi varla einu sinni flokkast undir Bmw fúskara. ég á það sameiginlegt og flest allir hérna inni að ég nýt þess til fulls að keyra bmw, horfa á bmw, Bmw í mínum augum er hugarástand, lífstíll. En nóg af malcom x ræðunni minni. mig vantar upplýsingar um olíupönnu. Ég á bmw e30 með 2 lítra línu vél. ég keypti aðra vél í hann úr e30 ef á man rétt. lína líka merkilegt nokk. nema hvað núna er selfoss orðinn fyrsti bærinn á íslandi til að vera alveg vistvænn, það er ekki með nokkru móti hægt að keyra um götum bæjarins. ef það er ekki klett há hraðahindrun þá er vegurinn holóttur og all vondur. ég lenti í því á laugardaginn að fara yfir hraðahindrun á löglegum hraða, en ekki löglegum fyrir bílinn minn og sprengi olíupönnuna á bílnum mínum all svakalega. olíupannan sem var á upprunnalegu vélinni sem ég á ennþá mjög heil og frekar ný,passar ekki á vélina sem er í honum núna. hún passar en olíu kvarðinn fer ekki niður á sama stað. í gömlu vélinni fór kvarðinn í gegnum blokkina og oní pönnuna. en á vélinni sem er í honum í dag, fer kvarðinn beint í pönnuna. getur einhver leiðbent mér hvernig panna þetta er sem mig vantar svo ég geti flutt hana inn, eða keypt hérna á klakanum. eða sagt mér hvort það sé "Löglegt" að láta hina olíupönnuna, sem er heil af gömlu vélinni, án þess að hafa kvarða.. og hvort það verði of mikið "Skíta-mix" ? Með von um góð og hnitmiðuð svör. |
Author: | Axel Jóhann [ Mon 29. Sep 2008 14:13 ] |
Post subject: | |
Vélin sem er í honum er svona, en vélin sem var í honum er eins og er að neðan. Eins og þessi. Þú getur reddað þessu flott ef þú borar bara mjórra gat en kvarðinn er á sama stað og á brotnu pönnunni og borar svo með sverari bor en ATH bora bara cirka 1/3 ofaní pönnuna miðað við mjórra gatið. Ef þú nennir þessu ekki, þá geturðu náttúrulega bara skipt við einhvern á pönnu. Kv. Axel Jóhann |
Author: | HelgiS [ Mon 29. Sep 2008 14:21 ] |
Post subject: | Svarið |
Heyrðu, þetta er bara snilld. held meira segja að ég hafi náð þessu. við erum virkilega að dansa í þessum málum. núna er bara að smella sér í gallan og byrja að bora. og græja þetta. hann verður kominn á götuna á no time. og síðan rúnta ég bara framm og tilbaka í innkeyslunni minni, því það er eini staðurinn sem enginn hraðahindrun er. þakka þér kærlega Axel. |
Author: | HelgiS [ Mon 29. Sep 2008 14:38 ] |
Post subject: | pannan. |
þetta er eini munurinn að kvarðinn fari á annan stað niður. en hvað heita þessar pönnur á fræðimálinu, ef ég snérist hugur og langað að kaupa eitt stk, hérlendis eða erlendis? |
Author: | Axel Jóhann [ Mon 29. Sep 2008 14:43 ] |
Post subject: | |
Ekki málið, passaðu bara að fara ekki djúpt með sverari borinn, ALLS ekki meira en helming af mjórra gatinu. Stærðin á bornum, þessum sverari a að vera sama og ummálið á kvarðanum. Annars heitir þetta bara E34 M20 Oil pan sem þú þarft ef þú kaupir aðra. Vélin sem er núna í bílnum er úr E34 (5 línu, 87'-91') |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |